Meinvill og slúðrið

Slúður af netinu um tímasetningar sem upplýsingar berast frá Kína Okkar LID er 14 nóvember 2005

07 maí 2007

Tíminn og biðin

Ég setti upp í Excel upplýsingar frá árinu 2005. Ég byrjaði á síðasta mánuðinum sem var með upplýsingar yfir heilan mánuð og það var í september 2005 fyrir tæpum tveimur árum en þá komu 32 dagar. Síðan þá hafa einu sinni komið 19 dagar og það var í janúar á þessu ári. Það hafa tvisvar komið 18 dagar á þessu tímabili og það er í janúar og september 2006. Þó er vert að benda á að í janúar 2006 komu upplýsingar tvisvar í janúar, í upphafi mánaðar og svo aftur 25. rétt áður en skrifstofan fór í nýársfrí. Ég veit ekki hvort þessar tölur segja manni nokkuð annað en að biðin er enn að lengjast og að flesta mánuði kemur ca 2 vikna skammtur af upplýsingum. Þarna sést líka að eftir nýja árið 2006 koma 12 dagar í næsta mánuði á eftir en síðan koma tveir mjög litlir mánuðir (5 dagar og 7 dagar). Hið sama gerist 2007. Þá koma 11 dagar í mánuði eftir nýársfrí en síðan bara örmánuðir eða 2 dagar og 6 dagar. Ég veit ekki hvort þetta er eitthvað munstur eða hvort þetta skýrist af því að mánuðinn eftir nýár er enn verið að vinna með upplýsingar sem koma til þeirra áður en þeir fara í frí en mánuðina tvo á eftir eru þeir að vinna með upplýsingar sem koma eftir að farið er í viku til tveggja vikna frí. Eflaust hefur það eitthvað að segja en ef það er svo þá ætti þetta að vera svipað á næsta ári (vonandi þó ekki aftur 2 dagar því það er alveg hræðilegt fyrir BIÐsálina). Bláu strikin tákna nýjaárið. Hægt er að smella á myndina til að fá hana stærri.