Love Without Boundaries
Ég skoða stundum síðuna hjá LWB. Maður fær alveg sting fyrir hjartað að skoða þessar myndir en það var nú ekki alveg það sem ég vildi nefna hér. Nei ég sá tilvitnun í færsluna sem er 1. júní hjá þeim þar sem fram kemur fjöldi, fjöldi, fjöldi barna! Svoldið athyglisvert í ljósi þess að það er alltaf verið að tala um að það séu færri börn yfirgefin en áður. Samkvæmt þessu virðist það því miður ekki vera satt. Nú er það svo að eflaust eru færri börn yfirgefin á þeim svæðum þar sem efnahagur hefur farið batnandi en það er enn langt í land á stórum svæðum þar sem ríkir mikil fátækt og fólk getur ekki brauðfætt sig og börnin sín. Skoðið endilega þessa síðu: LWB
<< Home