Meinvill og slúðrið
Slúður af netinu um tímasetningar sem upplýsingar berast frá Kína Okkar LID er 14 nóvember 2005
31 maí 2007
Sögurnar um 7unda sem lokadag eru enn á stiginu R3 en það voru líka sögurnar um "mikið af upplýsingum núna". Mörg umboð segja að það sé enn verið að para á meðan önnur eru farin að hringja í 8unda og láta vita að þau séu ekki með. Ekki er komin nein staðfesting á lokadegi á síðu CCAA, hvorki á ytri síðunni sem við höfum aðgang að né innri síðunni þar sem umboð borga fyrir upplýsingar. Mjög skrítið því þessi umboð sem segja að enn sé verið að para, fullyrða að það sé EKKI komin lokadagsetning. Ég veit ekki hvað á að halda. En við getum svo sem ekkert annað en beðið með öndina í hálsinum. Þetta er eflaust rétt en mikið vildi ég óska að þeir færu allavega til 10 svo við gætum verið viss um að vera með næst.
30 maí 2007
Svart...
Þetta er ekki komið á hreint ennþá. Það er enginn kominn með upplýsingar enn þannig að ennþá er þetta bara R3 sögusögn rétt eins og þetta sem kom áður. HINSVEGAR þá eru nokkur umboð búin að hringja í skjólastæðinga sína og láta vita að þeir hafi ekki náð inn núna. Þeir sem eru með aðgang að CCAA upplýsingunum hafa ekki sagt neitt ennþá þannig að það virðist ekki vera búið að ganga frá þessu.
29 maí 2007
Það lítur ILLA út
Það er kominn R3 staðfesting á því að lokadagsetning verði 7 nov
Þetta ætlar að vera ENDALAUST
Þetta ætlar að vera ENDALAUST
UPDATE
Eitt umboð segir að búið sé að senda upplýsingar af stað meðan annað segir að svo sé ekki..... Höldum okkur fast....
OFURLÖNG helgi
Þá er þessi ofurlanga helgi loks búin. Það var löng helgi á allflestum stöðum þannig að allir hafa verið í fríi sem gætu vitað eitthvað; bank holiday, memorial day og whatwever. En þetta er búið og nú getum við tekið til við biðina okkar að nýju. Það hefur að sjálfsögðu ekki frést neitt nýtt þar sem allt hefur verið lokað. Það er ennþá R3 að upplýsingar gætu náð inn á miðjan mánuðinn og eitt umboð er búið að vara 14 nóv hópinn sinn að það sé ekki víst að þeir séu með. VIÐ VITUM ÞAÐ!!!!!!!!!! En við viljum bara að fara að klára þetta svo við vitum hvort við þurfum að halda áfram að bíða einn langan mánuð í viðbót!
25 maí 2007
24 maí 2007
Byrjað að para
Já það er byrjað að para og nú fer spennan að aukast. Erum við með eða ekki? Næsta vika verður löng skal ég segja ykkur en það er ólíklegt að upplýsingar berist fyrr en í fyrstu viku í júní.
Það er áfram verið að vitna í CCAA af þessum fundi í Ástralínu á dögunum og þar er haft eftir þeim að umsóknir vegna 2006 séu mun færri en 2005 sem eru góðar fréttir fyrir þá sem eftir koma. Það er líka haft eftir þeim að þeir vilji klára árið 2005 sem fyrst JESSS plís við líka! Einhver sagði eftir umboði sínu (sem á að vera með góðan tengilið í Kína) að upplýsingarnar sem kæmu núna væru mun fleiri en að undanförnu. Úff það er nú svo sem ekki erfitt þar sem síðstu tvö skipti hafa ná yfir samtals átta daga, þannig að allt er betra en það. Plís samt 13 dagar er ekkert roslaega mikið.
En það eru fleiri en hópur 16 sem býður með öndina í hálsinum. Það er ein fjölskylda úr hópi 15 sem þurfti að fara á hold í sex mánuði (er það ekki rétt?) og er búin að vera tilbúin LENGI en veit ekkert hvenær þau fá kallið þannig að vonandi fá þau sínar upplýsingar núna. Og svo eru það SN fjölskyldurnar sem enn hafa ekki fengið boðið sitt og eru líka búin að vera tilbúin lengi. Oft koma ferðaleyfin rétt á undan upplýsingunum. Það eru því margar fjölskyldur í startholunum núna og vonandi fáum við sem flest svör um þessi mánaðarmót.
Það er áfram verið að vitna í CCAA af þessum fundi í Ástralínu á dögunum og þar er haft eftir þeim að umsóknir vegna 2006 séu mun færri en 2005 sem eru góðar fréttir fyrir þá sem eftir koma. Það er líka haft eftir þeim að þeir vilji klára árið 2005 sem fyrst JESSS plís við líka! Einhver sagði eftir umboði sínu (sem á að vera með góðan tengilið í Kína) að upplýsingarnar sem kæmu núna væru mun fleiri en að undanförnu. Úff það er nú svo sem ekki erfitt þar sem síðstu tvö skipti hafa ná yfir samtals átta daga, þannig að allt er betra en það. Plís samt 13 dagar er ekkert roslaega mikið.
En það eru fleiri en hópur 16 sem býður með öndina í hálsinum. Það er ein fjölskylda úr hópi 15 sem þurfti að fara á hold í sex mánuði (er það ekki rétt?) og er búin að vera tilbúin LENGI en veit ekkert hvenær þau fá kallið þannig að vonandi fá þau sínar upplýsingar núna. Og svo eru það SN fjölskyldurnar sem enn hafa ekki fengið boðið sitt og eru líka búin að vera tilbúin lengi. Oft koma ferðaleyfin rétt á undan upplýsingunum. Það eru því margar fjölskyldur í startholunum núna og vonandi fáum við sem flest svör um þessi mánaðarmót.
22 maí 2007
Um 3000 umsóknir í nóv?
Í gær komu þær fréttir hjá RQ að samkvæmt CCAA þá hefðu um 3000 umsóknir verið í nóvember 2005. Til samanburðar var haft eftir þeim fyrir löngu síðan að í október hefðu verið 2000 sem væri langstærsti mánuður sem þeir hefðu fengið. Ég hef ekkert í höndunum til að segja hvort þetta er rétt eða ekki en vil samt benda á að ef þetta er rétt þá erum við að tala um að í okt+nóv 2005 eru þá um helmingur þeirra umsókna sem þeir afgreiða á ári, en alls eru þeir að afgreiða um 10.000 umsóknir á ári. Frekar ömurleg tilhugsun og ekki skrítið af hverju allt gengur svona hægt. HINS VEGAR þá tók ekkert svo langan tíma að fara yfir október á miðað við hvað öllum kveið fyrir honum löngu áður en að honum kom. Tveggja daga skammturinn dró að vísu úr flestum en stóru umboðin bæði í Ameríku og Evrópu hafa ekkert dregið úr því að þau halda enn að það verði stór skammtur næst. Þannig að við skulum alls ekki leggjast í þunglyndi strax. Ég er enn alveg viss um að við erum næst og ætla að vera það þangað til annað kemur í ljós.
Varðandi þessar 3000 umsóknir þá er nokkuð víst þetta geta verið nokkru undir 3000 því talað er UM 3000... gætu þess vegna verið 2800 eða minna. Einnig er vert að hafa í huga að margir hafa helst úr lestinni og er verið að tala um að þær tölur geti verið 25-32%. Þetta er byggt á smá könnun sem fram fór hjá RQ þar sem fólk sendi inn alla LID hópa sem það vissi um og hversu margir væru enn í þeim og þá kom þetta í ljós. Þannig að það er sko ekki vert að örvænta neitt þó við heyrum svona tölur. Þar sem nóvember hópurinn gerir ekkert annað en spá í mögulegum dagsetningum þá var ein sem setti þetta niður:
Ef það eru 3000 í nóvember:
1. Þá er 2,1% þegar búið en það er 1 nóv (þetta er miðað við kannanirnar hjá RQ)
2. 32,8% ættu að klárast um mánaðarmótin (miðað við 2-10 nóv)
Og þetta er bara miðað við að ekki náist lengra en til 10 og að enginn hafi helst úr lestinni. => 42% af þessum 3000 ættu því að vera búin um mánaðarmótin og þá eru bara 1740 eftir til að klára þessi 3000. Hvernig er það hljómar það ekki strax betur þegar búið er að brjóta það svona niður?
Varðandi þessar 3000 umsóknir þá er nokkuð víst þetta geta verið nokkru undir 3000 því talað er UM 3000... gætu þess vegna verið 2800 eða minna. Einnig er vert að hafa í huga að margir hafa helst úr lestinni og er verið að tala um að þær tölur geti verið 25-32%. Þetta er byggt á smá könnun sem fram fór hjá RQ þar sem fólk sendi inn alla LID hópa sem það vissi um og hversu margir væru enn í þeim og þá kom þetta í ljós. Þannig að það er sko ekki vert að örvænta neitt þó við heyrum svona tölur. Þar sem nóvember hópurinn gerir ekkert annað en spá í mögulegum dagsetningum þá var ein sem setti þetta niður:
Ef það eru 3000 í nóvember:
1. Þá er 2,1% þegar búið en það er 1 nóv (þetta er miðað við kannanirnar hjá RQ)
2. 32,8% ættu að klárast um mánaðarmótin (miðað við 2-10 nóv)
Og þetta er bara miðað við að ekki náist lengra en til 10 og að enginn hafi helst úr lestinni. => 42% af þessum 3000 ættu því að vera búin um mánaðarmótin og þá eru bara 1740 eftir til að klára þessi 3000. Hvernig er það hljómar það ekki strax betur þegar búið er að brjóta það svona niður?
21 maí 2007
Tvær vikur
Nú eru kannski tvær vikur þangað til við fáum að vita hvort við erum með núna eða næst. Slúðrið ætti að fara að aukast núna, það er sá tími mánaðarins. Yfirleitt hefur það gengið þannig fyrir sig að fyrst kemur gott slúður... síðan eitthvað hrikalegt og útkoman er eitthvað mitt á milli. Þannig að spurning hvað gerist. Í nóvember grúbbunni sem ég er í eru flestir sammála um að upplýsingar nái pottþétt til 10.. en jafnvel til 14 en ekki lengra. Ýmis umboð hafa þó verið að tala um að þær nái lengra inn í mánuðinn en það passar hinsvegar ekki við það sem búið er að tala um lengi að í lok 2007 verði biðin komin í 24 mánuði. ÚFF. En það þarf samt ekki að vera rétt frekar en allt hitt, það kemur allt í ljós með tímanum. Sá hinsvegar vitað í einhvern fund á Spáni þar sem sagt var að CCAA vildi ekki að biðin yrði meiri en 18 mánuðir, en það var líka vitnað í þá á sínum tíma þar sem sagt var að þeir vildu ekki að biðin færi upp fyrir 12 mánuði þannig að ég hef nú ekki mikla trú á að þetta sé rétt.
19 maí 2007
Enn er von
Já slúðrið grasserar sem aldrei fyrr. Það eru allir vissir um að næst verði stór hópur sem fái upplýsingar og eru þó nokkur umboð búin að hringja og láta skjólstæðinga sína vita að þeir séu með. Hvernig þeir vita það hef ég ekki hugmynd. Það er nokkuð öruggt að næst muni það vera tveggja stafa mánaðardagsetning en ekki hvort það er lengra en 10. Það verða langar næstu tvær vikur ;)
16 maí 2007
Held við séum ennþá inni
Það er búið að uppfæra slúðrið í R3 sem að það sé líklegt að næst komi stór skammtur af upplýsingum. Dagsetningarnar eru hinsvegar alveg frá 13- 20 og eitthvað. Þannig að nú er það bara rússíbaninn á fullri ferð næstu tvær vikurnar. Soldið erfitt að halda hestinum svo hann detti ekki af vagninum hehe
15 maí 2007
Stjórnin er enn inni!
Einhver gaur með LID 9 nóv fékk þær upplýsingar í gær hjá sínu umboði að þeir telja mjög líklegt að cutoff verði 15 nóv. Það er ekki vitað hvort þetta umboð er eitt af þessum tveimur sem standa á bak við R2 fréttirnar. En allavega þá er hópur 16 enn inni. Ég verð orðin grænmeti um mánaðarmótin með þessu áframhaldi!
RQ er með mjög flóknar tölfræðilegar pælingar á síðunni sinni í gær. Alla vega fyrir tölfræðiheila eins og minn sem dettur bara úr sambandi þegar svona tölur birtast. Mér skilst samt að niðurstaðan sé sú að mjög líklega hafi um 25% helst úr lestinni á einn eða annan hátt: farið í önnur lönd, hætt við, eða farið í SN. Þar sem SN sé inni í heildartölu þeirra barna sem eru ættleidd á hverju ári þá geti það verið ein af ástæðunum fyrir því hversu hægt þetta hafi gengið undanfarna mánuði. Þetta er eins og maður sé í röð og í röðinni við hliðina er fólk sem fær hraðafgreiðslu af einhverjum orsökum (eða bílaröð þar sem allir keyra á milljón á vinstri akreininni en það eru framkvæmdir framundan þannig að báðar akreinarnar sameinast í eina á ákveðnum tímapunkti en þeir sem komu brunandi á vinstri fara framar en þeir sem eru búnir að sitja heillengi). Þetta geti farið að hafa áhrif en ekki vitað hvenær. Á einhverjum tímapunkti hljóti það að fara að gerast og ætti að hafa áhrif á þá sem eru með LID 2006 held ég haha ætti kannski að skrá mig í enn einn tölfræðikúrsinn í HÍ haha
RQ er með mjög flóknar tölfræðilegar pælingar á síðunni sinni í gær. Alla vega fyrir tölfræðiheila eins og minn sem dettur bara úr sambandi þegar svona tölur birtast. Mér skilst samt að niðurstaðan sé sú að mjög líklega hafi um 25% helst úr lestinni á einn eða annan hátt: farið í önnur lönd, hætt við, eða farið í SN. Þar sem SN sé inni í heildartölu þeirra barna sem eru ættleidd á hverju ári þá geti það verið ein af ástæðunum fyrir því hversu hægt þetta hafi gengið undanfarna mánuði. Þetta er eins og maður sé í röð og í röðinni við hliðina er fólk sem fær hraðafgreiðslu af einhverjum orsökum (eða bílaröð þar sem allir keyra á milljón á vinstri akreininni en það eru framkvæmdir framundan þannig að báðar akreinarnar sameinast í eina á ákveðnum tímapunkti en þeir sem komu brunandi á vinstri fara framar en þeir sem eru búnir að sitja heillengi). Þetta geti farið að hafa áhrif en ekki vitað hvenær. Á einhverjum tímapunkti hljóti það að fara að gerast og ætti að hafa áhrif á þá sem eru með LID 2006 held ég haha ætti kannski að skrá mig í enn einn tölfræðikúrsinn í HÍ haha
14 maí 2007
18 mánuðir
Í dag eru 18 mánuðir frá því við vorum logguð inn í Kína. Jebb og nærri því 2 ár og 1 mánuðir frá því við Skakki sóttum um. Rosalega líður tíminn hratt um leið og hann líður svo hægt.
Ég er búin að vera í gleðivímu yfir þessum fréttum um að "cut-off" gæti verið 16-21. Já, já ég veit það er ekki neitt svo líklegt en bara það að það er verið að tala um dagsetningu sem er fyrir AFTAN okkar er gjörsamlega frábært. Það gerir það að verkum að nú fer loksins að koma að þessu hjá okkur. Fólk talar um að við eigum ekki að trúa þessu alveg eins og nýju neti því þá verði sjokkið svo mikið ef þeir ná ekki til okkar dags, en komm onn.. það er líka gott að fá að trúa í nokkra daga eða vikur einhverju öðru en niðurdrepandi fréttum. Og svo er þetta bara eins og kosningasjónvarpið, er stjórnin fallin eða er hún inni? Í augnablikinu er hópur 16 inni og við bíðum eftir fleiri atkvæðum um að svo verði áfram!
Það var fullt af fleira slúðri um helgina, ég var bara svo æst yfir þessum að ég sá ekki neitt annað. Hætti eitt augnablik að geta hugsað og fékk nervus breikdán þegar ég fattaði að eftir rúma TVO mánuði gætum við verið í KÍNA. Voru allir búnir að fatta það?????
Aníveis, annað slúður er að CCAA sé að hugleiða að leyfa fólki ekki lengur að fara á "hold", þeas ef fólk er ekki tilbúið að fara þegar kemur að þeim þá missi það af lestinni.
Annað er að þeir séu að hugleiða..endurtek hugleiða að stoppa að taka á móti umsóknum á meðan þeir eru að vinna aðeins úr biðlistunum.
Hvorutveggja er ekki komið á heldur aðeins slúður á þessu stiginu.
Svo er einhver frétt um að þeir séu að fara til Ástralíu og NýjaSjálands í heimsókn en eru þeir ekki alltaf að heimsækja einhverja? Skil ekki alveg afhverju það er svo fréttnæmt, sérstaklega í ljósi þess að þeir vita ekkert meira en við um biðtímann. Ég gleymi ekki gaurnum sem var með LID í des 2005 og spurði síðasta sumar á einhverjum svona fundi hvenær hann gæti átt von á upplýsingum og var sagt að reikna með desember. Og hann er löngu liðinn en auðvitað kemur annar desember á þessu ár og ég ætla rétt að vona að ekki hafi verið átt við hann.. haha.. nei ég held ekki það væri alltof langsótt enda voru þeir að tala um 12-14 mánaða biðtíma á þeim tíma.
Ég er búin að vera í gleðivímu yfir þessum fréttum um að "cut-off" gæti verið 16-21. Já, já ég veit það er ekki neitt svo líklegt en bara það að það er verið að tala um dagsetningu sem er fyrir AFTAN okkar er gjörsamlega frábært. Það gerir það að verkum að nú fer loksins að koma að þessu hjá okkur. Fólk talar um að við eigum ekki að trúa þessu alveg eins og nýju neti því þá verði sjokkið svo mikið ef þeir ná ekki til okkar dags, en komm onn.. það er líka gott að fá að trúa í nokkra daga eða vikur einhverju öðru en niðurdrepandi fréttum. Og svo er þetta bara eins og kosningasjónvarpið, er stjórnin fallin eða er hún inni? Í augnablikinu er hópur 16 inni og við bíðum eftir fleiri atkvæðum um að svo verði áfram!
Það var fullt af fleira slúðri um helgina, ég var bara svo æst yfir þessum að ég sá ekki neitt annað. Hætti eitt augnablik að geta hugsað og fékk nervus breikdán þegar ég fattaði að eftir rúma TVO mánuði gætum við verið í KÍNA. Voru allir búnir að fatta það?????
Aníveis, annað slúður er að CCAA sé að hugleiða að leyfa fólki ekki lengur að fara á "hold", þeas ef fólk er ekki tilbúið að fara þegar kemur að þeim þá missi það af lestinni.
Annað er að þeir séu að hugleiða..endurtek hugleiða að stoppa að taka á móti umsóknum á meðan þeir eru að vinna aðeins úr biðlistunum.
Hvorutveggja er ekki komið á heldur aðeins slúður á þessu stiginu.
Svo er einhver frétt um að þeir séu að fara til Ástralíu og NýjaSjálands í heimsókn en eru þeir ekki alltaf að heimsækja einhverja? Skil ekki alveg afhverju það er svo fréttnæmt, sérstaklega í ljósi þess að þeir vita ekkert meira en við um biðtímann. Ég gleymi ekki gaurnum sem var með LID í des 2005 og spurði síðasta sumar á einhverjum svona fundi hvenær hann gæti átt von á upplýsingum og var sagt að reikna með desember. Og hann er löngu liðinn en auðvitað kemur annar desember á þessu ár og ég ætla rétt að vona að ekki hafi verið átt við hann.. haha.. nei ég held ekki það væri alltof langsótt enda voru þeir að tala um 12-14 mánaða biðtíma á þeim tíma.
12 maí 2007
Hvað gerðist?
Stillt hjarta, stillt....
Ég kíkti ekki á RQ frá því seinnipartinn í gær og þangað til núna og hvað sé ég???? Hvað sé ég?????
Það er RQ slúður um að næsta cutoff gæti verið á milli 16-21 nóv. Þetta kom inn í gær og var þá R1 sem þýðir mjög ósennilegt, en er í dag komið upp í R2 sem þýðir slúður sem þarf að fylgjast með. 16-21????
Ó mæ GOD... Eruð þið tilbúin??????? Þurfum við að fara að búa til pakklista??? OK ég veit að það á ekki að búast við of miklu en..EN er hægt annað þegar maður sér svona???????
Ég kíkti ekki á RQ frá því seinnipartinn í gær og þangað til núna og hvað sé ég???? Hvað sé ég?????
Það er RQ slúður um að næsta cutoff gæti verið á milli 16-21 nóv. Þetta kom inn í gær og var þá R1 sem þýðir mjög ósennilegt, en er í dag komið upp í R2 sem þýðir slúður sem þarf að fylgjast með. 16-21????
Ó mæ GOD... Eruð þið tilbúin??????? Þurfum við að fara að búa til pakklista??? OK ég veit að það á ekki að búast við of miklu en..EN er hægt annað þegar maður sér svona???????
10 maí 2007
Slúðurtími
Það er komið að því að velta sér smá upp úr slúðrinu. Það hefur svo sem engan tilgang annan en smá skemmtun og fiðring vegna væntanlegra upplýsinga.
Fyrst er það slúður vegna nóvember. Allflestir virðast sammála um að nóvember sé stór og þungur mánuður og það muni taka allt að fjóra mánuði að fara yfir hann. Næstu upplýsingar ættu að koma í byrjun júní (1-5 júní kannski) og menn eru nokkuð sammála um að það þurfi mikið að ganga á til þess að 8 verði ekki með. Mjög mörg umboð hafa hinsvegar sagt við 9-13 að þeir VONI að þeir verði með og eitt umboð hefur sagt...jahá haldið ykkur fast... að það yrði ekki undrandi þó lokadagur yrði 14. Ok ég veit að það eru litlar líkur á því en bara það að sjá þessa dagsetningu (sem er búin að vera grafin á heilann á mér svona lengi) fékk hjartað til að taka nokkur aukaslög. Eins ég hef áður sagt þá er allt í lagi að láta sig dreyma og hreinlega halda á hestinum í fullum reiðtygjum og allt.
Síðan eru það þeir sem á eftir koma. Það var einhver fundur í USA í vikunni með tveimur stórum umboðum og fólki frá Kína og þar var einni í des 2005 sagt að reikna með hálfsárs bið eftir sínum upplýsingum og það passar alveg við það að nóv geti tekið 4 mánuði. Það góða við þær fréttir er hinsvegar að ef það stemmir þá ætti að vera byrjað að fara yfir 2006 í lok þessa árs. Á þessum fundi töluðu menn um að þeir reiknuðu með að þetta ár yrði áfram svona í hægagangi en eftir það myndi ganga aðeins betur.
Auðvitað verður að taka öllu svona með varúð en það er samt gott að lesa svona líka. Ekki bara einhverjar hrakfallaspár um 36 mánaða biðtíma og ekkert nema moldviðri framundan.
Seinni hluti nóvember virðist heldur þyngri en sá fyrri og er t.d. 22. nóv mjög þungur dagur með mörgum LID. Varðandi 14 nóvember þá eru 2 helgar þarna inni í: 5-6 nóv og 12-13 og það ættu ekki að vera margir skráðir inn þá eða hvað?
Bíða bíða bíða
Fyrst er það slúður vegna nóvember. Allflestir virðast sammála um að nóvember sé stór og þungur mánuður og það muni taka allt að fjóra mánuði að fara yfir hann. Næstu upplýsingar ættu að koma í byrjun júní (1-5 júní kannski) og menn eru nokkuð sammála um að það þurfi mikið að ganga á til þess að 8 verði ekki með. Mjög mörg umboð hafa hinsvegar sagt við 9-13 að þeir VONI að þeir verði með og eitt umboð hefur sagt...jahá haldið ykkur fast... að það yrði ekki undrandi þó lokadagur yrði 14. Ok ég veit að það eru litlar líkur á því en bara það að sjá þessa dagsetningu (sem er búin að vera grafin á heilann á mér svona lengi) fékk hjartað til að taka nokkur aukaslög. Eins ég hef áður sagt þá er allt í lagi að láta sig dreyma og hreinlega halda á hestinum í fullum reiðtygjum og allt.
Síðan eru það þeir sem á eftir koma. Það var einhver fundur í USA í vikunni með tveimur stórum umboðum og fólki frá Kína og þar var einni í des 2005 sagt að reikna með hálfsárs bið eftir sínum upplýsingum og það passar alveg við það að nóv geti tekið 4 mánuði. Það góða við þær fréttir er hinsvegar að ef það stemmir þá ætti að vera byrjað að fara yfir 2006 í lok þessa árs. Á þessum fundi töluðu menn um að þeir reiknuðu með að þetta ár yrði áfram svona í hægagangi en eftir það myndi ganga aðeins betur.
Auðvitað verður að taka öllu svona með varúð en það er samt gott að lesa svona líka. Ekki bara einhverjar hrakfallaspár um 36 mánaða biðtíma og ekkert nema moldviðri framundan.
Seinni hluti nóvember virðist heldur þyngri en sá fyrri og er t.d. 22. nóv mjög þungur dagur með mörgum LID. Varðandi 14 nóvember þá eru 2 helgar þarna inni í: 5-6 nóv og 12-13 og það ættu ekki að vera margir skráðir inn þá eða hvað?
Bíða bíða bíða
08 maí 2007
07 maí 2007
Tíminn og biðin
Ég setti upp í Excel upplýsingar frá árinu 2005. Ég byrjaði á síðasta mánuðinum sem var með upplýsingar yfir heilan mánuð og það var í september 2005 fyrir tæpum tveimur árum en þá komu 32 dagar. Síðan þá hafa einu sinni komið 19 dagar og það var í janúar á þessu ári. Það hafa tvisvar komið 18 dagar á þessu tímabili og það er í janúar og september 2006. Þó er vert að benda á að í janúar 2006 komu upplýsingar tvisvar í janúar, í upphafi mánaðar og svo aftur 25. rétt áður en skrifstofan fór í nýársfrí. Ég veit ekki hvort þessar tölur segja manni nokkuð annað en að biðin er enn að lengjast og að flesta mánuði kemur ca 2 vikna skammtur af upplýsingum. Þarna sést líka að eftir nýja árið 2006 koma 12 dagar í næsta mánuði á eftir en síðan koma tveir mjög litlir mánuðir (5 dagar og 7 dagar). Hið sama gerist 2007. Þá koma 11 dagar í mánuði eftir nýársfrí en síðan bara örmánuðir eða 2 dagar og 6 dagar. Ég veit ekki hvort þetta er eitthvað munstur eða hvort þetta skýrist af því að mánuðinn eftir nýár er enn verið að vinna með upplýsingar sem koma til þeirra áður en þeir fara í frí en mánuðina tvo á eftir eru þeir að vinna með upplýsingar sem koma eftir að farið er í viku til tveggja vikna frí. Eflaust hefur það eitthvað að segja en ef það er svo þá ætti þetta að vera svipað á næsta ári (vonandi þó ekki aftur 2 dagar því það er alveg hræðilegt fyrir BIÐsálina). Bláu strikin tákna nýjaárið. Hægt er að smella á myndina til að fá hana stærri.
04 maí 2007
Review room
Ég verð aðeins að minnast á review room en það hefur ekki verið uppfært mjög lengi. Apríl 06 er vafalaust orðinn mjög óþreyjufullur að komast þaðan út. Ég hef samt heyrt að Maí 06 er byrjaður að fá spurningar þannig að greinilega er eitthvað í gangi og spurning hvort þeir uppfæri síðuna þegar (ef) hún verður uppfærð þegar þeir koma til baka úr fríi. Það eru auðvitað ýmsar samsæriskenningar í gangi og ein er sú að núna þegar biðin er orðin svona löng þá séu þeir ekki að flýta sér með review þar sem umsóknirnar komi til með að bíða í óratíma eftir að komast á næsta stað (matching). Ástæðan fyrir því að review hafi verið uppfært svona hratt hér áður hafi hreinlega verið af því þá var biðtíminn styttri og þar af leiðandi liðu kannski bara tveir til þrír mánuðir þar til umsóknin var komin í matching. Ég veit auðvitað ekkert hvort þetta er rétt en þetta hljómar svo sem ekkert ósennilega. Hins vegar verða gögnin alveg jafn úrelt ári seinna þegar þau eru loksins skoðuð ef þetta er málið. Margt getur gerst á einu til tveimur árum.
En vonandi fer að koma hreyfing á þetta.
Hópur 26 er kominn með LID og óska ég þeim til hamingju með það.
En vonandi fer að koma hreyfing á þetta.
Hópur 26 er kominn með LID og óska ég þeim til hamingju með það.
02 maí 2007
Slúðrið og biðtíminn
Það er mikið verið að velta sér upp úr biðtímanum núna og hversu mikið hann geti komið til með að lengjast. Þetta eru eiginlega skelfilegar tölur eða það er talað um að apríl 06 geti þurft að bíða í 33-34 mánuði. Einhver hefur þetta eftir umboðinu sínu sem balalala eins og venjulega... en það veit þetta enginn, ekki einu sinni CCAA. Fólk talar um að þeir vilji ekki að þetta fari upp í svona langan tíma en við heyrðum líka á síðasta ári að þeir vildu halda biðtíma í 12 mánuðum en svo fórum við fram úr þeim tíma og þá heyrðum við að þeir vildu ekki hafa biðina lengri en 18 mánuði en hún er núna að skríða í 19 mánuði hjá þeim sem hafa beðið lengst. Það er líka kvittur á ferðinni að það séu skilaboð frá stjórnvöldum að fækka ættleiðingum úr landi og það meigi ekki ættleiða eins marga ári úr landi 2007 eins og var 2006. So far þá virðist þetta geta verið rétt því það virðast vera miklu færri "referrals" núna heldur en hafa verið. Ég fann lista yfir "referrals" daga frá 2005 og ætla að setja hann upp en hef bara ekki tíma í dag. Í honum sést ákveðið munstur sem gæti verið tilviljun en gæti líka verið eitthvað annað. Og þar sést líka að á sama tíma í fyrra voru líka mjög fáir dagar sem voru afgreiddir (með sama tíma þá á ég við sama tíma eftir nýja ár).
01 maí 2007
Góður dagur
Já þetta er góður dagur. Tilfinningin sem kom yfir mig þegar ég sá að þeir náðu inn í nóvember er ólýsanleg. Hreint út sagt ólýsanleg. Núna á eftir að fara yfir 13 daga áður en þeir koma að okkur. Frekar er ósennilegt að þeir nái því næst en það ætti alveg að vera möguleiki í júlí. Ágúst er hvort eð er betri mánuður til að vera í Peking heldur en Júlí (sko Pollýanna er mætt aftur). Aðeins minni raki ;)
Núna er bara að koma sér í form fyrir múrinn (og burðinn) thihi
Núna er bara að koma sér í form fyrir múrinn (og burðinn) thihi