Umræður gærdagsins
Ég las greinina en missti móðinn þegar ég var rúmlega hálfnuð og skannaði hana eftir það. Í fyrsta lagi þá verð ég að nefna það sem áður hefur komið fram hjá mér að ég er alls ekki góð í aðferðafræði en oh mæ GOD Brian kann ekki neitt. Og að hann skuli kalla þetta rannsókn er náttúrulega bara stórvafasamt. Hefði verið skynsamlega að kalla þetta kenningar.. eða eitthvað í þeim dúr.. rannsókn er þetta ekki. Hinsvegar eru spurningarnar sem hann er með umhugsunarverðar og fjalla að mestu leyti um það sem fólk virðist almennt vera að spá í varðandi stöðuna í dag.
Eitt af því sem sló fólk mjög sem hefur kommentað á greinina er myndin sem hann birtir með henni og ég skal viðurkenna að mér krossbrá þegar ég sá hana. Hún er ljót! það er bara svo einfalt. Þetta er mynd af litlu kínversku barni og öðru megin togar hvít hendi og hinum megin togar asísk hendi í barnið. Mjög stuðandi mynd að mínu mati. Þetta er svona "láttu mig hafa barnið" mynd. Ég veit ekki hvort það er hugmyndin hjá Brian en ef það er verður að segjast að honum hefur tekist vel upp. Það furðulega við þetta er samt að Brian á sjálfur þrjár dætur sem hann hefur ættleitt frá Kína þannig að ef hann er að ýja að því að hinn vestræni heimur sé að hrifsa kínversk börn frá Kína þá hefur hann tekið þátt í þeim leik!
Ég hvet ykkur hinsvegar til að lesa kommentin hjá RQ yfir þetta mál því það er mjög skemmtilegt og fræðandi að sjá hvað fólk er að hugsa í samandi við þessi máli. Mál sem ég hef t.d. ekki séð rædd annarstaðar og eru sett skynsamlega fram og ekki í neinum æsingartóni heldur hefur fólk greinilega hugsað málið vel áður en það setti hugsanir sínar á skjáinn!
Varðandi Tobias Hubinette sem Brian vitnar í þá er hann sænskur maður nálægt þrítugu. Hann er ættleiddur frá Kóreu og hefur gert að ég held doktorsrannsókn (man ekki á hvaða háskólastigi rannsóknin hans er) á kóreönskum börnum sem voru ættleidd til Svíþjóðar. Tobias er frekar neikvæður í garð ættleiðinga á milli mismunandi menningarsamfélaga og finnur foreldrum ættleiddra barna allt til foráttu. Hins vegar eru rannsóknir hans unnar rétt (meira en segja má um Brian elskuna) og þó niðurstöður Tobiasar séu umdeilanlegar þá eru þetta hans niðurstöður. Ég hef ekki sökkt mér niður í hans rannsóknir aðallega af því niðurstöður hans stuða mig. En það segir náttúrulega meira um mig en hann ;))