Meinvill og slúðrið

Slúður af netinu um tímasetningar sem upplýsingar berast frá Kína Okkar LID er 14 nóvember 2005

24 maí 2007

Byrjað að para

Já það er byrjað að para og nú fer spennan að aukast. Erum við með eða ekki? Næsta vika verður löng skal ég segja ykkur en það er ólíklegt að upplýsingar berist fyrr en í fyrstu viku í júní.

Það er áfram verið að vitna í CCAA af þessum fundi í Ástralínu á dögunum og þar er haft eftir þeim að umsóknir vegna 2006 séu mun færri en 2005 sem eru góðar fréttir fyrir þá sem eftir koma. Það er líka haft eftir þeim að þeir vilji klára árið 2005 sem fyrst JESSS plís við líka! Einhver sagði eftir umboði sínu (sem á að vera með góðan tengilið í Kína) að upplýsingarnar sem kæmu núna væru mun fleiri en að undanförnu. Úff það er nú svo sem ekki erfitt þar sem síðstu tvö skipti hafa ná yfir samtals átta daga, þannig að allt er betra en það. Plís samt 13 dagar er ekkert roslaega mikið.

En það eru fleiri en hópur 16 sem býður með öndina í hálsinum. Það er ein fjölskylda úr hópi 15 sem þurfti að fara á hold í sex mánuði (er það ekki rétt?) og er búin að vera tilbúin LENGI en veit ekkert hvenær þau fá kallið þannig að vonandi fá þau sínar upplýsingar núna. Og svo eru það SN fjölskyldurnar sem enn hafa ekki fengið boðið sitt og eru líka búin að vera tilbúin lengi. Oft koma ferðaleyfin rétt á undan upplýsingunum. Það eru því margar fjölskyldur í startholunum núna og vonandi fáum við sem flest svör um þessi mánaðarmót.