Slúðrið og biðtíminn
Það er mikið verið að velta sér upp úr biðtímanum núna og hversu mikið hann geti komið til með að lengjast. Þetta eru eiginlega skelfilegar tölur eða það er talað um að apríl 06 geti þurft að bíða í 33-34 mánuði. Einhver hefur þetta eftir umboðinu sínu sem balalala eins og venjulega... en það veit þetta enginn, ekki einu sinni CCAA. Fólk talar um að þeir vilji ekki að þetta fari upp í svona langan tíma en við heyrðum líka á síðasta ári að þeir vildu halda biðtíma í 12 mánuðum en svo fórum við fram úr þeim tíma og þá heyrðum við að þeir vildu ekki hafa biðina lengri en 18 mánuði en hún er núna að skríða í 19 mánuði hjá þeim sem hafa beðið lengst. Það er líka kvittur á ferðinni að það séu skilaboð frá stjórnvöldum að fækka ættleiðingum úr landi og það meigi ekki ættleiða eins marga ári úr landi 2007 eins og var 2006. So far þá virðist þetta geta verið rétt því það virðast vera miklu færri "referrals" núna heldur en hafa verið. Ég fann lista yfir "referrals" daga frá 2005 og ætla að setja hann upp en hef bara ekki tíma í dag. Í honum sést ákveðið munstur sem gæti verið tilviljun en gæti líka verið eitthvað annað. Og þar sést líka að á sama tíma í fyrra voru líka mjög fáir dagar sem voru afgreiddir (með sama tíma þá á ég við sama tíma eftir nýja ár).
<< Home