Meinvill og slúðrið

Slúður af netinu um tímasetningar sem upplýsingar berast frá Kína Okkar LID er 14 nóvember 2005

26 maí 2006

Erum við öll eins?

Já það er spurningin. En ég rakst á mjög skemmtilegar (fræðandi) umræður um þessi mál. Butch Ward er bandarískur blaðamaður og á ættleidda dóttur frá Kóreu. Hann fór á námskeið síðasta haust "Writing About Race" og þar var einn hluti námskeiðsins að skrifa persónulega grein fyrir hina sem voru á námskeiðinu. Butch kaus að skrifa dóttur sinni bréf. Hann sýndi síðan dóttur sinni þetta bréf og hún meðal annarra hvatti hann til birta bréfið sem hann gerði. Þetta var síðasta haust. Í vor svarar dóttir hans síðan bréfinu og birtir það einnig. Það er mjög sérstakt að lesa þessi tvö bréf því eins og hann segir þá getum við ekki skilið hvernig það er að vera af öðrum kynþætti en okkar eiginn ekki frekar en aðrir geta skilið okkar. Við getum ekki sagt að við vitum hvað aðrir ganga í gegnum en við getum sýnt stuðning og reynt að skilja. Að vera til staðar og reyna að hjálpa. Butch hefur fengið heilmikil viðbrögð við bréfinu sínu og birtir hluta þeirra hér. Þarna eru svör frá fólki sem hefur ættleitt og fólki sem er ættleidd. Mjög athyglisvert að lesa þetta.