Meinvill og slúðrið

Slúður af netinu um tímasetningar sem upplýsingar berast frá Kína Okkar LID er 14 nóvember 2005

22 maí 2007

Um 3000 umsóknir í nóv?

Í gær komu þær fréttir hjá RQ að samkvæmt CCAA þá hefðu um 3000 umsóknir verið í nóvember 2005. Til samanburðar var haft eftir þeim fyrir löngu síðan að í október hefðu verið 2000 sem væri langstærsti mánuður sem þeir hefðu fengið. Ég hef ekkert í höndunum til að segja hvort þetta er rétt eða ekki en vil samt benda á að ef þetta er rétt þá erum við að tala um að í okt+nóv 2005 eru þá um helmingur þeirra umsókna sem þeir afgreiða á ári, en alls eru þeir að afgreiða um 10.000 umsóknir á ári. Frekar ömurleg tilhugsun og ekki skrítið af hverju allt gengur svona hægt. HINS VEGAR þá tók ekkert svo langan tíma að fara yfir október á miðað við hvað öllum kveið fyrir honum löngu áður en að honum kom. Tveggja daga skammturinn dró að vísu úr flestum en stóru umboðin bæði í Ameríku og Evrópu hafa ekkert dregið úr því að þau halda enn að það verði stór skammtur næst. Þannig að við skulum alls ekki leggjast í þunglyndi strax. Ég er enn alveg viss um að við erum næst og ætla að vera það þangað til annað kemur í ljós.

Varðandi þessar 3000 umsóknir þá er nokkuð víst þetta geta verið nokkru undir 3000 því talað er UM 3000... gætu þess vegna verið 2800 eða minna. Einnig er vert að hafa í huga að margir hafa helst úr lestinni og er verið að tala um að þær tölur geti verið 25-32%. Þetta er byggt á smá könnun sem fram fór hjá RQ þar sem fólk sendi inn alla LID hópa sem það vissi um og hversu margir væru enn í þeim og þá kom þetta í ljós. Þannig að það er sko ekki vert að örvænta neitt þó við heyrum svona tölur. Þar sem nóvember hópurinn gerir ekkert annað en spá í mögulegum dagsetningum þá var ein sem setti þetta niður:

Ef það eru 3000 í nóvember:
1. Þá er 2,1% þegar búið en það er 1 nóv (þetta er miðað við kannanirnar hjá RQ)
2. 32,8% ættu að klárast um mánaðarmótin (miðað við 2-10 nóv)

Og þetta er bara miðað við að ekki náist lengra en til 10 og að enginn hafi helst úr lestinni. => 42% af þessum 3000 ættu því að vera búin um mánaðarmótin og þá eru bara 1740 eftir til að klára þessi 3000. Hvernig er það hljómar það ekki strax betur þegar búið er að brjóta það svona niður?