Meinvill og slúðrið

Slúður af netinu um tímasetningar sem upplýsingar berast frá Kína Okkar LID er 14 nóvember 2005

15 júní 2006

Nýr dagur nýjar pælingar

Ekkert nýtt á ferðinni. Það bíða allir spenntir eftir næstu viku þar sem vonast er til að næstu upplýsingar komi þá.

Varðandi tilkynninguna sem verið er að bíða eftir frá CCAA þá eru menn að ræða um hvað hún gæti snúist og er það tvennt sem kemur helst til greina:
1. Upplýsingar um biðtíma (mjög ólíklegt ef við lítum á söguna fram að þessu)
2. Nýjar reglur varðandi umsóknir (mun líklegra)

Varðandi þessar nýju reglur þá eru aðal pælingarnar hvort þær muni verða afturvirkar eða ekki, þeas ef það koma nýjar reglur. Púff það er alltaf eitthvað. Eins gott að þeir breyti ekki öllu og láti það verða afturvirkt.

Og eitt svona á allt öðrum nótum, bara svona til skemmtunar fyrir okkur sem erum búin að sanka að okkur kjólunum. Ég rakst á póst frá konu sem ættleiddi 28 mánaða gamlan dreng frá Kína. Þau hjónin voru 36 ára þegar þegar pappírarnir þeirra voru skráðir inn. Þau sóttu um stúlkubarn og reiknuðu með því. Hún segist hafa fengið algert áfall þegar þau fengu síðan 28 mánaða gamlan dreng og fjölskylda og vinir héldu að þau væru að grínast. Hinsvegar sagði hún að drengurinn hefði tengst þeim alveg frábærlega vel og allt hefði gengið svo vel og hún mundi ekki breyta neinu þó hún gæti. Hún sagði sína sögu bara til að minna á að þó við sækjum um eitthvað ákveðið þá getur allt önnur útkoma komið. Þau eru nú að bíða eftir öðru barni og segist viss að hún komi dóttirin sem þau bíða öll þrjú eftir.

Hmm.. veit ekki alveg hvort svona gamall drengur passaði í litlu kjólana mína haha