Meinvill og slúðrið

Slúður af netinu um tímasetningar sem upplýsingar berast frá Kína Okkar LID er 14 nóvember 2005

30 júní 2006

Umræður gærdagsins

Í gærdag og nótt hafa farið fram mjög skemmtilegar og fræðandi umræður á kommentakerfi RQ. Þessar umræður fóru af stað í kjölfar greinar sem Brian Stuy hefur birt á heimasíður sinni Research China. Brian hefur gert rannsókn á málefnum tengdum ættleiddum börnum og stöðunni sem er núna í Kína; þeas ættleiðingar erlendis og ættleiðingar innanlands í Kína, fjöldi barna sem fara í ættleiðingu erlendis, fjöldi yfirgefinna barna í Kína og svo framvegis. Hann gerði rannsóknina á þann hátt að hann hringdi í 259 munaðleysingjaheimili: þeas kona á hans vegum hringdi og sagðist hafa áhuga á að ættleiða barn innanlands í Kína og hverjir möguleikar hennar væru. Hún sagðist vera frá einhverju ákveðnu héraði en maður hennar hennar væri frá þeirri borg sem umrædd heimili var hverju sinni. Brian fær ákveðnar niðurstöður sem ég nenni ekki að rekja hér og segir að grein þessi eigi að birtast í blaðinu Adoption Today. Grein Brians fær rosalegar móttökur og fólk er almennt búið að vera í ham út af henni. Í framhaldi af því hafa margir hafa samband við þetta umrædda blað Adoption Today og farið fram á að greinin verði ekki birt vegna þess hve mikið bull hún sé og að aðferðafræði hans sé stórlega ábótavant. Ritstjórar blaðsins hafa síðan birt yfirlýsingu á síðu RQ um að þeir muni ekki birta greinina og þá aðallega út af aðferðafræðinni sem er beitt (eða ekki beitt) og eins sökum þess að sumt af því sem hann segir getur hæglega túlkast sem árás á aðferðir Kínverja í ættleiðingarmálum.

Ég las greinina en missti móðinn þegar ég var rúmlega hálfnuð og skannaði hana eftir það. Í fyrsta lagi þá verð ég að nefna það sem áður hefur komið fram hjá mér að ég er alls ekki góð í aðferðafræði en oh mæ GOD Brian kann ekki neitt. Og að hann skuli kalla þetta rannsókn er náttúrulega bara stórvafasamt. Hefði verið skynsamlega að kalla þetta kenningar.. eða eitthvað í þeim dúr.. rannsókn er þetta ekki. Hinsvegar eru spurningarnar sem hann er með umhugsunarverðar og fjalla að mestu leyti um það sem fólk virðist almennt vera að spá í varðandi stöðuna í dag.

Eitt af því sem sló fólk mjög sem hefur kommentað á greinina er myndin sem hann birtir með henni og ég skal viðurkenna að mér krossbrá þegar ég sá hana. Hún er ljót! það er bara svo einfalt. Þetta er mynd af litlu kínversku barni og öðru megin togar hvít hendi og hinum megin togar asísk hendi í barnið. Mjög stuðandi mynd að mínu mati. Þetta er svona "láttu mig hafa barnið" mynd. Ég veit ekki hvort það er hugmyndin hjá Brian en ef það er verður að segjast að honum hefur tekist vel upp. Það furðulega við þetta er samt að Brian á sjálfur þrjár dætur sem hann hefur ættleitt frá Kína þannig að ef hann er að ýja að því að hinn vestræni heimur sé að hrifsa kínversk börn frá Kína þá hefur hann tekið þátt í þeim leik!

Ég hvet ykkur hinsvegar til að lesa kommentin hjá RQ yfir þetta mál því það er mjög skemmtilegt og fræðandi að sjá hvað fólk er að hugsa í samandi við þessi máli. Mál sem ég hef t.d. ekki séð rædd annarstaðar og eru sett skynsamlega fram og ekki í neinum æsingartóni heldur hefur fólk greinilega hugsað málið vel áður en það setti hugsanir sínar á skjáinn!

Varðandi Tobias Hubinette sem Brian vitnar í þá er hann sænskur maður nálægt þrítugu. Hann er ættleiddur frá Kóreu og hefur gert að ég held doktorsrannsókn (man ekki á hvaða háskólastigi rannsóknin hans er) á kóreönskum börnum sem voru ættleidd til Svíþjóðar. Tobias er frekar neikvæður í garð ættleiðinga á milli mismunandi menningarsamfélaga og finnur foreldrum ættleiddra barna allt til foráttu. Hins vegar eru rannsóknir hans unnar rétt (meira en segja má um Brian elskuna) og þó niðurstöður Tobiasar séu umdeilanlegar þá eru þetta hans niðurstöður. Ég hef ekki sökkt mér niður í hans rannsóknir aðallega af því niðurstöður hans stuða mig. En það segir náttúrulega meira um mig en hann ;))

29 júní 2006

Bið eftir ferðaleyfum

Um daginn sagði RQ frá því að hún hefð heyrt að amk eitt evróskt umboð þyrfti ekki lengur að bíða eftir TA (travel approval) frá Kína heldur fengi fólkið þessi blessuðu TA afhent þegar það lenti í Kína. Síðan hefur heyrst að eitthvað annað Evrópuland er farið að vinna eftir þessu líka. Spurning hvort þetta stytti tímann frá því að upplýsingarnar koma og þar til fólk fer til að ná í börnin. Það væri nú skemmtilegt ef þetta væri satt og þetta ætti við okkur líka þannig að við þyrftum að bíða styttri tíma en þessar 6-8 vikur sem talað er um.

28 júní 2006

Um daginn og veginn

Já nú er það bara smá spjall um daginn og veginn eða þannig. Varðandi þessar spár í síðasta pósti þá er alveg möguleiki að hópur 15 fái sínar upplýsingar í ágúst. Það er ekki stór séns en það er séns. Júlí virðist ekkert rosalega stór mánuður en hann virðist samt stærri en ágúst þannig að samkvæmt ferlinu fram að þessu finnst mér frekar ótrúlegt að þeir nái júlí á einu bretti en hver veit, þetta kemur allt í ljós. Spárnar í vor sögðu að júní kæmi á þremur mánuðum og júlí á tveimur. Hinsvegar er júní enn ekki búin þannig að hann kemur á fjórum mánuðum( birtu fyrst til 6, næst til 15 og síðast til 28 og enn eru 2 dagar eftir) en ekki þremur þegar upp er staðið þannig að ég þori ekki að segja að júlí nái á einum. Ég fór að skoða Bright Outlook síðuna í morgun og þar birta þeir líklegustu útkomuna næst og allt það. Samkæmt því var ég með þá útkomu sem var næst raunveruleikanum núna síðast þannig að þeir segja að mín spá fyrir næsta mánuð sé sennilega sú sem kemst næst því rétta..hmmmm og ég sem hef aldrei verið góð í tölfræði, ætti kannski að senda kennurum HÍ þessa niðurstöður haha:



En áfram með þetta þá segja þeir að það sé erfitt að spá fyrir um útkomuna næst og einnig útkomu ágúst því þessir 2 mánuðir séu svo allt öðru vísi en mánuðirnir á undan (færri umsóknir) og því sé mjög líklegt að það komi meiri upplýsingar en spárnar segja til um (ó hvað ég vildi óska þess) en þetta er sem sagt staða dagsins ;)

27 júní 2006

Mánaðarlega spáin er TILBÚIN

Þá er komið að mánaðarlegri spá dadarada... Ég gerði þrjár. Sú fyrsta er sú sem ég held að sé svona næst því sem mögulega er hægt að giska á. Hún er eiginlega eins og í síðasta mánuði. Það hefur ekki það mikið gerst sem breytir þeirri spá og eins og þið sjáið munaði bara einum degi hjá mér í síðustu spá (ég sagði LID27jún en sem betur fer kom LID28 jún, ég taldi að upplýsingar kæmu 23 jún en þær komu degi fyrr). Sem sagt síðasta spá var nokkuð rétt.

Júlímánuður er talinn mun minni umsóknarlega séð heldur en júní og ágúst og september minni en júlí. Síðustu upplýsingar náðu yfir 13 daga þannig að það er ekkert óraunhæft að vonast til að næstu nái yfir 20 daga. Hinsvegar þá er nokkuð ljóst að oktober og nóvember eru stórir mánuðir. Jafnvel stærri en júní. Sem gerir það að verkum að ég ákvað að vera ekkert of bjartsýn og reikna með að þeir afgreiði bara 14 daga þar til þeir klára nóv. (í okt og nóv). Það setur okkur í hópi 16 í febrúar sem væntanlegan upplýsingarmánuð. Janúar og febrúar virðast hinvegar litlir en á móti kemur að mars verður stór. Þeir ættu því að geta náð niður aðeins í des-mars og tekið mars aðeins hægar. En þetta er auðvitað bara ágiskun hjá mér en byggð á upplýsingum frá hinum og þessum síðum sem ég hef reynt að setja í eitthvað vitrænt samhengi. Voandi hef ég samt rangt fyrir mér og þeir byrja að senda upplýsingar sem ná yfir miklu fleiri daga ;) (ekki oft sem ég óska þess að hafa rangt fyrir mér).
Spá1 sú sem ég tel líklegasta: (smella á myndirnar til að stækka þær)









Spá 2
Næsta spá er óskaspá um þeir fari að birta mánuð í einu og haldi sér við 12 mánaða biðtíma. Þetta er hinsvegar held ég ekki mögulegt því miður. Eins þið sjáið verða þeir að hoppa úr 13 dögum (síðasta upplýsingagjöf) í 30 daga svo þetta geti staðist. Vildi samt setja þetta upp svona til gamans ;)

Spá 3
Þriðja og síðsta spáin er svona tilraun til að sjá hvort hópur 15 geti ekki fengið sínar upplýsingar í ágúst. Það er alveg möguleiki eins og þið sjáið. Hópur 16 myndi samt ekki færast neitt mikið framar en værum þá að fá upplýsingar í janúar í staðinn fyrir febrúar..og það munar um hvern mánuð. Ef ég geri eina enn þá get ég ábyggilega troðið okkur í desember hehe. Held samt að eins og staðan er í dag.. í júní þá sé það ekki möguleiki þannig að ég hætti hér..(ef ég held áfram nógu legi gæti ég kannski komið okkur í sept hehe)

Nýjustu börnin

Upplýsingar og myndir eru farnar að berast til júnífólksins. Nokkrir eru búnir að setja myndir inn á heimasíður og oh mæ god ef maður fær ekki fiðring við að skoða þessar myndir ;) Mjög mörg börnin eru átta mánaða og eitt sá ég sem er sex mánaða. Sex mánaða það er bara pínulítill ungi ;) Mér finnst svooooo gaman að kíkja aðeins á þessar síður bara til að forvitnast en það er forvitni í góðu, eða það tel ég. Ég kann ekki við að setja linkana hér inn þar sem þetta eru síður hjá fólki sem ég þekki ekki neitt en ef þið farið inn á þessa síðu og rennið niður commentin þá finnið þið nokkrar síður: RQ það er ein síða í ca komment 20 (Emanuel) og önnur í ca 50 (Dunedin). Hvoru tveggja svona litlar stelpur ;) Ég fær alveg taugaveiklunarkippi í magann þegar ég sé þetta.

26 júní 2006

Bloggskrif

Það er skrítið hvað það er erfitt að skrifa fyrst eftir að upplýsingar koma frá Kína. Það hefur náttúrulega eitthvað með það að gera að það eru hátt í fjórar vikur til næstu upplýsinga þannig að það er kannski ekki eins aðkallandi. Ég á eftir að setja upp spá og ætla núna að gera tvöfalda en ég gerði það ekki síðast af því þá reyndist bjrtsýnisspáin mín vera svo dimm að ég gat ekki gert neina verri hehe. Núna ætla ég að prufa að velta þessu upp í tvennu lagi og kannsi reyna að ná fram í mars af því það eru það margir hópar eftir áramót.

RQ vitnar í einhhverjar breytingar á reglum í Frakklandi um að þeir ætli að fara að auka innlendar ættleiðingar í Frakklandi og minnka ættleiðingar frá Kína vegna þess að Kína hafi sagt þeim að þeir ætli sér að ættleiða bara 5000 börn úr landi. Ég legg engann trúnað á þetta því tölfræðilega stenst þetta ekki. Það sem ég trúi ekki er sem sagt þessi 5000 barna tala því ef hún er rétt þá er furðulegt að ekki sé búið að setja upp kvóta. Og afhverju tel ég það? Jú Kínverjar hafa sagt að þeir séu að fá um 2000 umsóknir á mánuði sem gerir þá 24.000 umsóknir árlega (plús mínus einhver þúsund) og ef þeir ætla að leyfa 5000 úr landi ári þá eru 19.000 umfram á ári sem þýðir þá væntanlega að árið á eftir eru aftur ættleidd 5000 börn sem þýðir að þá eru eftir 14.000 umsóknir frá fyrra ári + 20.000 á nýju ári. Það sér hver heilvita maður að þetta stenst engan veginn. Bara ekki fræðilegur miðað við forsendur dagsins í dag. þannig að ég kýs að líta á þetta sem enn eina af þessum fréttum sem fljóta um í þessu limbói okkar. Að vísu sá ég komment frá Frakka sem segir að þeir hafi verið að opna nýjtt ættleiðingarumboð í frakklandi því þar hafi verið svo löng bið fyrir væntanlega foreldra því þau ættleiðingarumboð sem hafi verið fyrir hafi ekki ráðið við eftirspurnina. Held að einhver misskilningur hafi orðið á fréttaflutningi en við þekkjum það nú bara héðan af klakanum líka að fréttamenn eiga það til að misskilja ótrúlegustu hluti.

Er þessi skrif algjörlega óskiljanleg hjá mér? hehe ég held ég skilji ekki einu sinni sjálf það sem ég var að skrifa ;)

25 júní 2006

Leti og ómyndarskapur

Ég hef ekki nennt að setja upp neina áætlanir um helgina eins og til stóð og hef bara verið í bloggleti. Ágætt alveg og ég ætla að halda því áfram í dag og gera þetta frekar á morgun. Liggur ekkert á hvort eð er þar sem næstu upplýsingar berast ekki fyrr en eftir mánuð hvort sem er.

23 júní 2006

Október kominn úr review room

Já það er skammt stórra högga á milli. Þá erum við official kominn í þetta blessaða review room og nú er bara að komast sem fyrst úr því aftur...

22 júní 2006

JÁAAAAAAAAAAAAAAAA

Það eru geypileg gleðistökk sem hér fara fram..þeir náðu til 28..................................















Þeir breyta ekki review upplýsingunum en við skulum ekki vera að hafa neinar áhyggjur af því. það var kona að pósta í yahoo grúbbunni í gær sem sagði að CCAA hefði verið að óska eftir viðbótar upplýsingum frá henni og hún er með LID30 nóv. Við skulum bara líta á það sem svo að þeir séu búnir með nóv fram að þeim tíma.. er það ekki??? Alla vega meðan við vitum ekki betur...

21 júní 2006

Hlustum ekki á þetta en póstum það samt

Sá þetta komment frá einum Bretanum. Þetta er vont slúður en verður að vera með hér þar sem það er á floti hvort eð er: Hún segir að umboðið sitt hafi sagt henni að búast ekki við fréttum fyrr en eftir fyrsta lagi fimm mánuði en hún er með LID 31 ágúst. það þýðir að þeir reikna ekki með meira en tveggja vikna skammti af upplýsingum í hvert skipti. Júlí og ágúst eiga hins vegar samkvæmt öllu að taka skemmri tíma... Fimm mánuðir það er hvenær? Já það er nóvember. Úff svartsýnisspár eru þetta!

Tveggja liða úrslit

Nú er það að verða spurning hvaða lið kemst í úrslitin. Nýtt slúður kom upp í gær að "cutoff" væri 20 júní en önnur umboð halda enn fast við 28. Nokkrir segjast vera búnir að fá staðfestingu frá sínum umboðum um að upplýsingar séu á leiðinni fyrir þau. Eitt umboðið segist meira segja hafa séð skjöl viðkomandi (veit ekki alveg hversu trúalegt það nú er) þannig að nú er það bara spurning um úrslitin: 20 eða 28. Ég spáði 27 eftir síðustu upplýsingar og vil því meina að 28 hljóti að vera rétt þar sem það er nær minni spá hehe

20 júní 2006

HM? Hvað er það?

Ekki veit ég það, enda hef ég miklu meiri áhuga á þessum tölum frá Kína sem breytast dag frá degi. Staðan í dag er rosalega björt. Held það sé bara til að vinna á móti þessu sólarleysi sem hrjáir landann á þessu furðulega sumri. En sem sagt... TA (travel approval) fyrir fólkið sem fékk upplýsingar í maí eru byrjaðar að berast og það þýðir bara eitt: Það er farið að styttast í næstu upplýsingar. Þær hafa alltaf verið sendar út nokkrum dögum á eftir TA upplýsingum. Ég mundi giska á öðru hvoru megin við helgina.

OG það allra besta er að samkvæmt nýjustu útreikningum úr könnunum RQ þá er bjart framundan EF næstu upplýsingar ná til að minnsta kosti 28 júní. Júlí virðist samkvæmt öllum könnunum vera það lítill að það er alveg möguleiki að fara yfir hann í einum mánuði og þá samkvæmt RQ gæti staðan verið svona:

a)

  • Júlí upplýsingar næðu til 21 júlí,
  • ágúst upplýsingar yfir 30 ágúst og
  • september alla vega til 30 september.

b)

  • Júlí upplýsingar væru á bilinu 15-29 júlí
  • ágúst væri á bilinu 22-31 ágúst
  • september mundi ná fram í október.

Þetta eru flottar tölur, samt settar fram með smá varúð því það er líklegra að þetta sé alla vega mánuði lengur á ferðinni heldur en hér er sett fram... þannig að ágúst fái sínar í september EN þetta er spennandi að sjá hvað gerist.

Ég legg nú ekki einu sinni í að setja upp nóvember spánna.. ætla ekki að gera það fyrr en upplýsingarnar eru komnar í hús.

19 júní 2006

Spánn enn og aftur

Annað umboð á Spáni hefur gefið upp mögulega "cutoff" dagsetningu við einn sinna skjólstæðinga. Þeir sögðu að það væri möguleiki að 28 júní væri "Cutoff" dagurinn en ekki er vitað hvort þetta umboð er með einhver LID þann 29 og 30. Þannig að það er möguleiki á að verið sé að tala um restina af júní og þá erum við á réttu róli miðað við 12 mánuði. Svona koma svo.. koma svo..

Við erum því komin með mögulegar dagsetningar: 20 júní, 23 júní, 24 júní, 27 júní, 28 júní og restin af júní...

Ekkert að marka...

...slúðrið sem flaug fjöllum hærra um breytingar á heimasíðu CCAA á laugardag. Enn hefur ekkert nýtt gerst. Það var samt soldið gaman að fylgjast með þeim sem koma oftast inn á síðuna hjá RQ. Þau höfðu skipulagt "cyber slumber party" og vöktu fram á nótt til að bíða eftir þessum upplýsingum sem von var á. Þegar Kanarnir gáfust upp og fóru að sofa tóku Ástralirnir og Nýsjálendingarnir við. Þetta er nú soldið skemmtilegt ;)

Sem sagt við bíðum bara spennt og vonum að nýjar upplýsingar berist í þessari viku og að þær ná til nóvember.. haha ok maður má láta sig dreyma er það ekki ;)

16 júní 2006

RQ

RQ er sama og RumorQueen og það er linkur á hana hér til hliðar. Hún er ókrýnd slúðurdrotting í þessum ættleiðingarheimi. Hún er með LID í september og setti upp síðuna sína í þeim tilgangi að fylgjast með tímalengdinni þar til hún fær barnið sitt sem nota bene er hennar annað barn frá Kína. Hún hefur í lengri tíma sett upp kannanir þar sem hún biður fólk að merkja við hvenær það er með LID og reynir í framhaldi af því að finna út hversu margar umsóknir hafa verið í hverjum mánuði. Til þessa hafa tölur hennar farið ansi nærri lagi. Með því að fylgjast með henni vissum við t.d. að maí og júní væru stórir mánuðir og það sama á við um nóvember og jafnvel október. Mars á næsta ári virðist svo vera næsti stóri mánuður á eftir nóvember 2005.

Restin af júní??????

Ég er að smitast af æsingnum í Könunum og erað missa stjórn á mér..(as if)... EN EN EN evróvskt umboð sem hefur mjög gott orð á sér hefur látið hafa eftir sér að CCAA reikni með að geta klárað júní mánuð í JÚNÍ... þetta er of gott til að vera satt. Þeir ku vera að velta sér upp úr því hvort eigi að birta strax það sem þeir eru með eða hvort þeir eigi að bíða til mánaðarmóta.

Þetta er að verða hrikalega spennandi!!!!! Ef þetta er satt.. EF... þá eru þeir komnir í 12 mánuðina!!!!!

Update: var að kíkja á síðustu spánna mína og þar sé ég að ég spáði að næstu upplýsingar næðu til með 27 júní.... spurning hversu góð spákona ég er hehe

Það víbrar allt

Allt að verða vitlaust. Stór hluti fastra lesenda RQ ætla að vaka fram á nótt til að fylgjast með CCAA síðunni til að sjá hvort það verða einhverjar breytingar eins og spáð hefur verið. Aðal málið er að það mega ekki fara nema visst margir inn á CCAA síðuna því þá hrynur hún og verður þá ekki löguð fyrr en á mánudag. RQ er því komin með hernaðarplan sem felst í því að menn kíki inn á hennar síðu frekar en að kíkja inn á CCAA. Þar verði allar upplýsingar birtar um leið og þær berast. Ég verð að viðurkenna að það er soldið spennandi að sjá hvort þessar upplýsingar reynast réttar, að það sé hægt að spá fyrirfram réttum degi sem upplýsingar birtist... hvaða upplýsingar sem það svo sem eru.

Varðandi flutninga CCAA þá eru þau ekki enn flutt. Þetta ætlar að taka sæmilegan tíma hjá þeim en kannski bara skiljanlegt. Svona flutningar taka óratíma. Það eru ekki allir eins og við Íslendingar sem skverum svona af á 2-3 dögum eins og gert var þegar minn vinnustaður flutti. Sjálfur flutningurinn tók einn dag og síðan 2-3 þar sem verið var að koma öllum tölvum og símum í rétt form.

15 júní 2006

Næsti laugardagur

Umboðið sem oftast hefur rétt fyrir sér hefur látið leka að það geti verið að það verði breytingar á heimasíðu CCAA næsta laugardag. Hverjar þessar breytingar eru veit enginn. Gæti verið upplýsingar um börn, þessar nýju reglur sem allir eru að velta sér upp úr eða bara hvað svo sem CCAA dettur í hug. Spennandi að sjá hvort þetta stemmir!

Tungumálasíða

Úps ég gleymdi þessu.. og birti þetta því bara sér. Hér er víst fantagóð ný kínverskusíða sem er ókeypis að hluta til. þarna er víst að finna eitthvað sem hægt er að nota í ættleiðingarferlinu eins og t.d. barnamál "ekki vera hrædd" "þetta er mamma" osfrv

Ég er ekki búin að skoða þetta neitt en þeir segja að það þurfi ekki að greiða neitt ef eingöngu er notað hlustunardótið:
Answer - While ChinesePod podcasts are free to listen to, download and enjoy, access to the ChinesePod’s premium features like the grammar bank, lesson transcripts, and exercises requires a paid subscription. Subscription fees allow us to continue to make investments to create hundreds of more podcasts and further enhance the ChinesePod learning environment.

Kínasíða

Nýr dagur nýjar pælingar

Ekkert nýtt á ferðinni. Það bíða allir spenntir eftir næstu viku þar sem vonast er til að næstu upplýsingar komi þá.

Varðandi tilkynninguna sem verið er að bíða eftir frá CCAA þá eru menn að ræða um hvað hún gæti snúist og er það tvennt sem kemur helst til greina:
1. Upplýsingar um biðtíma (mjög ólíklegt ef við lítum á söguna fram að þessu)
2. Nýjar reglur varðandi umsóknir (mun líklegra)

Varðandi þessar nýju reglur þá eru aðal pælingarnar hvort þær muni verða afturvirkar eða ekki, þeas ef það koma nýjar reglur. Púff það er alltaf eitthvað. Eins gott að þeir breyti ekki öllu og láti það verða afturvirkt.

Og eitt svona á allt öðrum nótum, bara svona til skemmtunar fyrir okkur sem erum búin að sanka að okkur kjólunum. Ég rakst á póst frá konu sem ættleiddi 28 mánaða gamlan dreng frá Kína. Þau hjónin voru 36 ára þegar þegar pappírarnir þeirra voru skráðir inn. Þau sóttu um stúlkubarn og reiknuðu með því. Hún segist hafa fengið algert áfall þegar þau fengu síðan 28 mánaða gamlan dreng og fjölskylda og vinir héldu að þau væru að grínast. Hinsvegar sagði hún að drengurinn hefði tengst þeim alveg frábærlega vel og allt hefði gengið svo vel og hún mundi ekki breyta neinu þó hún gæti. Hún sagði sína sögu bara til að minna á að þó við sækjum um eitthvað ákveðið þá getur allt önnur útkoma komið. Þau eru nú að bíða eftir öðru barni og segist viss að hún komi dóttirin sem þau bíða öll þrjú eftir.

Hmm.. veit ekki alveg hvort svona gamall drengur passaði í litlu kjólana mína haha

14 júní 2006

Meira um börnin

Hollenska ættleiðingarumboðið Wereldkinderen birti í gær yfirlýsingu á heimasíðu sinni þar sem segir að frá og með 15. júní sé ekki hægt að sækja um börn eldri en 24 mánaða frá Kína í einhvern tíma og þetta eigi við öll ættleiðingarumboð í Hollandi. Ástæðan er sögð vera tilskipun frá CCAA þar sem eftirspurn eftir þessum aldurshópi er mun meiri heldur en fjöldi barna.

Mér finnst þetta umhugsunarvert því mér hefur alltaf skilist að það séu börnin í yngsta aldurshópnum sem flestir vilji. Það er jú gleðilegt að ekki skuli vera nógu mörg börn í þessum aldursflokki því bendir jú eindregið til að það sé alla vega búið að ná einhverjum tökum á þessum málum. Eða hvað?

PSPS.... Í dag erum við í hópi 16 gengin með 7 mánuði... og eftir 4 daga er hópur 15 gengin með 10 mánuði.

13 júní 2006

Smá meira slúður

Það virðist aðeins vera að lifna yfir slúðurstöðvunum. Einhver þykist hafa heyrt að það geti verið að næstu upplýsingar næðu til 30 júní. WOW væri það ekki frábært. Persónulega legg ég ekki mikinn trúnað á það enda skilst mér að þetta séu bara einhverjar vangaveltur einhvers starfsmanns hjá einhverju umboði en ekki byggt á upplýsingum frá CCAA eða öðrum. Og þetta eru því bara svona vangaveltur rétt eins og okkar vangaveltur. Hinsvegar væri það nú ljúft ef þeir næðu tveggja vikna skammti í einu ;)

Nýjasta slúðrið...

...er kannski ekkert svo nýtt. En það segir að upplýsingar berist á næsta mánudag (19 júní). Flestir eru samt á því að það komi kannski ekki á mánudaginn en í þeirri viku samt. Og að "cutoff" dagurinn verði 23. júní. Það sem mér fannst samt skemmtilegast í þessu nýja slúðri er að fólk er að spá því að það líði ekki nema þrjár vikur þangað til næstu upplýsingar eftir þessar muni birtast. Ef það reynist rétt þá bendir það eindregið til þess að þeir séu að reyna að koma sér á réttan kjöl, sem væri um það bil 12 mánaða bið.

12 júní 2006

Love Without Boundaries

Ég skoða stundum síðuna hjá LWB. Maður fær alveg sting fyrir hjartað að skoða þessar myndir en það var nú ekki alveg það sem ég vildi nefna hér. Nei ég sá tilvitnun í færsluna sem er 1. júní hjá þeim þar sem fram kemur fjöldi, fjöldi, fjöldi barna! Svoldið athyglisvert í ljósi þess að það er alltaf verið að tala um að það séu færri börn yfirgefin en áður. Samkvæmt þessu virðist það því miður ekki vera satt. Nú er það svo að eflaust eru færri börn yfirgefin á þeim svæðum þar sem efnahagur hefur farið batnandi en það er enn langt í land á stórum svæðum þar sem ríkir mikil fátækt og fólk getur ekki brauðfætt sig og börnin sín. Skoðið endilega þessa síðu: LWB

11 júní 2006

Sérfræðingar með í leikinn

RQ er byrjuð að leika sér með sérfræðingum í statistik og þeir hafa sett upp síður byggðar á upplýsingum síðustu ára og ágiskunum um framgang mála í Kína í dag: Síðan er hér

Það besta við þessa síðu er auðvitað að þarna eru á ferð sérfræðingar að lesa úr gröfum og statistik og ættu því að geta spáð með nokkurri nákvæmni hvernig staðan er. Þetta er ekki tilbúið en verið að vinna í þessu. Ég er ekki búin að skoða þetta neitt en er búin að prufa að fikta aðeins.. og ef ég set inn þær forsendur sem ég hef verið að gefa mér þá fáum við upplýsingar í janúar. Þarna er verið að nota upplýsingar sem RQ hefur safnað saman, einnig upplýsingar frá manni sem heitir Ralph Sterling en hann hefur haldið saman upplýsingum um "referral dates" frá því 96 held ég. Um að gera að kíkja aðeins á þetta og sjá hvað liðið er að spá.

10 júní 2006

Dularfulli pakkinn

Slúðrið er logandi yfir fréttum af dularfullum pakka sem sagan segir að eigi að berast nokkrum ættleiðingarumboðum. Ekki nokkur maður veit hvað er í þessum pakka (kannski sá sem sendi hann, eða kannski ekki) þannig að það eru því líkar pælingar í gangi:
  • Að þetta séu nýjar upplýsingar um börn. Ég held að það sé enginn séns á því því slúðrið er öðru vísi þegar þær fara af stað. veit ekki alveg hvernig á að orða það.. en alla vega, ég tel engar líkur á því.
  • Að þetta séu TA (travel approvals). En flestir segja að þær komi með faxi en séu ekki sendar svona.
  • Að þetta séu upplýsingar um SN börn (special needs). Það gæti hinsvegar verið, en ég hélt samt að þær upplýsingar væru ekki sendar í hópum..eða hvernig á að orða það. Hélt að þar væri sent um leið og upplýsingar eru til staðar þó bara sé um eina fjölskyldu að ræða því þar skiptir hraði oft meira máli heldur en hjá hinum börnunum því oft þurfa þau að komast undir læknishendur sem fyrst.
  • Að þetta sé tilkynningin alræmda frá CCAA sem allir eru að bíða eftir. En mundu þeir ekki setja hana á vefsíðuna? Kannski ekki. Ekki ef um er að ræða einhverjar breytingar á umsóknarleiðinni þá hljóta þeir einmitt að senda umboðunum þær upplýsingar.

Þetta er hið dularfyllsta mál og gjörsamlega típýskt fyrir þetta gegnsæja apparat sem við erum að díla við. Ef þetta flokkast undir gegnsæi þá veit ég ekki hvernig það er þegar þeir halda spilunum þétt að sér og leyfa engum að kíkja. Haha eins gott að við höfum þetta svona "gegnætt" spáið í því ef við fengjum ekkert að vita. Æi það fer mér ekkert sérstaklega vel að vera kaldhæðni, sleppum því og þökkum fyrir hvern upplýsingarmola sem við fáum.

En eins og ein konan sagði, hvernig vita menn að þessi dularfulli pakki er á leiðinni, og ef þeir voru látnir vita af hverju var þá ekki hægt að segja hvað væri í honum? Eða með hennar orðum "hringdu þeir og hvísluðu.. það er pakki á leiðinni og skelltu á áður hægt var að spyrja meira?"

haha akkúrat það sama og ég hugsaði...

09 júní 2006

Heil vika og ekkert hefur gerst?

Mér finnst ég hafa verið svo lengi í burtu að ég var viss um að júni væri bara búinn og afgeiddur. Well ok, kannski vissi ég innst inni að það gæti ekki verið. En það hefur sem sagt ekki komið nein tilkynning frá CCAA ennþá og spurning hvort þetta sé bara eitthvað sem allir eru að óska eftir en þeir ætli sér ekkert að gera? Væri svo sem eftir öllu. RQ vísar í evróska umboðið sem hefur mjög oft rétt fyrir sér (hún er að vísa í stórt ættleiðingarumboð á Spáni) og segir þá tala um að enn sé ekki rétti tíminn til að vera með ágiskun um næstu upplýsingar, en hinsvegar bendi þeir líka á að 20 jún og 23 séu báðir mjög stórir dagar þannig að líklegt sé að annar hvor þessara daga sé "cutoff" dagurinn. Ég hafði í minni spá að þeir mundu ná til 27. Æi það er nú afskaplega lítið ef þeir ná bara til 20 þannig að ég vona að mín spá sé réttari.

02 júní 2006

Frí

Meinvill er farin í frí og verður án nettengingar í heila viku, spurning hvort hún lifi það af. Ég reikna alla vega ekki með að skrifa neitt hér inn fyrr en á föstudag eftir viku. Vona að fullt, fullt hafi gerst þá, allt sé komið á skrið og komin föst dagsetning fyrir alla hópa.. haha as if.. en alla vega hasta la vista..

Tölulegar staðreyndir? Eða annað?

Í gær vitnaði RQ í forseta Kína, Hu Jintao og blaðagrein þar sem vitnað er í orð hans um munaðarlaus börn í Kína. Þar segir hann að það séu um það bil 66.000 munaðarlaus börn í Kína og að um það bil helmingur þeirra séu fötluð. Hann segir frá Tomorrow Plan sem er þriggja ára verkefni þar sem ætlunin er að um það bil 30.000 munaðarlaus börn fái ókeypis læknisaðgerðir til að reyna að ráð bót á fötlun sinni.

Ég er sammála RQ að þetta er ótrúlegar tölur og frekar ótrúlegt að þær séu algerlega sannar. Að vísu held ég að tölur Tomorrow Plan geti verið réttar um fjölda barna.. en að það séu bara 66.000 munaðarlaus börn barnaheimilum í Kína? Það eru víst um 1000 barnaheimili og þar af eru ca 250 sem eru með ættleiðingar erlendis. Það eru ekki mörg börn á hverju heimili ef þetta er rétt. Eru það ekki 66 á hverju heimili? Og þeir ætlleiða 13.000 á ári erlendis? Hljómar alveg ótrúlega... En auðvitað er það óskandi ef þetta er satt. það er hræðilegt að það séu svona mörg börn í heiminum sem þurfa að búa við þær aðstæður að lifa á barnaheimili.

UPDATE: það virðist sem dagblaðið hafi ekki klárað alveg fréttina: Þetta vantaði alveg inn "So far, about 16,000 disabled orphans have received surgery andrehabilitation. Compared with the country's total number of 573,000 orphans, with a large number of disabled ones yet to be counted," Sem er jú allt önnur tala og mun trúlegri. Skil ekki alveg þessa 66.000... ætli það séu börn á fósturheimilum?

01 júní 2006

Þversagnir í slúðrinu

Það er mjög skrítið að fylgjast með slúðrinu þessa vikuna. Það er heilmikil histería í gangi ennþá yfir þyngdartakmörkunum sem reiknað er með að CCAA komi til með að setja á (en enginn veit hvort þeir geri það þannig að það er nú kannski alveg óþarfi að vera með þessa histeríu á þessu stigi). Síðan er það biðtíminn. Það má segja að hann skiptist í tvær sterkar áttir með einhverjum litlum inn á milli sem virðast frekar vera bara svona til að æsa alla upp. Þessar tvær sterku áttir eru:
1. Biðtíminn fer ekki yfir 12 mánuði
2. Hann kemur til með að lengjast alveg upp í 18 mánuði og fer þá hægt og sígandi niður í 12.

Persónulega finnst mér fyrri orðrómurinn skemmtilegri og sagt er að það sé það sem CCAA vilji gera. Hinsvegar er ekki alveg víst að þeir geti haldið þessu í 12 mánuðum eins og er og gætu það þá verið út af kringumstæðum sem eru utan þeirra stjórnar: Erfiðleikar með flutningana, mun færri börn (sérstaklega ef það er rétt að það komi 30% barnanna frá Hunan og engar upplýsingar hafi komið þaðan síðan í desember). EF þeir hinsvegar ætla sér að halda sér við 12 mánuðina þá geta þeir enn gert það en það er alveg á mörkunum. Biðin er núna um 11.75 mánuðir hjá þeim sem hafa beðið lengst og ef CCAA klárar júní allan í næstu upplýsingagjöf þá ná þeir þessu. Þeir gætu líka (og það eru miklar pælingar um þetta) farið að birta upplýsingar oftar, þ.e.a.s með styttra millibili. Það er jafnvel talað um að í annari viku júní munu næstu upplýsingar birtast. Það væri náttúrulega alveg brilljant. Það gæti komið þeim aftur á sporið og jafnvel orðið til þess að við í Nóvember fengjum upplýsingar í nóvember. Væri það ekki ljúft?

Það er verið að bíða eftir yfirlýsingu frá CCAA. Persónulega hef ég ekki trú á að hún muni hjálpa okkur mikið. Þeir eru nefnilega snillingar í segja frá án þess að lofa neinu, heldur frekar ræða svona í kringum hlutina á varfærnislegan hátt (vildi að ég kynni þetta)