Meinvill og slúðrið

Slúður af netinu um tímasetningar sem upplýsingar berast frá Kína Okkar LID er 14 nóvember 2005

02 júní 2006

Tölulegar staðreyndir? Eða annað?

Í gær vitnaði RQ í forseta Kína, Hu Jintao og blaðagrein þar sem vitnað er í orð hans um munaðarlaus börn í Kína. Þar segir hann að það séu um það bil 66.000 munaðarlaus börn í Kína og að um það bil helmingur þeirra séu fötluð. Hann segir frá Tomorrow Plan sem er þriggja ára verkefni þar sem ætlunin er að um það bil 30.000 munaðarlaus börn fái ókeypis læknisaðgerðir til að reyna að ráð bót á fötlun sinni.

Ég er sammála RQ að þetta er ótrúlegar tölur og frekar ótrúlegt að þær séu algerlega sannar. Að vísu held ég að tölur Tomorrow Plan geti verið réttar um fjölda barna.. en að það séu bara 66.000 munaðarlaus börn barnaheimilum í Kína? Það eru víst um 1000 barnaheimili og þar af eru ca 250 sem eru með ættleiðingar erlendis. Það eru ekki mörg börn á hverju heimili ef þetta er rétt. Eru það ekki 66 á hverju heimili? Og þeir ætlleiða 13.000 á ári erlendis? Hljómar alveg ótrúlega... En auðvitað er það óskandi ef þetta er satt. það er hræðilegt að það séu svona mörg börn í heiminum sem þurfa að búa við þær aðstæður að lifa á barnaheimili.

UPDATE: það virðist sem dagblaðið hafi ekki klárað alveg fréttina: Þetta vantaði alveg inn "So far, about 16,000 disabled orphans have received surgery andrehabilitation. Compared with the country's total number of 573,000 orphans, with a large number of disabled ones yet to be counted," Sem er jú allt önnur tala og mun trúlegri. Skil ekki alveg þessa 66.000... ætli það séu börn á fósturheimilum?