Meinvill og slúðrið

Slúður af netinu um tímasetningar sem upplýsingar berast frá Kína Okkar LID er 14 nóvember 2005

14 júní 2006

Meira um börnin

Hollenska ættleiðingarumboðið Wereldkinderen birti í gær yfirlýsingu á heimasíðu sinni þar sem segir að frá og með 15. júní sé ekki hægt að sækja um börn eldri en 24 mánaða frá Kína í einhvern tíma og þetta eigi við öll ættleiðingarumboð í Hollandi. Ástæðan er sögð vera tilskipun frá CCAA þar sem eftirspurn eftir þessum aldurshópi er mun meiri heldur en fjöldi barna.

Mér finnst þetta umhugsunarvert því mér hefur alltaf skilist að það séu börnin í yngsta aldurshópnum sem flestir vilji. Það er jú gleðilegt að ekki skuli vera nógu mörg börn í þessum aldursflokki því bendir jú eindregið til að það sé alla vega búið að ná einhverjum tökum á þessum málum. Eða hvað?

PSPS.... Í dag erum við í hópi 16 gengin með 7 mánuði... og eftir 4 daga er hópur 15 gengin með 10 mánuði.