Vangaveltur
Hér kemur smá yfirlit yfir það sem er að velkjast um í slúðurheiminum þessa dagana. Ég held þetta sé svona ca það helsta, tek fram að þetta eru ekki endilega mínar skoðanir heldur bara það sem er verið að velta sér upp úr. Það er komið eitthvað aðeins meira en ég ætla að setja það í sér póst held ég bara:
Biðtími:
- að biðin fari í 12 mánuði og haldi sér það
- að biðin fari í 12-14 mánuði
- að biðin fari upp í 18 mánuði haldi sér þar í einhvern tíma og fari síðan niður í 12 mánuði
- að biðin fari í 18-24 mánuði en muni á endanum fara niður í 12 mánuði
- að biðin fari nálægt 18 mánuðum hjá þeim sem eru með LID síðasta sumar en fari yfir 18 mánuði hjá þeim sem eru skráðir inn eftir það
Staðreynd: Tíminn hefur verið að lengjast og enginn veit hvenær hann hættir að lengjast.
Birting upplýsinga:
- Það muni taka 3 mánuði að klára júní og síðan fari hlutirnir að ganga hraðar
- Það taki 4 mánuði að klára júní
- Það taki 4 mánuði að klára júní og 3 að klára júlí og hvað svo
- Það taki 3 mánuði að fara yfir alla sumarmánuðina (hvern mánuð)
- Að CCAA fái ákveðið mörg börn á mánuði og hætti þegar þau eru pöruð við foreldra sína hver svo sem dagurinn er (á að skýra fáa daga í hverjum mánuði að undanförnu)
Staðreynd: Það tók 3 mánuði að fara yfir apríl og maí og mun allavega taka 3 mánuði að fara yfir júní þar sem við erum bara komin að 15 (er þegar búið að taka 2).
Ástæður lengingar:
- Miklu fleiri umsóknir vegna þess að Kína var orðið ættleiðingarland númer 1 vegna þess hve biðtíminn er stuttur
- Hunan barnaránsmálið
- Flutningur á nýja skrifstofu
- Þjálfun nýs starfsfólks í kjölfar Hunan málsins
- Færri börn yfirgefin
- Betra efnahagsástand í Kína sem leiðir til fleiri innlendra ættleiðinga
- Neikvætt fyrir Kína að ættleiða svo mörg börn úr landi, vilja breyta ímyndinni
- Kína vill breyta ímyndinni sem land nr 1 í erlendum ættleiðingum og vill gera það fyrir Olýmpíuleikana
Staðreynd: 1. Það eru miklu fleiri umsóknir. Um það eru allir sammála. 2. Hunan hafði mikil áhrif. Frá Hunan koma um 30% allra barna sem fara til ættleiðingar erlendis. Engin börn komu þaðan frá því í desember og þangað til í apríl 3. Flutningar hafa tekið lengri tíma en reiknað var með.
Vangaveltur mínar: Varðandi Hunan. Það er verið að tala um að frá því pappírar berist og þar til þau sömu börn fari í pörun líði nokkrir mánuðir. Þannig að ef Hunan fór að senda pappíra í apríl þá muni þeir fara að hafa áhrif ca í sept/okt. sem ætti að geta orðið til þess að skriður komi á málin.
Hvað gerir CCAA?
- Ekkert
- Vill halda sér í 12 mánuðum
- Setur upp einhver takmörk til að fækka umsóknum
- Tekur inn umsóknir til og með desember 2006 en setji þá stopp í einhvern tíma
- Hefur allt í hægagang þar til ca 2 mánuðum fyrir Olýmpíuleikana stoppar þá í nokkra mánuði. Fer í gang aftur með miklu færri umsóknum og lengri biðtíma
- Hvetur fólk til að ættleiða börn með sérþarfir, þar muni kerfið ganga áfram mjög hratt
Staðreynd: CCAA hefur ekki komið með nein svör. Allar þessar vangaveltur eru tilraunir fólks til að ráða í stöðuna en það er bara CCAA sem veit stöðuna og veit hvernig framhaldið verður.
Breytingar á reglum:
- Harðari reglur varðandi þyngd foreldra
- Harðari reglur varðandi sakaferil
- Harðari reglur varðandi áfengis- og fíkniefnaferil
- Fólk í sértrúarhópum fái neitun
- Ef annar aðili er í hjólastól fá neitun
- Ef fólk hefur glímt við hættulega sjúkdóma verður að líða ákveðinn tími
Staðreynd: Þeir hafa verið að neita fólki sem gæti flokkast undir sértrúarhópa, einnig neitað fólki þar sem annar aðili var í hjólastól og eitt dæmi er um fólk sem var hafnað vegna þyngdar. Annað eru getgátur.
Áhrif á umsóknir í ferlinu:
- Engin, þeir sem eru skráðir inn eru skráðir eftir þáverandi reglum
- Breytingar á reglum hafa áhrif á alla, hvar sem þeir eru í ferlinu
Staðreynd: Í gamla daga (fyrir apríl 2006) voru breytingar á reglum ekki afturvirkar. Enginn veit hver er staðan í dag.
<< Home