Meinvill og slúðrið

Slúður af netinu um tímasetningar sem upplýsingar berast frá Kína Okkar LID er 14 nóvember 2005

25 maí 2006

Þyngd

Það eru búnar að vera heilmiklar umræður hjá RQ vegna þyngdar umsækjanda. Það virðist sem CCAA sé farið að herða á kröfum og sé farið að hafna fólki sem er of feitt. Umræðan fór af stað vegna konu sem var að fá senda höfnun. Hún er með JúlíLID og var komin í matching room. Það hefur ekki gerst áður (svo vitað sé) að fólki sé hafnað þar. Spurningin er hinsvegar hvort það séu ekki einhverjir fleiri þættir sem hafa áhrif á þetta? Þetta er ofsalega mikil umræða núna og mér skilst að svo sé í mörgum yahoo grúbbunum líka. Þetta er umræða sem hefur komið upp áður því mér skilst að CCAA hafi gefið út yfirlýsingu fyrir nokkrum mánuðum að þeir væru að herða á þyngdartakmörkunum. Ég las bréf frá einni konu sem hafði mjög miklar áhyggjur af þessu og í heimsókn til Kína í janúar spurði umboðið hennar út í þetta. Hvort CCAA færi ekki eftir læknaskýrslunni. Honum var svarað að þeir tryðu ekki læknunum (hvaða bull er þetta???) og vildu frekar hringja beint í umboðið ef þessi aðstaða kæmi upp og fá skilgreiningar hjá þeim varðandi hvort þessi aðili væri of þungur. Ég hef heyrt að viðmiðunarreglan hjá CCAA sé 350-500 pund (kann ekki að umreikna þetta í kg) en veit ekki hvort það er satt.

Ég veit ekki hverju maður á að trúa. Mér finnst þetta hljóma alveg gjörsamlega ótrúlega. Ef viðkomandi er með læknisvottorð upp á góða heilsu er þá hægt að kjósa að trúa ekki lækninum? Og að fá höfnun í matching room, það er víst eitthvað sem er alveg nýtilkomið. Áður var pottþétt að ef maður komst þangað þá var umsóknin örugg. Þetta er eiginlega bara til þess ætlað að setja meira stress á mann, ekkert annað. Ég var fyrst að hugsa um að sleppa því að skrifa um þetta en ákvað svo að þar sem þetta er í umræðunni á öllum helstu Kínasvæðunum þá þyrfti þetta að vera hér líka svo við séum meðvituð um að allt getur gerst. Persónulega þá er ég farin út að hjóla!