Meinvill og slúðrið

Slúður af netinu um tímasetningar sem upplýsingar berast frá Kína Okkar LID er 14 nóvember 2005

27 apríl 2006

Spennandi tilraun

Það er spennandi tilraun í gangi hjá RQ. Hún hefur verið með kannanir á síðunni sinni þar sem fólk merkir við hvaða LID nr það er með. Nú kom einhver með þá uppástungu að fólk sendi til hennar fjölda LID frá hverju umboði fyrir sig og hún telur þau saman. Þetta er allt gert til að reyna að sjá hversu stórir mánuðirnir eru. Ég er búin að senda okkar upplýsingar sem vega nú ekki mikið í þessu öllu (hehe) en við erum samt með. Það er spennandi að sjá hvort eitthvað kemur út úr þessu, hvort við sjáum ca hvað það eru margar umsóknir á mánuði því það er jú það sem þetta allt snýst um. Sum umboðin birta ekki þessar upplýsingar en ég held samt að það ætti ekki að vera neitt rosalega mikið mál fyrir fólk að grafa það upp. Alla vega þá er þetta spennandi að sjá hvað kemur úr þessu. Þá höfum dálítið meira að byggja á heldur en eintómt slúður og ágiskanir... Sko það þarf ekki mikið til að gera mig spennta thihihi

25 apríl 2006

Þá er að smella sér í spákonugírinn

Ég var að skoða það sem ég spáði fyrir tveimur mánuðum að það er svo langt frá raunveruleikanum að það er ekki fyndið. Samkvæmt þessari spá hefði júlí átt að vera fá upplýsingar núna en ekki 6 júní. Frekar aumingjalegt þó ég segi sjálf frá en þarna hef ég mér það sem málsbætur að ég var ekki komin svona djúpt í slúðrið á þessum tíma, ég var bara svona í jaðrinum. (Smellið á myndirnar til að stækka þær).


Núna er hinsvegar komið að því að henda sér í djúpu laugina og vera með hressilega spá. Ég setti hana upp á þremur stigum og í öllum gerði ég ráð fyrir að júní taki þrjá mánuði. Það er það sem stóru umboðin hafa verið að tala um og þegar litið er á fyrstu 6 dagarnir eru komnir þá er það frekar mikil bjartsýni að halda að kerfið hrökkvi í gang og næst komi 24 dagar eða meira.


Fyrst skulum við hins vegar skoða aðeins hvernig upplýsingarnar hafa borist frá 3 sept í fyrra og til gærdagsins þegar síðustu upplýsingar bárust. Þarna sést greinilega að tíminn hefur verið að lengjast og er kominn í rúman 10,5mánuði fyrir þá sem voru með LID 6 júní og tæpa 11 mánuði fyrir 31. maíLID. Og það eru færri og færri dagar á bak við hverja upplýsingagjöf. Þetta eru 9 skipti og þar af eru bara 3 skipti sem eru með fleiri en 15 daga virði af upplýsingum (3.sept er þó með 32 daga en eftir það fer það hraðminnkandi). Þarna sést því nokkuð vel að hver svo sem ástæðan er, þá er tíminn að lengjast og það er mjög mikil bjartsýni að reikna með að þetta taki eitthvað stökk núna. Ég vitna bara í þennan Denver gaur með 8des LID sem fékk það svar frá forstöðumanninum að hann gæti reiknað með svari í nóvember til janúar. Það er sem sagt byggt á þessu sem ég gerði eftirfarandi ágiskanir. Ég setti upp þrjár og þær eru mis bartsýnislegar en engin þeirra gerir ráð fyrir að við förum út fyrr en í fysta lagi um áramót
Ágiskun:

Þarna geri ég ráð fyrir að júní taki 3 mánuði. Júlí og ágúst virðast frekar litlir í skoðanakönnunum sem ég hef séð hingað og þangað á netinu en samt..ákvað að vera virkilega svartsýn í þriðju ágiskuninni og vona að það sé LANGT frá raunveruleikanum því samkvæmt þeirri spá værum við að fá upplýsingar í janúar á næsta ári sem þýðir að við værum úti í mars eins og hópur 14..ohmægod ég vona að við komust fyrr en það... endilega kommenterið á þetta. Oktober er líka sagður stór svo ég skipti honum í tvennt.RQ er með mjög fræðilega útlistun og umreiknar í prósentur og tölur, ég get bara ekki sett þetta svona fræðilega út og byggi því allt á því sem þegar er komið og svo ágiskunum á stærð hópanna. Mér finnst afskaplega hæpið að við séum að fara fyrr en þessar tölur segja.. hisnvegar er þetta bara ágiskun.

Það er ekki von á neinu nýju slúðri fyrr en eftir ca tvær viku, því það eru almennir frídagar í Kína í næstu viku og svo virðist líka sem það taki slúðurmaskínuna alltaf ca 2 vikur að fara af stað eftir að upplýsingar koma út. En við fylgjumst samt með!

Safna liði og hefna Björns bónda

Já það þýðir ekkkert að sökkva sér í væl og sút, nú er bara að safna liði og hefna. Ég er búin að vera að skoða hinar ýmsu kenningar og reyna að mynda mína eigin og uppskar ekkert nema hausverk þannig að ég snéri mér bara aftur að vinnu. Málið er hinsvegar að þetta eru rosalega fáir dagar sem verið er að senda upplýsingar um, eða 5-6 dagar í einu síðustu mánuði. Þetta gengur náttúrulega ekkert þannig áfram þannig að það er spurning hvenær þetta fer á skrið aftur. Mér finnst ofsalega hæpið að forsvarsmenn CCAA séu að vísitera allan heiminn og séu á sama tíma að hugsa um að loka fyrir erlendar ættleiðingar. Það bara stenst ekki. Hinsvegar ef maður horfir á afraksturinn síðustu mánuði þá dettur manni það helst í hug en það er eitt sem við vitum ekki og það er stór þáttur. Við vitum ekki hvað það eru mörg börn á bak við þessar upplýsingar, skiptir jú miklu máli ef þeir eru að senda upplýsingar yfir 200 börn á þessum 5 dögum eða bara 20.. Ég er að skoða síðuna hjá Rumorqueen og hún er þar með heilmiklar kenningar í gangi byggðar á könnunum sem hún hefur verið með á síðunni sinni. og þar sem ég hef aldrei verið reikningshaus á ég soldið erfitt með skilja þetta svona bara með því að lesa þetta á skjánum og ætla því heim og lesa þetta í ró og næði og reyna að sjá hvað hún er að fara. Ef mér tekst það þá kemur það á síðunni í kvöld..svo nú er bara að fara heim og hugsa..hugs..hugs

Jæja þá er þessi bið...


Þá þurfum við ekki að bíða lengur eftir upplýsingum vegna maí.. Ég var svo að vona að þeir birtu upplýsingar alla vega fram í miðjan júní.. en því er ekki að heilsa. og september komið úr review herberginu.. ok það er þó alla vega eitthvað.. við ættum þá að klára það dæmi í júní ekki satt? En 6 júní komm onn þetta á eftir að taka forever. Ætla að skrifa aðeins meira á eftir þegar ég er búin að skoða aðeins hvernig þetta lítur þá út!

20 apríl 2006

Gleðilegt sumar


Já það má segja það, þetta verður gott sumar þó við verðum ekki í Kína. Sigrún spyr um krystalskúluna mína og ég verð að segja eins og er að hún hefur ekki sýnt mikið að undanförnu og ég hef því orðið að treysta á aðrar leiðir :)

Hinsvegar kom póstur á yahoo grúbbuna frá konu sem er að ættleiða í fjórða sinn frá Kína og hún segir að þessi tími sem við séum að upplifa (11-13 mánuðir) séu ekkert óeðlilegir samkvæmt sinni reynslu:
Til Kína í apríl 2001 = bið í 13 mánuði
Til Kína í apríl 2003 = 14,5 mánuði (síðasti hópur fyrir SARS)
Til Kína í des 2004 = Bið í 6,5 mánuði.
Samkvæmt þessu er stutti tíminn meira út úr norminu heldur en árs biðin ;)

Gleðilegt sumar aftur ;))

19 apríl 2006

Pínkulítill orðrómur frá Spáni

Jájá, ég er alltaf að vísa í Spán en þeir virðast heyra eitthvað sem aðir heyra ekki. Ég þarf að fara að læra spænsku hehe.. Já alveg rétt.. orðrómurinn segir að næstu upplýsingar muni ná yfir 6 júní líka.. ekki bara 31 maí eins og allir virðast vera farnir að trúa. Það eru smá góðar fréttir þó það sé kannski ekkert stórkostlegt ;)

Annað, það er bréf á yahoo grúbbunni þar sem kona frá Denver segir að maðurinn sinn hafi hitt Dr. Lu (stjórnandi CCAA) í Denver í síðsutu viku og hann hafi spurt hvenær þau geti reiknað með upplýsingum. þau eru með LID 9.des og hann sagði þeim að þau gætu reiknað með upplýsingum á bilinu nóvember til janúar. Ohmægodohmægod..það mundi þýða að við sem erum í Nóv ættum að geta reiknað með okt til des ekki satt?? Ekki satt? Sumir dagar eru BARA betri en aðrir ;)))) Það þarf sko ekki mikið til að gleðja mig þessa dagana. Smá lítil vonarglæta kviknaði við lestur þessa bréfs ;)

Annað kom fram í þessu bréfi sem þessi sama Denver kona hefur eftir umboðinu sínu. Hún segir að forstöðumenn hvers munaðarleysingjaheimilis ráði hversu margar stúlkur þeir sendi í hverjum mánuði til ættleiðinga og þeir séu ekki að senda eins margar og þeir gætu gert. Þetta sé gert til þess að "save face" því það muni "look bad" að svo mörg börn yfirgefi Kína á hverju ári. Er þetta ekki bara alveg í stíl við þessar tvær samsæriskenningar sem ég birti hér neðar????

Aníveis, ég er glöð með littlu vonarglætuna mína.. Gilla og Kitta ættuð þið þá ekki að heyra frá þeim á bilinu júlí-sept?

Önnur samsæriskenning

Í gærkvöldi rakst ég á nýja samsæriskenningu. Ég er búin að skoða hana fram og aftur og ég verð að viðurkenna að hún hljóma ekki ósennilega. Ok hérna kemur hún:

Síðasta haust byrjaði nýr yfirmaður hjá CCAA. Þessi kenning gengur út á það að hann hafi verið ráðinn til þess að koma einhverju betra skipulagi á málefni CCAA. Fljótlega eftir að nýi yfirmaðurinn hóf störf, byrjaði tími eftir upplýsingum smám saman að lengjast. Úr 5-6 mánuðum upp í það sem við sjáum ekki enn fyrir endann á.

Ástæðan? Jú, Kína hafi verið komið í fremstu röð yfir þau lönd sem eru með erlendar ættleiðingar og að það sé heiður sem ekkert land vilji hafa. Það er ekki eftirsóknarvert að vera á toppnum hvað þetta varðar. Nýi yfirmaðurinn hafi því fengið það hlutverk að snúa hlutunum við aftur án þess að vekja mikla athygli á því. Alls ekki stoppa allt eins og Rússland gerði fyrir nokkrum árum því það vekur of mikla neikvæða athygli á því sem er að gerast. Því hafi hann farið þá leið að hægja á öllu ferlinu. Ekki þurfi að vera með neinar háttstemdar yfirlýsingar því með tímanum verði þetta sjáanlegt (eins og er að gerast núna) og það leiði til þess að færri sæki um og Kína detti úr vinsældasæti nr. 1. Þjóðir heims vilji ekki hafa þann vafasamaheiður að vera besti kosturinn í erlendum ættleiðingum því það sé ekki gott afspurnar fyrir þjóðir að geta ekki séð um alla þegna sína. Þetta er því pólítísk aðgerð til að koma skikki á hlutina aftur að lengja smám saman tímann án nokkurra yfirlýsinga heldur bara svona hægt og hljótt.

Mér finnst þetta ekki hljóma neitt svo ósennilega. Rakst á tölur sem segja að fyrir fimm árum hafi bara þrjú lönd verið að ættleiða frá Kína en í dag séu þau 18. Það er heilmikil aukning á nokkrum árum. Heyrði líka að umsóknir í júnímánuði hefðu verið 2000 og það er það sama og var áður búið að segja hefði verið í apríl og maí. Þetta eru rosalega margar umsóknir. Það væri nú skemmtilegt að sjá einhverjar staðfestar tölur um þetta en ég skil vel að kínversk yfirvöld vilji ekki setja þessar tölur fram því þá um leið sést hversu gríðarlegur fjöldi barna er ættleiddur á hverju ári. Það er jú hægt að leita til þessara 18 landa og skoða tölur hjá þeim en það er tímafrekt og ósennilegt að nokkur hafi áhuga á því, þannig að við erum alltaf að vinna með áætlaðar tölur sem gætu verið hærri eða lægri.

Hvað finnst ykkur um þessa kenningu? Uss ég veit að það skiptir kannski engu máli hvers vegna tíminn er að lengjast en þetta styttir tímann að velta fyrir sér orsökunum og þá um leið hvort lengingin verði varanleg eða ekki.

18 apríl 2006

Hvað skal segja

Ja nú er það ljótt! Stóru umboðin í Ameríkunni eru farin að biðja fólk sem er að bíða, um að búa sig undir að biðin sé að lengjast og það sé nauðsynlegt að búa sig undir að framlengja formið I171H. Þetta form er örugglega eitthvað svipað og forsamþykkið okkar. Þetta hefur 17 mánaða gildistíma og þeir eru m.a að biðja fólk að skrifa þingmönnum sínum og biðja um að þetta form verði framlengt í 24 mánuði eins og það sé í öðrum löndum. Okkar forsamþykki er einmitt með gildistíma í 24 mánuði. Þetta eru ekki uppörvandi fréttir nema síður sé. Þetta eru eiginlega ömurlegar fréttir ef maður spáir aðeins í því. Ameríka er búið að hitta sendinefndina frá Kína og þetta kemur í framhaldi af þeim fundum. Spurning hvaða fréttir við fáum eftir fund ÍÆ? Eða hvort við fáum einhverjar fréttir.

Annað slúður er um upplýsingagjöf til júnífólksins. Slúðrið hefur verið að það muni taka þrjá mánuði að fara yfir þann mánuð (ohmægod) og það slúður hefur ekki farið neitt minnkandi. Þannig var eitt af stóru umboðunum (ég veit ekki hvaða) að senda út fréttabréf og segja, að ef næstu upplýsingar nái yfir 31 maí til 8 júní þá muni taka þrjá mánuði að klára júní... ef hinsvegar upplýsingar nái til 15 júní þá muni bara taka tvo mánuði að klára júní. Úff ég veit nú ekki hvort þetta er til að róa eða æsa mann.

Það er líka verið að velta fyrir sér átæðunum fyrir þessu öllu. Það er að segja af hverju tíminn hefur verið að lengjast. Samkvæmt þessum fundum er ástæðuna að finna í batnandi efnahagslífi sem verði til þess að innlendar ættleiðingar hafa aukist þannig að það séu færri börn sem fara til erlendra ættleiðinga. Persónulega, og nú tala ég algerlega ábyrgðalaust og þetta er algerlega mín eigin skoðun. Ég held að þetta sé bullsjitt!!! Það væri æðislegt ef þetta væri satt því auðvitað er best fyrir börn, hvaðan sem er úr heiminum, að vera áfram í sínu eigin landi og allt það. Mér finnst þetta bara ekki stemma. Ég er náttúrulega með þá náttúru að ég er skeptískari en fjandinn ef ég hef ekki staðreyndir fyrir framan mig og það eru engar staðreyndir sem ég sé passa við þetta. Hinsvegar er eitt mál sem er soldið stórt eiginlega er það risastórt sem mér finnst passa betur: Árið 2008 verða Ólympíuleikarnir í Kína. Það er strax byrjað á því að fjalla um þá og fréttaskýringaþættir í USA eru byrjaðir að fjalla um ýmsa atburði í Kína og eins og fréttamönnum er tamt byrja þeir á því að fjalla um það sem þeir finnst vera neikvætt og sem komi við mann í leiðinni. Núna eru þeir á fullu að sýna þætti sem sýna hversu mörg börn eru ættleidd frá Kína til erlendra landa á hverju ári og að sú tala fari hækkandi. Þeir leggja líka áherslu á að strákar séu að verða yfirgnæfandi í kínversku samfélagi og hvað þeir ætli að gera í framtíðinni. Ég held að þetta sé eitthvað sem Kína fíli ALLS EKKI. Þeir vilja ekki láta alheim velta sér upp úr svona hlutum og þess vegna eru þeir hægt og sígandi að lengja tímann þannig að fólk snúi sér annað. og þegar 2008 skellur á geta þeir sagt... "jú þetta voru svona mörg börn, en við höfum þetta allt undir kontrol í dag og sem betur fer hefur erlendum ættleiðingum fækkað og börn eru ættleidd innanlands".

Auðvitað veit ég ekkert um þetta, þetta er bara mín samsæriskenning. Ég held hinsvegar að batnandi efnahagslíf og allt það sé aðeins lengur að hafa áhrif í svona stóru landi eins og Kína þannig að bein áhrif komi ekki svona fljótt fram. Held líka að ef þetta væri svona.. afhverju eru þeir þá ekki búnir að setja upp tilkynningu á heimasíðunni sinni sem útskýrir þetta mál? Skýringin þarf ekki að vera flókin, gæti verið í fréttastíl t.d. "sökum batnandi efnahags og ýmissa annarra þátta hefur innlendum ættleiðingum farið fjölgandi og það hefur bein áhrif á erlendar ættleiðingar sem þar af leiðandi fækkar" Voila. Málið er leyst! Nei málin eru aldrei svona einföld (stuna). Meðan bíðum við milli vonar og ótta. Spáið í því hvað lífið væri auðveldara ef þeir mundu núna setja á heimasíðuna hjá sér: "reiknað er með því að biðin fari upp í XX mánuði". Þá mundi maður hætta að fylgjast með heimasíðunni þeirra og byrja að gera eitthvað annað og þegar færi að koma nær þessum atburði færi maður aftur í gírinn. Eins og er, eru allir að fylgjast með og hver og einn með sína eigin samsæriskenningu um það hvað sé á seyði. En mín tengist sem sagt Ólympíuleikunum, eflaust af því ég er antisportisti haha

17 apríl 2006

Annar dagur páska..

og best að henda sér í fjörið aftur, ekki eftir neinu að bíða. Það er búið að vera heilmikið af hugmyndum í gangi yfir páskana í slúðurheimnum en það er ekkert nýtt í rauninni. Allir eru að bíða eftir næstu upplýsingum og velta fyrir sér yfir hvaða daga þær nái. Í fyrstu var sagt að þær mundu bara ná yfir 31 maí en núna yfir helgina byrjaði að kvisast að líklegast næðu upplýsingarnar yfir 31 maí til 6 júní. Það er vika. Það er ekki mikið en samt skárra en þessir þrír dagar sem komu síðast. Mér skilst að yfirmenn CCAA eigi að vera hér á landi frá 19-22 apríl og fari þaðan til Kanada. Ég vona að ÍÆ nái að pressa einhverjar upplýsingar frá þeim og senda okkur. Á heimasíðu ÍÆ eru enn þær upplýsingar að það taki 18 mánuði frá því að sótt er um þar til við komum heim aftur með barnið. Hjá okkur eru 12 mánuðir liðnir næsta miðvikudag. Sem þýðir að við ættum að fá upplýsingar eftir ca 4 mánuði ef þetta stenst, og vera komin heim aftur í október. Þá værum við nákvæmlega innan 18 mánaða markanna sem talað er um.

Þetta er samt ótrúlegur tími, að það skuli vera komið heilt ár og það er ekkert að gerast. Ekki einu sinni smá spark eða hreyfingar ;) Hvað ætli líði langur tími hjá fílum í þeirra 22 mánaða meðgöngu þar til þeir fari að vinna fyrir krílinu sínu? Æm just vondering hehe

12 apríl 2006

Gleðilega páska

Það er ekkert nýtt slúður á floti þannig að ég er farin í páskafrí ;)

Nú er bara að nota síðustu páskana áður en við fáum börnin okkar og gera eitthvað skemmtilegt sem við getum ekki gert þegar við erum með smábörn. Nýtum þennan biðtíma í eitthvað virkilega uppbyggilegt fyrir líkama og sál.

Næstu skrif verða eftir páska NEMA eitthvað mjög krassandi gerist sem ég á ekki vona á hehe


11 apríl 2006

Meira Spánarslúður

Það er alltaf (ok ekki alltaf en oftast) gaman að segja frá Spánarslúðri. Ein í nóvember yahoo grúppunni var að senda bréf um að spænsk fjölskylda með LID 8.nóv vildi breyta umsókninni sinni í umsókn um barn með sérþarfir. CCAA sagði þeim að það gæti verið smá vesen að finna umsóknina þeirra því hún væri í review herberginu. TRALALA það ætti að þýða að við erum í skoðun eða rétt að detta inn í skoðun því við erum með LID 14.nóv. Þeir fundu samt umsóknina fyrir þetta fólk og breyttu henni samkvæmt óskum þeirra og þau eru á leiðinni út í maí. Það gengur mikið hraðar að fá samþykkið fyrir börnin með sérþarfir. En þetta eru samt gleðilegar fréttir, spurning bara af hverju þetta gengur svona miklu hægar í matching room. Samt gott að vita að það er örugglega byrjað að skoða nóvember ;)

10 apríl 2006

Engar fréttir eru góðar fréttir?

Eða hvað? Það eru sem sagt allir að bíða eftir næstu tilkynningu frá CCAA og ekkert staðfest í gangi. Yfirstjórnandinn (hjá CCAA) er þó í einhverri heimsóknarreisu um heiminn þessa dagana því það fréttist af honum í LA með 7 manna sendinefnd í síðustu viku og mér skilst að von sé á þeim til Íslands líka. Og hvaða máli skiptir það? Jú þetta er allt svo flókið, það fara engar tilkynningar út nema þessi umræddi stjórnandi skrifi undir pappírana fyrst. þannig að meðan hann er í USA þá er liðið vonandi að vinna að baki brotnu í Kína til þess að hafa tilbúna pappíra er hann mætir aftur á svæðið haha er ég ekki bjartsýn?

Eitt skemmtilegt svona í lokin. Það er mikið rætt um föt og fatakaup hjá flestum ættleiðingargrúppunum sem ég hef verið að lesa. Allir eru sammála um að það sé auðvelt að missa sig í fatakaupum í Kína því þar sé allt til..NEMA eitt og gott fyrir okkur að vita af því. Samfellur ku ekki vera til þar (kanarnir kalla þetta onesies hlýtur að vera samfellur) þannig að við þurfum að hafa svoleiðis í fórum okkar ;) Þessi frú hér er farin að spá í að rýma einn fataskáp því "dóttirin" í Kína er farin að slaga hátt í foreldrana í fataeign.. eða alla vega tilvonandi föður..hehe og við erum ekki búin að ná fimm mánaða meðgöngu? Hvernig verður þetta í nóvember? Já maður spyr sig og heldur áfram að skoða barnaföt....

07 apríl 2006

Það er allt tíðindalaust á vesturvígstöðvunum eins og er.

06 apríl 2006

Lítið um slúður þessa dagana

Það er eiginlega allt stopp. Það eru eflaust allir að bíða eftir því hvaða upplýsingar birtast næst frá CCAA. Það er endalaust verið að velta sér upp úr hvort biðin sé 12 mánuðir eða fari fram úr því. Og auðvitað veit það enginn með vissu en allir eru auðvitað að vonast eftir því sama: Að biðin verði sem styst.

Þar sem þessar fréttir bárust í gær að óskað hefði verið eftir upplýsingum frá einhverjum með nóvember LID fór af stað umræða í Yahoo grúbbunni um hvað það er sem óskað er eftir aukalega. Og það virðist vera allskonar bull (ef ég má segja svo). Ein kona segir frá því að þegar hún ættleiddi í fyrra skiptið hafi hún verið með tvöfaldan ríkisborgararétt, enskan og kanadískan, og hún hafi sent mynd af enska passanum af því hann var með lengri gildistíma. Það var haft samband við hana og hún þurfti að senda þann kanadíska og tafðist eitthvað út af þessu. Haft var samband við aðra konu af því blóðprufurnar hennar voru eldri en aðrar læknisupplýsingar en þæru samt allar í gildi þegar umsóknin var lögð inn. Í því sambandi hafði umboðið samband við CCAA og skýrði málið og þá var það ekkert mál. Einnig hafa þeir víst samband ef það er eitthvað ósamræmi á tekjublaðinu. Einhver sagði að kannski gerðu þeir þetta bara annað slagið til þess að sýna að þeir færu mjög vel yfir umsóknirnar.

Ég held að við þurfum ekkert að hafa voðalegar áhyggjur af þessu (þó auðvitað maður hafi alltaf áhyggjur þar til allt er komið í gegn).

05 apríl 2006

Meira Spánarslúður

Já Spánn er alveg á fullu í slúðrinu núna. Það kom bréf inn á yahoo grúppuna að einhver í hópi með bréfritara hafi verið beðinn um frekari upplýsingar og sá hópur er með LID 08. nóv - sex dögum á undan okkur!!!! Júhú maður bara hættir að þora að blikka (fiðrildaáhrifin sko) með von um að allt sé á fullu ;)

Samkvæmt heimasíðu CCAA er bara búið að skoða ágúst mánuð í review room en síðan erum við að heyra þessar sögur um að löngu sé byrjað á september, nú nýlega á október og svo núna á nóvember. Held að það staðfesti bara þá hugmynd að þeir uppfæri ekki síðuna sína fyrr en allar upplýsingar séu komnar til skila um að allt sé í lagi. Ég hef heyrt hugmyndir að kannski sé ein af ástæðunum fyrir þessu að nokkrir aðilar vinni í review room (hlýtur að vera) og þessir aðilar taki sér bunka af umsóknum, vinni þær og sæki síðan næsta bunka. Fólk sé að vinna misjafnlega hratt því séu sumir komnir inn í nóvember meðan aðrir eru enn að vinna í september, kannski af því að leita þurfi að auka upplýsingum. Hvað veit ég, en þetta hljómar svo sem ekkert ólógískt.. eða hvað finnst ykkur?

04 apríl 2006

Spánarslúður

Af einhverjum ástæðum sem ég ekki veit þá þykir Spánn vera mjög áreiðanlegt er kemur að slúðrinu. Þeir voru að senda fólki sem er að bíða þessar upplýsingar núna á dögunum:
Að 900 umsóknir hafi verið skráðar inn í maí (spurning hvort það er bara frá Spánni eða á heimsvísu) og 700 í júní (aftur er það ekki ljóst hvort það er bara Spánn eða heimurinn).
Þeir segja einnig að CCAA vinni á sama hraða og venjulega en tíminn hafi lengst þar sem fleiri fjölskyldur eru að sækja um, börnunum hafi fækkað vegna bætts efnahags og aukinna innlendra ættleiðinga. Þeir biðja fólk að sýna þolinmæði þar sem það líti út fyrir að biðtíminn muni fara upp í 12 mánuði en það sé ljóst fyrir þeim að það sé hámarksbiðtími sem CCAA vilji hafa.

Vúhú Mér finnst þetta góðar fréttir og ég fer glöð inn í þennan dag. Í fyrsta lagi lítur út fyrir að júní sé kannski heldur minni en spádómarnir segja þannig að það ætti vera séns á því að yfirferðin verði minni en þrír mánuðir. og síðast en ekki síst.... að CCAA vilji ekki hafa biðtíma lengri en 12 mánuði.. YES ef það er rétt þá skulum við bara halda okkur við sept-nóv tímann okkar. Best að fara að búa sig undir sprautudruslurnar ;)

Jájá ég veit að þetta er bara orðrómur og enginn veit hver staðan er nema CCAA sjálft.. EN þetta lyfti upp mínum vonum og ég sit hér brosandi aftur á hnakka ;)

03 apríl 2006

Ekkert bitastætt í pípunum í dag... NEMA.. október er víst kominn í review room! Sem þýðir að næst förum VIÐ þangað inn. Ó mæ God það er að koma að okkur ;)

Október update:
Ég er búin að sjá nokkra tala um að október sé kominn til skoðunar og fann m.a þetta komment: "No rumor, just a comment. We are DTC 9/9, LID 10/10 and just received a request for more information from the CCAA". Það var byrjað að ræða þetta í yahoo grúppunni í gær ;)