Heil vika og ekkert hefur gerst?
Mér finnst ég hafa verið svo lengi í burtu að ég var viss um að júni væri bara búinn og afgeiddur. Well ok, kannski vissi ég innst inni að það gæti ekki verið. En það hefur sem sagt ekki komið nein tilkynning frá CCAA ennþá og spurning hvort þetta sé bara eitthvað sem allir eru að óska eftir en þeir ætli sér ekkert að gera? Væri svo sem eftir öllu. RQ vísar í evróska umboðið sem hefur mjög oft rétt fyrir sér (hún er að vísa í stórt ættleiðingarumboð á Spáni) og segir þá tala um að enn sé ekki rétti tíminn til að vera með ágiskun um næstu upplýsingar, en hinsvegar bendi þeir líka á að 20 jún og 23 séu báðir mjög stórir dagar þannig að líklegt sé að annar hvor þessara daga sé "cutoff" dagurinn. Ég hafði í minni spá að þeir mundu ná til 27. Æi það er nú afskaplega lítið ef þeir ná bara til 20 þannig að ég vona að mín spá sé réttari.
<< Home