Meinvill og slúðrið

Slúður af netinu um tímasetningar sem upplýsingar berast frá Kína Okkar LID er 14 nóvember 2005

10 maí 2007

Slúðurtími

Það er komið að því að velta sér smá upp úr slúðrinu. Það hefur svo sem engan tilgang annan en smá skemmtun og fiðring vegna væntanlegra upplýsinga.

Fyrst er það slúður vegna nóvember. Allflestir virðast sammála um að nóvember sé stór og þungur mánuður og það muni taka allt að fjóra mánuði að fara yfir hann. Næstu upplýsingar ættu að koma í byrjun júní (1-5 júní kannski) og menn eru nokkuð sammála um að það þurfi mikið að ganga á til þess að 8 verði ekki með. Mjög mörg umboð hafa hinsvegar sagt við 9-13 að þeir VONI að þeir verði með og eitt umboð hefur sagt...jahá haldið ykkur fast... að það yrði ekki undrandi þó lokadagur yrði 14. Ok ég veit að það eru litlar líkur á því en bara það að sjá þessa dagsetningu (sem er búin að vera grafin á heilann á mér svona lengi) fékk hjartað til að taka nokkur aukaslög. Eins ég hef áður sagt þá er allt í lagi að láta sig dreyma og hreinlega halda á hestinum í fullum reiðtygjum og allt.

Síðan eru það þeir sem á eftir koma. Það var einhver fundur í USA í vikunni með tveimur stórum umboðum og fólki frá Kína og þar var einni í des 2005 sagt að reikna með hálfsárs bið eftir sínum upplýsingum og það passar alveg við það að nóv geti tekið 4 mánuði. Það góða við þær fréttir er hinsvegar að ef það stemmir þá ætti að vera byrjað að fara yfir 2006 í lok þessa árs. Á þessum fundi töluðu menn um að þeir reiknuðu með að þetta ár yrði áfram svona í hægagangi en eftir það myndi ganga aðeins betur.

Auðvitað verður að taka öllu svona með varúð en það er samt gott að lesa svona líka. Ekki bara einhverjar hrakfallaspár um 36 mánaða biðtíma og ekkert nema moldviðri framundan.

Seinni hluti nóvember virðist heldur þyngri en sá fyrri og er t.d. 22. nóv mjög þungur dagur með mörgum LID. Varðandi 14 nóvember þá eru 2 helgar þarna inni í: 5-6 nóv og 12-13 og það ættu ekki að vera margir skráðir inn þá eða hvað?

Bíða bíða bíða