Meinvill og slúðrið

Slúður af netinu um tímasetningar sem upplýsingar berast frá Kína Okkar LID er 14 nóvember 2005

30 júlí 2006

Video

Ég rakst á video um daginn sem mér fannst alveg skelfilegt, ókey skelfilegt er kannski ekki rétta orðið, betra að segja afskaplega sorglegt. Það er tekið núna í maí á einu barnaheimili þar sem einn hópur er að sækja börnin sín. Í herberginu er fjöldi rúma og börnin eru 47, allt ungabörn. Það eru strax komin börn í rúmin sem voru að losna. Þetta er í suðurhluta Kína og þar er hefðin sú að fólk sefur á mjög hörðu undirlagi og á myndinni eru börnin ekki með neinar dýnur heldur eingöngu fjalirnar í rúminu. Mér fannst þetta skelfileg sýn en þetta er auðvitað menningarmismunur því hér er þetta ekki svona og þetta er alls ekki svona í öllu Kína. Ég get sent slóðina að þessu ef þið sendið mér netfangið ykkar en ég vil ekki birta hana hér því þetta er einkasíða einhvers manns og mér finnst hallærislegt að birta slóðina á opnu bloggi.

Best að halda áfram frh 2

framhald 2 (skil ekki afhverju blogger leyfir mér ekki að blogga nema smá búta í einu
Þetta er allt mjög skrítið. Eitt af þessu skrítna er að það eru hjón einhverstaðar sem fullyrða að það sé búið að para þau við sitt barn og þau eru með LID 27 júlí en þau fái ekki upplýsingar núna heldur næst. Og hvenær er þetta næst? Er það í næstu viku eða seint í næsta mánuði? Þetta er allt mjög undarlegt svo ekki sé meira sagt. Og hvernig vita þau þetta? Hver hafði samband við þau? Annað skrítið er allt þetta fólk sem fékk þær fréttir fyrir þessar upplýsingar að þau væru með núna og þetta fólk var allt með LID seint í júlí. Ef um væri að ræða eitt umboð sem hefði sagt sínu fólki þetta þá er auðvelt að skrifa þetta á mistök stofnunarinnar en þetta var fleiri en eitt umboð og fleiri en tvö. Mjög, mjög skrítið. Haft var samband við fólkið og þeim sagt að um mistök væri að ræða því upplýsingar næðu bara til 13. Allt ferlega skrítið.Hinsvegar er eitt gott og það er að nú eru þeir loksins fluttir og því verður ekki hægt að kenna flutningum um frekari tafir! Nú verður að finna eitthvað annað.

Best að halda áfram frh

frh.. 1
Ég hef ekki geð í mér til að reikna neitt út fyrr en staðfestingin er komin á síðuna hjá þeim en ef maður setur þessa fjandans hálfu upplýsingamánuði niður þá lítur þetta svona út:
Ágúst = rest af júlí
Sept hálfur ágúst
Okt rest af ágúst
Nóv hálfur sept
Des rest af sept
Jan hálfur okt
Feb rest af okt
Mars hálfur nóv.... og þá sést ástæðan fyrir mínum ógnar pirringi síðsutu daga. Þetta erum við! Það er einhver síða sem býður upp á dagsetningar (forecast China eða eitthvað svoleiðis) og þegar maður slær inn LID fyrir 14 nóv þá gefur hún upp dagsetninguna 17 mars (sem dagsetnignu fyrir upplýsingar). Auðvitað er þetta ekki skrifað í stein. Þetta er ágiskun hjá þeim rétt eins og okkur hinum. sérstaklega ef það er satt að jafnvel CCAA viti ekki hvað biðin geti farið upp í.

Best að halda áfram

Það skal viðurkennast að ég varð heldur betur súr yfir fréttum síðustu viku, að ekki næðist nema til 13 júlí. Svo pirruð að ég gat ekki einu sinni hugsað mér að setja niður hugsanir mínar um þetta því það hefði samanstaðið af vel völdum blótsyrðum sem ekki er skemmtilegt að lesa á bloggsíðu. Hinsvegar eru nú liðnir nokkrir dagar þannig að best er að standa upp aftur og halda áfram. CCAA hefur ekki uppfært síðuna sína ennþá þannig að enn er möguleiki á að þeir setji eitthvað annað en 13 júlí sem lokadagsetningu en ég geri mér samt grein fyrir því að það er óskhyggja og ekkert annað. Það er ekkert óvenjulegt að þeir uppfæri síðuna seint. Margoft hafa upplýsingar borist nokkrum dögum áður en þeir uppfæra síðuna. Hinsvegar segir sagan að þeir eigi í einhverjum tæknilegum erfiðleikum sem eigi rætur sínar að rekja til nýs hugbúnaðar sem þeir voru að setja upp. Kannast mar nokkuð við svoleiðis..þeir eiga alla mína samúð ef þetta er rétt.
frh þar sem blogger er með stæla

26 júlí 2006

13 júlí

Æ fleiri umboð hafa haft samband við skjólstæðinga sína og staðfest að upplýsingar séu á leiðinni og þær nái til og með 13 júlí. Eitt af amerísku umboðunum sem var búið að segja að upplýsingarnar kæmu til með að ná fram yfir 20 júlí er búið að hafa samband við sitt fólk og segja þeim að þær upplýsingar hafi verið rangar. það er nótt í Kína þannig að þeir breyta ekki síðunni sinni fyrr en einhvern tíma í nótt að okkar tíma. FJANDANS FJANDANS Ég var svo mikið að vona að þeir mundu ná lengra en til 13 (kannski kannski segir síðan annað en ég bind ekki miklar vonir við það, það eru alltof margir sem segja að það sé búið að hafa samband og tilkynna þeim að þetta sé á leiðinni.

Ef þetta er rétt þá virðist vera einskonar munstur á ferðinni. Kallið mig paranoid en er þetta ekki munstur: 5, 7, 9, 11, 13 og núna 15 dagar??? Þýðir það að næst koma 17? og svo 19? ARG hvað ég er vonsvikin. Ef þetta er rétt með 13 júlí þá er það jú tveimur dögum fleira en síðast en samt virðast þetta vera mun færri fjölskyldur því það virðast vera færri umsóknir í þessu 15 daga holli heldur en í síðasta 13 daga holli. Ég legg ekki einu sinni í að reyna að reikna á þessari stundu hvert þetta leiðir okkur í nóvember hópi.. og því miður fyrir ágúst þá er harla litlar líkur að þeir taki rúmlega einn mánuð næst... hinsvegar svona á jákvæðu nótunum í lokin þá komu upplýsingar 7 júní 2004 og svo aftur 14 júní. Það hefur að vísu bara gerst svo vitað sé í þetta eina sinn að svo stutt hafi verið á milli en það hefur gerst nokkrum sinnum að þeir taki tvöfalt holl í einu eða láti 3 vikur líða á milli.. þannig að það er svo sem ekkert útilokað.

Júlí taugatitringur

Það er kominn mikill taugatitringur í júlífólkið og heilmargir vöktu í nótt við að fylgjast með CCAA síðunni. Ég væri ábyggilega í þessum hópi ef ég væri komin aðeins nær LID upplýsingum. Það veit samt enginn hvort þeir sendi þetta út í þessari viku eða næstu en þetta er mjög spennandi. Spánn talar enn um 13 sem lokadag en önnur umboð tala um 22 og eitthvað. Spurning hvort Spánn er ekki með neitt LIDseinna en 13 í júlí? Það mundi allavega skýra af hverju þeir halda sig svo fast við 13. En þeir hafa haft rangt fyrir sér áður þannig að vonandi hafa þeir það líka núna.

UPDATE: Evróvskt umboð er með á heimasíðu sinni að CCAA hafi sent út upplýsingar í dag og lokadagur sé 13 júlí. Noregur staðfestir þetta og segir upplýsingar sendar í dag. Heimasíða CCAA hefur samt ekki breyst neitt.

25 júlí 2006

Greining á orðrómi sem hefur staðist

Þetta er soldið skemmtileg greining sem ég rakst á og gjörsamlega stal til eigin nota…. Þessi kona er búin að fylgjast með slúðrinu í langan tíma og vonast til að fá sínar upplýsingar í næsta holli.. ég nennti ekki að taka allt og tók bara júní slúðrið…
13 júní: Næstu upplýsingar munu ná yfir 16-30 júní Rangt
13 júní: Næstu upplýsingar munu ná yfir 16-23 júní Rangt
13 júní: Nýjar upplýsingar munu birtast 19 júní Rangt
13. júní: Það mun vera styttra á milli upplýsinga Rangt
13. júní: CCAA er að flytja og það mun hafa áhrif á ferlið Rangt í þessum mánuði
15 júní: Áhrifamikið umboð segir að upplýsingar muni ná yfir 16-27 júní Rangt
19. júní Tvö umboð segja að upplýsingar muni ná yfir 28 júní Rétt
22 júní: CCAA síðan uppfærð og upplýsingar ná yfir 16-28 júní26 júní: Upplýsingar berast

Soldið skemmtilegt að rýna í þetta og sýnir bara að við megum ekki taka neitt sem gefið. Þetta er allt saman orðrómur þar til við fáum upplýsingarnar.. en ég vona samt að síðasta slúður reynist rétt.. að upplýsingar nái yfir 27 júlí…

Lífsseigasta slúðrið loksins búið

CCAA er loksins endanlega fluttir. Þeir eru búnir að breyta heimilisfanginu á síðunni sinni. Erlendum umboðum ber þó ekki saman um hvort þeir séu byrjaðir að vinna á fullu aftur eða hvort þeir séu enn að koma sér fyrir. Það hlýtur að koma í ljós.

Slúðrið talar um þrjár dagsetningar:
  • 13 júlí sem er elsta og lífsseigasta slúðrið
  • 20 júlí en eitt stórt umboð hefur látið skjólstæðinga sína vita að upplýsingar muni ná til þessa dags
  • 27 júlí annað stórt umboð hefur gefið þá dagssetningu til sinna skjólstæðinga (ég VONA að þessi sé rétt ;) )

Annars rakst ég á yfirlit um slúðrið og hvað hefur reynst rétt og hvað rangt. Ætla að reyna að koma því inn seinna í dag því það er soldið skemmtilegt að sjá hvað hefur staðist og hvað ekki. Mér sýnist í fljótu bragði að meirihlutinn hafi ekki staðist... en ég reyni að koma því inn í dag...

24 júlí 2006

Samantekt 3 hluti

Fjandans blogger leyfir mér bara að skrifa nokkur orð í einu grhmmmmmmp
Síðasti hluti:

Sem sagt þetta var smá samantekt á því helsta sem er á floti í augnablikinu. Það er spennandi að sjá hvort eitthvað kemur í vikunni og hvort upplýsingar nái til 18 júlí eins og ég trúi að gerist og kannski lengra. Ég trúi ekki að það nái bara til 13 júlí en það kemur í ljós. Ég er hinsvegar alveg í sjokki yfir þessu 18 mánaða slúðri þó ég verði að viðurkenna að það komi mér ekki neitt á óvart því það er í rauninni búið að vera í pípunum lengi. Hinsvegar held ég mig enn við að nóvember fái upplýsingar í janúar og ætla að gera það eins lengi og ég mögulega get.

Samantekt 2

Seinni hluti:

  • Heilmikið slúður frá Ástralíu þar sem CCAAA var síðast. Þar eru engin prívat umboð heldur eingöngu ættleiðingarumboð á vegum stjórnvalda. Eftir fundinn með CCAA sendi eitt umboðið (kannski er bara eitt ég er ekki viss) út upplýsingar til sinna skjólstæðinga. Þar fullyrða þeir að CCAA hafi sagt að bið eftir upplýsingum komi til með að fara upp í 18 mánuði. Jamm það er rétt.. 18 MÁNUÐI!!! Eins og staðan er í dag er biðin hjá þeim sem hafa beðið lengst rétt tæpir 13 mánuðir. Það virðist því ekki vera neitt órökrétt að reikna með að þetta haldi áfram að lengjast aðeins bara spurning hversu hratt það gerist og hvort það fari nokkuð yfir 18 mánuði!!!
  • Eitt stóra umboðið í USA hefur sent skjólstæðingum sínum langt bréf byggt á nýafstaðinni heimsókn til Kína. Þeir fullyrða að CCAA hafi sagt (eftir að hafa verið spurðir margsinnis) að þeir geti ekki sagt neitt um biðina því þeir geti ekki spáð neinu um hana! Þetta umboð segist líka að það hafi ferðast um Kína og skoðað barnaheimili og orðið fyrir algeru sjokki. Á einu barnaheimilinu voru t.d. um 1500 börn og þetta sama barnaheimili sendir aðeins pappíra fyrir um 36 börn á ári til ættleiðinga erlendis. Þeir segja einnig að færri en einn þriðji af öllum barnaheimilunum í Kína taki þátt í erlendum ættleiðingum.

Smá samantekt

Ég er komin aftur og þá er bara að skella sér beint í slúðurgírinn. það er eitthvað erfitt að skrifa í bloggerinn og ég verð að setja þetta í tvennu lagi.

  • Það er búin að taka smá tíma að renna í gegnum allt það slúður sem hefur myndast á einni viku, reyndar reiknaði ég ekki með svona miklu. Það helsta er auðvitað að loksins eru CCAA fluttir í nýtt húsnæði, það ku vera mikið stærra en þeir voru í áður eða alls tíu hæðir í stað fjögurra áður þannig að þeir ættu að vera betur settir núna. Nokkur umboð hafa fengið tilkynningu um að senda nýjar umsóknir á nýtt heimilisfang en önnur segjast enn senda á gamla heimilisfangið.
  • Engar upplýsingar bárust í síðustu viku og slúðrið segir tvennt: annars vegar að ekkert komi fyrr en fyrstu vikuna í ágúst og hinsvegar að upplýsingar komi í þessari viku.
  • Það er búið að vera heilmikil histería varðandi LID sem þessar upplýsingar munu ná yfir.
    Það ríkti mikil gleði í nokkra daga þegar það barst út að allur júlí kæmi í þessari umferð en sú gleði ríkti ekki lengi því nokkur evróvsk umboð segja að upplýsingar nái einungis til og með 13 júlí.

14 júlí 2006

Flutningar staðfestir

Ég sagðist ætla að skrifa meira í dag ef ég sæi eitthvað til að skrifa um. Það er búið að staðfesta flutningana hjá CCAA og fólki er sagt að reikna með lágmarksafköstum næstu þrjár vikurnar eða svo. Umboðið evróvska (Spánn) sem hefur oftast rétt fyrir sér hefur sent frá sér að þeir reikni með að næsta cutoff verði LID 13 júlí en það verði ekki sent út fyrr en að loknum flutningum. AND******* hangs er þetta og droll. Ef þetta reynist rétt þá verða bara 15 dagar í næsta holli sem sýnir að þeir ætla að taka júlí í alla vega tveimur skömmtum og spurning hvort júlí detti þá út sem upplýsingamánuður??? Eða hvort þeir ætla að birta upplýsingar tvisvar í ágúst. Hver veit... Ég vona að þetta sé bara bull!

Flutningar eina ferðina enn

Hey hversu langan tíma getur það tekið eitt fyrirtæki að flytja? Síðan ég byrjaði að fylgjast með þessu ættleiðingarslúðri í mars hefur reglulega allt orðið vitlaust út af flutningi CCAA. Og nú er sá tími mánaðarins. Það er allt vitlaust og menns staðhæfa að út af þessum flutningi verði skrifstofur CCAA lokaðar í 3 vikur. Það er hinsvegar ekkert um það á vefsíðu CCAA þannig að ég held að þetta sé bara ein af þessum histeríum. Hins vegar er tilkynning frá þeim um að serverinn verði niðri þessa helgi (15 og 16 júli) og ég gæti alveg trúað að það sé vegna þess að þeir séu að flytja serverinn sinn á milli húsa. En þrjár vikur? Nei ég held ekki.

Og annað svona bara til að létta okkur lundina. Eina staðfesta slúðrið í gegnum allt hefur verið að CCAA vilji halda biðtíma í kringum 12 mánuði. Allt annað... allt upp í 24 mánuði eru spekulasjónir frá umboðum og fólki í bið. Og annað. Eina fólkið sem segist hafa heyrt þetta frá starfsmönnum CCAA er fólk sem er með LID seint í okt, nóvember og desember. Mín pæling er því sú hvort þeir séu að vonast til að þegar komið sé fram í október þá sé allt komið á fulla ferð aftur. Barnaheimilin frá Hunan komin í fulla starfsemi og svo framvegis. Eins og staðan er núna er stór hópur sem er að verða búinn að bíða í 13 mánuði (og hann er að fara á límingunum í orðsins fyllstu merkingu).

Ég ætla hinsvegar að hvíla mig smá á þessu og fara í sumarbústað og það verður því ekkert slúður frá mér fyrr en að viku liðinni (nema eitthvað bitastætt komi seinna í dag).

og í dag erum við í hópi 16 búin að bíða nákvæmlega ÁTTA MÁNUÐI. Þannig að þetta er allt að koma... allt að koma....

13 júlí 2006

Fullt af slúðri

Þá er komið að slúðri dagsins. Það hefur greinilega verið brjálað að gera í gærkvöldi því það eru svo margar færslur hjá RQ. Það er að vísu lítið á öðrum síðum en hennar. Kannski er fólk bara almennt farið að senda henni allt þannig að þetta sé allt á einum stað, hver veit.
En sem sagt það helsta sem er á ferðinni núna er eftirfarandi:

  1. Umboð í USA segir að það séu svipað margar umsóknir í júlí eins og í maí og júní. Það er ekki ljóst hvað þeir meina. Hvort þeir meina að júlí sé svipað stór og báðir samanlagt eða hvor um sig. Það er mjög hæpið að hann sé eins stór og hvor þeirra um sig því allar upplýsingar benda til annars. Held að þetta sé bara eitthvað bull.
  2. Síðan eru einhver skilaboð um að fréttir frá Ástralíu (varðandi heimsókn CCAA) eigi eftir að versna og það sjáist á næstu mánuðum. Ég skil þessa setningu ekki og ætla ekki einu sinni að reyna að búa til almennilega samsæriskenningu um þetta.
  3. Það eru líka fréttir frá Ástralíu að CCAA segist vilja halda sig við 10-12 mánaða tímarammann. Þeir eru að vísu löngu komnir upp úr 10 mánuðunum og eru að skríða yfir 13 mánuðina. En þetta skýrist kannski með næstu upplýsingum.
  4. Það eru enn nokkur umboð sem halda sig við að biðtími eftir upplýsingum verði á bilinu 18-24 mánuðir og það muni áfram taka 3-4 mánuði að fara í gegnum hvern mánuð.
  5. Varðandi hvort CCAA stökkvi upp í heilan mánuð næst þá er gaman að skoða síðustu mánuði og sjá hvernig staðan hefur verið:
    Júní=13 dagar, maí=9, apríl=7, mars=5, febrúar=12, janúar 11 og 18 dagar (uppl. Komu tvisvar fyrst 5 jan og svo aftur 25 jan.), desember=14 dagar, nóvember=16, október=14 (hér byrja stuttu mánuðirnir), september = 32 dagar, ágúst= engar upplýsingar, júlí =38 dagar osfrv.
    Hér sést því greinilega að það er ekki hægt að segja að það sé neitt ákveðið munstur. T.d komu engar upplýsingar í ágúst 2005 en 38 dagar í júlí og 32 í september. Og í janúar komu upplýsingarnar tvisvar. Þannig að það er óhætt að segja að við getum reiknað með öllu.
  6. Síðan sá ég að fólk er að tala um að þeir sem ættleiða frá Guangdong og þurfa að gista í Guangzhou komi til með að lengja ferðirnar. Það er að segja það þurfi að vera auka 5 daga þar til að fá einhverja pappíra til þess að geta sótt um kínverskt vegabréf. Þetta eigi að byrja núna 1. ágúst 2006. það eru tvö umboð búin að senda þessar upplýsingar til sinna skjólstæðinga. Ekki er vitað hvort þetta komi til með að gilda um önnur “province” líka. Ég hef ekki hugmynd um það hvort þetta hafi einhver áhrif á okkur hér. Ég er ennþá svo agalega rugluð í þessum provincum að ég átta mig ekki á því hvort við höfum ættleitt þaðan, það getur kannski einhver svarað sem veit betur en ég.

12 júlí 2006

Fiðrildavængir

Suma daga les maður slúðrið og fær svona fiðrildavængi í magann. Það gerðist í morgun. Ég er með fullt af fiðrildum í maganum núna. Ástæðan er þetta slúður hér:
CCAA er enn að vísitera löndin (voru hér á landi í apríl) og eru núna í Ástralíu. Nema... einhver úr CCAA liðinu sagði tveimur fjölskyldum með LID seint í nóvember að þau þyrftu að bíða fjóra mánuði í viðbót. HVAÐ???? Oh mæ god hvað þýðir það? Jú það þýðir að við ættum að vera í okt eða nóv. Getur það verið? Ég veit að það er ekki mjög raunsætt en það stoppar ekki fiðrildin í maganum... hins vegar til að fá upplýsingar í okt þá þyrftu þeir að afgreiða 37,5 daga á mánuði og til að fá í Nóvember þyrftu þeir að afgreiða 30 daga. Síðast afgreiddu þeir 13 daga og þar áður 9 daga. En munið eftir slúðrinu með gæjann þarna í Texas eða hvar það nú var sem var sagt að með LID 12 des skyldi hann búast við upplýsingum í desember eða janúar. Ohhhhhhhhhh þetta heitir að fá vonirnar UPP!!!!

Svo er enn verið að spá og pæla í flutningum CCAA og það veit enginn neitt en þeir eru alla vega ekki fluttir enn.

Varðandi Nóvember úr review room þá eru þeir enn að biðja fólk um upplýsingar. Spurning hvort þeir séu svona lengi með Nóv þar sem hann er stór í sniðum?

En einbeitum okkur að fyrsta slúðrinu... er að hugsa um að gera það sem er í tísku núna hjá ameríkönunum: að skrifa niður á miða og lesa upphátt með sannfæringarkrafti 5 sinnum í röð að minnska kosti þrisvar yfir daginn. Og hvað ætla ég að skrifa og þruma með öllum mínum nornarkröftum? Jú nákvæmlega þetta: Ég fæ upplýsingar frá CCAA kringum 20. nóvember 2006... lesist 5 sinnum í röð alls þrisvar eða oftar yfir daginn.. og allir saman nú... (það er að segja sem vilja fá upplýsingar þá.. ég reikna ekki með að hópur 15 vilji sínar þá hehe)

Eins og þið sjáið af ofanskrifuðu þá missti ég mig í fiðrildavængjunum því ég varð svo svakalega vongóð..... hef ekki verið svona vongóð LENGI... ég á ekki eftir að geta unnið í dag hehe

11 júlí 2006

Ekki lesa

þetta. Nóvember er nefnilega enn ekki komin úr review room. Ætla ekki að skrifa meira um það! Vona að ég hafi betri fréttir á morgun!

10 júlí 2006

Fyrsta slúðrið í þessum mánuði og það er.....

... JÁKVÆTT slúður bara svona til að byrja með. Það eru sem sagt einhver umboð farin að spá því að CCAA muni birta allan júlí næst. þetta er jú bara óstaðfestar fréttir en ef þeim tekst að gera það þá er pottþétt að ágúst kemur allur næst því hann er að ég held aðeins minni en júlí og september er oggupínulítill því það voru svo fá LID gefin út þá, Sept LIDin komu hinsvegar í okt þannig að hann er stór. Kannski geta þeir tekið smá af október með september. Hey það má láta sig dreyma... Þetta er sem sagt minn draumur: Allur júlí næst, allur ágúst í ágúst, allur sept og smá af okt í sept, meiri partur af okt í okt, rest af okt í nóv og byrjun nóv (kannski VIÐ Í NÓV LID) og rest af nóv í des.................. dreym dreym dreym

07 júlí 2006

Alltaf skemmtilegt að heyra frá Spáni

Já það er skemmtlegt að fá fréttir frá Spáni, hvort sem það er í formi póstkorta (eru ekki allir hættir að senda svoleiðis??) eða ættleiðingarfréttir. Að venju heyrir Spánn ýmislegt sem önnur lönd heyra ekki eða mun seinna. Það nýjasta er eftirfarandi:
  • Þeir staðhæfa að Nóv sé kominn úr review room
  • Þeir segja CCAA hafa sagt að þeir geri sitt besta til að biðtíminn fari ekki yfir 12 mánuði, en Spánn er þó sannfærðir um að hann eigi eftir að lengjast örlítið og biðja nýtt fólk að búa sig undir 14 mánaða bið frekar heldur en 12 mánuði.
  • Þar sem 10 ára afmæli CCAA er nýliðið er reiknað með að forstöðumaður eins ættleiðingarumboðs á Spáni sem fór á hátíðina hafi einhverjar fréttir varðandi þessi mál er hann kemur heim í næstu viku.
  • Varðandi nýjar reglur um ættleiðingar þá er ekki búið að senda neitt út frá CCAA en þetta spænska umboð staðhæfir að að CCAA sé búið að hafa samband við nokkur umboð og láta vita óformlega um þessar nýu reglugerðir. Þar á meðal virðist vera að þeir leggja meiri áherslu á laun fólks sem sækir um og að þeir leggi meir áherslu á að fólk sé íbúðareigendur. Einnig að þeir verði kröfuharðari varðandi heilsufar. Einhverjar nýjar reglur varðandi einhleypa líka en þær mundu eingöngu hafa áhrif á þær umsóknir sem mundu berast eftir að þessar nýju reglur koma á.
  • Þeir telja einnig að það sé mjög ósennilegt að allur júlí komi næst.

06 júlí 2006

Engar fréttir í dag

Og ég ætla ekki að reyna að skrifa neitt. Bara njóta þess að rigningin er í felum í augnablikinu og bíða eftir fréttum...

05 júlí 2006

Ný könnun

Það er komin ný könnun upp hjá RQ. Þessi nær til LID 4 apríl 07. Það eru ekki margir búnir að svara og má að líklegast skrifa á sumarfríin. En það er samt áberandi að stærstu hóparnir sem eru komnir eru frá 7okt -2 des. Það er ekki komið nógu mikið að svörum til þess að hægt sé að alhæfa eitthvað en vonandi sjáum við eitthvað fallegt úr þessu. Annars er ekkert að frétta.

Leiðrétting: Það er víst eitthvað að frétta. Og þetta eru góðar fréttir fyrir okkur nóvember fólk ;). Ein kona í yahoo (frá Spáni ofcourse) segir að BLAS hafi sent þeim orðsendingu um að NÓVEMBER sé kominn úr review room. Ef þetta kallar ekki á smá kjúklingadans þá hefur aldrei verið rétti tíminn til þess ;) Auðvitað er þetta ekki official fyrr en CCAA setur þetta á síðuna hjá sér en það er bara þannig að Spánn virðist alltaf fá fréttir á undan öllum öðrum.

04 júlí 2006

Bið

Og við erum enn í þessum biðtíma því það er nákvæmlega ekkert að frétta. Enda líka sumar og við eigum að vera að gera eitthvað allt annað. T.d vera úti í reykvísku rigningunni (þau okkar sem eru staðsett þar) eða þeysast um landið að leita að sól. Set hér með til gaman einn link á myndir af júníbörnum. Þarna má m.a. sjá nokkra drengi. Alltaf gaman að kíkja á nokkrar myndir: Jitterbug síða

03 júlí 2006

Þessi tími mánaðar

Það er þessi tími mánaðar þar sem ríkir alger deyfð yfir slúðurmálunum. Allir enn að jafna sig eftir síðustu upplýsingar og of snemmt að nýtt slúður fari að komast á loft. Það er allavega vika í að það gerist þannig að við getum verið alveg róleg. Þó kom eitt bréf inn á yahoo grúbbuna sem sagði eftirfarandi: ***Stjórnandinn okkar er kínverskur og fer oft til Kína. Hann segir að það sé ekki rétt að börnum hafi fækkað eins slúðrið hefur verið að undanförnu og að barátta stjórnvalda í Kína að halda dætrunum hjálpi til við að færri stúlkur séu bornar út en áður en það sé þó ekki það mikið að það hafi nein afgerandi áhrif. Hann segir að breytingar sem þessar á menningu taki ekki tvö ár heldur frekar tvær kynslóðir. Hann segir að ástæðan fyrir þessum hægagangi sé mikill fjöldi umsókna***.

Þetta er akkúrat það sem við höfum verið að tauta. Menningarbreytingar taka tíma. Maður breytir ekki hugsunarhætti fólks á einni nóttu og sérstaklega ekki ef það hefur ekki aðgang að upplýsingum eins reyndin er með stór svæði í Kína. Fólkið í borgunum er fyrr að breyta þar sem það hefur aðgang að allt öðruvísi upplýsingum en fólki í fátækari héruðum sem berst fyrir sínu alla daga. Það skiptir ekki um trú á einni nóttu.

Þetta var sem sagt predikun dagsins hehe