Að velta sér upp úr dagsetningum
Samkvæmt þessari spá myndi hópur 16 fá upplýsingar í janúar. Ef við bara færum allt aftur um einn mánuð þá væri það febrúar 2006. Ég veit ekki hvort það er eitthvað rökrétt og ætla því setja niður eitt excel með þremur mögulegum útkomum. Það er þó alla vega eitthvað til að velta sér upp úr.
Holland staðhæfir nefnilega (eitt umboð þar birtir þetta á vefsíðu sinni) að biðin muni smá saman lengjast í 24 mánuði og að CCAA hafi sagt þeim að þeir treysti sér ekki til að segja að það muni ekki fara fram úr því. Ðersónulega kemur mér það ekki á óvart. Þeir sem eru búnir að bíða lengst núna er að verða búnir að bíða 14 mánuði. Þeir al svartsýnustu í vor töluðu um að nóvember fengi sínar upplýsingar í nóvember.... 2007. Ég er nú ekki svona svartsýn en ég er heldur ekki svo bjartsýn að ég haldi að nú sé bara allt að smella í gang og það fari að birtast heilir mánuðir. Það erum við búin að halda í allt sumar og það hefur ekki gerst. Veruleikinn er allt annar. Hann er sá að það tekur frá tveimur og upp í fjóra mánuði að afgreiða hvern mánuð.