Meinvill og slúðrið

Slúður af netinu um tímasetningar sem upplýsingar berast frá Kína Okkar LID er 14 nóvember 2005

30 mars 2007

Early november

Hvað þýðir það???
..nú fæ ég hjartastopp í alvörunni. Það er einn búinn að tilkynna að umboð hans hafi haft samband og sagt að þetta sé pottþétt farið og hafi náð inn í "early november".. er það hvað langt? Mér finnst early vera 7..
hehe eins og þið sjáið er ég að bilast hér og við fáum örugglega ekkert að vita fyrr en á mánudag úr þessu...

Storkurinn í startstöðu

Það er ekki víst að hann sé lagður af stað en hann er kominn í stöðuna, búinn að setja fótinn fram og er að bíða eftir að byssuskotinu þannig að hann geti skotist af stað! Það er að verða búið að setja fyrir alla leka þannig að ekki sé hægt að frétta neitt. En menn eru samt vissir um að ef það er ekki búiðað senda þá fer það í dag. Ætti þá að koma á mánudag, kannski á morgun hjá þeim sem vinna á laugardögum (sum umboðin gera það ef von er á upplýsingum). Held ég verði óvinnufær í næsta mánuði á sama tíma. Ég var komin með ógleði og allt í gær, stressið að drepa mig hehe. Ég sit örugglega stjörf hér í næsta mánuði.

29 mars 2007

Á leiðinni?????

Áreiðanlegar heimildir segja að það sé búið að senda næstu upplýsingar af stað.....

Verð að segja ykkur frá því að í þræðinum þar sem þetta kemur fram eru 1000 sem skoða hann á klukkutíma eða á 17 á mínútu..segið svo að þetta sé ekki spennandi....

Nýjasta nýtt

Það er gaman að lesa slúðrið núna. Hjartað titrar pínulítið við hvern lestur en það hefur bara gott af því og það er komin spenna í magann. Það er miklu meiri spenna núna heldur en hefur verið síðsutu mánuði á sama tíma mánaðar. Haldiði að það geti kannski verið vegna þess að þetta er alveg að KOMA? hehe

Aníveis, slúður gærdagsins er skemmtilegt fyrir marga, ekki bara okkur heldur líka þá sem á eftir koma:
1. Evróvskt umboð heldur því fram að fólk með LID seint í nóvember fái upplýsingar í maí (jibbí)
2. Annað vel tengt umboð er búið að segja við feb-mars LIDS að þau skuli búast við upplýsingum innan 6 mánaða (meira jibbí)
3. Enn eru nokkrir sem segja að upplýsingar muni ná til 7. nóv en flestir eru á því að þeir sem þetta segi séu að telja dagana en ekki fjölda LID en það er samt ástæða til að segja jibbí

Finnst ykkur þetta ekki spennandi?? Ég ætla ekki að tala neitt um neinar líkur á því að þetta verði svona eða ekki... bara njóta vafans í dag ;)

Það kom tilkynning frá CCAA á heimasíðunni þeirra í gær. Það er búið að þýða hana og samkvæmt þýðingunni segir tilkynningin þetta í aðalatriðum: Öll umboð sem taka þátt í ættleiðingum frá Kína verða að skila inn árlegri skýrslu um framgang mála. 25 umboð skila frábærri skýrslu og þar með talið góðar eftirfylgniskýrslur frá foreldrum eftir heimkomu. 18 koma ekki nógu vel út og þar af eru 5 sem stóðu sig líka mjög illa á síðasta ári. CCAA vonar að erlend ættleiðingarumboð taki þessar skýrslur alvarlega. Þeir sem standa sig vel eru hvattir til að gera það áfram. Þeir sem standa sig illa og sérstaklega þeir sem hafa staðið sig illa 2 ár í röð verða að taka sig á og leiðrétta mistök sín

Í stuttu máli: Sumir eru að vinna frábært starf en aðrir ekki og er þeim best að taka sig á ef ekki á að fara illa fyrir þeim.

28 mars 2007

Uppfærsla dagsins

Nýjasta slúðrið er:
1. Þeir rétt ná að klára október
2. Þeir ná til 1. nóv
3. Þeir ná til 2 nóv
4. Þeir ná til 3. nóv
5. Evróvskt umboð hefur látið hafa eftir sér að 17 nóv verði með í maí. Hinsvegar er kona frá því umboði búin að segja að hún haldi að þeir séu að bulla, málið sé að 17nóv LID sé næsta LId á eftir þessu hjá þeim og þeir hafi sagt að það væri næst..sem er auðvitað rétt alveg eins og við erum næst án þess þó að vera næst ;) Samt spennandi að sjá það. Og ef þeir ná eitthvað aðeins fram í nóv þá eru meiri líkur á að við verðum með næst. Hinsvegar þá virðast síðustu dagarnir í okt vera alveg svakalega þungir. Ef þið farið inn á hjá RQ og skoðið Polls þá sjáið þið hvað ég meina. það eru 510 manns búnir að merkja sig á dag frá 25 okt til 13 nóv. Og ef RQ er að fá 30-40% af umsækjendum til sín þá sjáið þið hvað þetta eru ótrúlega margar umsóknir, sérstaklega ef það er rétt það sem gengur fjöllum hærra að það séu afgreiddar í 600 umsóknir á mánuði.

En svona aðeins á gleðilegri nótunum þá er eitt umboð búið að hringja og láta vita að það sé búið að para þeirra fólk þannig að þetta gæti skollið á snemma í næstu viku..eða bara í næstu viku ;)

27 mars 2007

Fyrsta slúður

Það er komið fyrsta slúðrið og það segir að upplýsingar nái til 2. nóv. Ég vildi óska að það verði satt því þá er kominn séns fyrir okkur næst...oh ég þori varla að skrifa þetta...

26 mars 2007

Hreiðurgerð

Það er ekkert slúður ennþá en ég reikna með að það byrji í þessari viku þar sem vonandi koma upplýsingar í næstu viku. Það er eitthvað aðeins byrjað að velta því upp hvort það komi upplýisngar í byrjun apríl og aftur í lok apríl þar sem það er víst eitthvað lokað í nokkra daga í kringum 1.maí. En það þýðir þá bara að upplýsingar eru aftur komnar í lok mánaða í stað byrjun eins og hefur verið síðustu skiptin.

En talandi um allt annað. Hvernig gengur hreiðurgerðin? Er einhver byrjaður í því? Ég er búin að vera að sanka að mér myndum af barnaherbergjum sem mér finnst vera falleg og er að hugsa um að reyna að gera mína útgáfu af einhverju svoleiðis. Eitthvað svona krúttlegt og í sætum litum (ekki bleikt). Við erum líka búin að vera að velta svefnmálunum fyrir okkur, sérstaklega í ljósi þess að ég sef svo laust að það má enginn hreyfa sig í 2 km radius án þess að ég vakni (huh!). Ég er búin að skoða allt sem ég get og held að þetta verði kannski okkar niðurstaða (eða ég er allavega mjög spennt fyrir að prufa þetta) barnarúm Hefur einhver af ykkur prufað svona???

23 mars 2007

Þetta er áhugavert

Þetta er slúður sem mér finnst soldið áhugavert í ljósi þess að við getum ekki sótt um að ættleiða annað barn fyrr en að eitt ár hefur liðið frá heimkomu. Ég varð að lesa um eina fjölskyldu í USA sem er með LID í Nov 05 og þau eru búin að sækja um annað barn og sú umsókn er komin til Kína. Þau sendu pappírana sína fyrir 9 vikum og eru rétt komin með annað lid. Ættleiðingarskrifstofan sagðist ekki geta fundið neitt sem bannaði þetta og sagði þeim að prófa sem þau gerðu. Þetta hljómar samt eitthvað dularfullt. Ég hélt að reglurnar hér hjá okkur um að það yrði að vera ár milli umsókna frá því barnið kemur heim kæmi frá Kína? Náttúrulega eins og staðan er núna þá er ljóst að það er ár á milli en samt...

22 mars 2007

Ekkert slúður

Það er sá tími mánaðarins þegar ekkert er að frétta. Heyrist ekki orð.

Meðal annarra orða þá er ég fegin að við erum ekki í Bretlandi. Mikið afskaplega eru þeir eitthvað aftarlega á merinni í ættleiðingarmálunum. Það tekur óratíma hjá þeim að fá samþykki til að ættleiða og svo virðast þeir þurfa að bíða óratíma eftir svörum líka. Hópurinn sem átti að fá upplýsingar síðast (14-23 okt) er t.d. ekki búinn að fá myndir eða upplýsingar enn og það er kominn 22. Púff. Ég yrði bara ekki eldri, ég skal bara viðurkenna það.

Og Holland, það eru svo flóknar reglurnar þar að það er ekki hemja. Fólk sem er með LID í nóv eins og við er búið að vera í ferlinu um 4 ár því það tekur um 2 ár að fá forsamþykkið úff og mér fannst þessir 4-5 mánuðir langir hér. Og þau eru með einhverjar flækjureglur um aldur barnsins miðað við aldur foreldrana og það varð t.d til þess að 4 hollenskar fjölskyldur fengu ekki upplýsingar síðast af því ekki voru nein börn á aldrinum sem þau verða að sækja um.

Þegar ég les svona verð ég bara nokkuð ánægð með flækjustigið hér ;)

19 mars 2007

Gröfum upp hestinn

Nýjasta slagorðið hjá RQ er "finnum hestinn" og er það byggt á eftirfarandi sögu sem einhver lét fylgja:
Tveir drengir, tvíburabræður eru algjörlega á sitt hvorum skalanum; annar er ólæknandi bjartsýnismaður en hinn er svartsýnismaður. Foreldrarnir hafa áhyggjur af öfgunum hjá þeim báðum og fara með drengina til sálfræðings. Hann fylgist með þeim í smá tíma og segir svo að auðvelt sé að hjálpa þeim. Hann segir foreldrunum að fylla eitt herbergi af leikföngum og setja síðan svartsýnis drenginn þar inn og leyfa honum að leika sér að vild. Annað herbergi eigi að fylla af hrossaskít og þar inn eigi að setja bjartsýnisdrenginn. Síðan fylgjast þau með drengjunum í gegnum spegla sem sést í gegnum. Svartsýni drengurinn heldur áfram að vera svartsýnn og segist ekki geta leikið sér að dótinu því hann hafi engan til að leika við. Þau fara þá og fylgjast með bjartsýna drengnum og sjá sér til undrunar að hann er að moka á fullu í gegnum skítinn. Sálfræðingurinn hleypur inn í herbergið og spyr hvað í ósköpunum hann sé að gera. Drengurinn lítur á hann og segir “að á miðað við allan þennan skít þá sé hann viss um að það sé hestur þarna einhversstaðar”.

Og nú er ég á fullu við að grafa eftir hestinum og vonast eftir maí upplýsingum hehe... kondu kallinn, kondu kallinn

18 mars 2007

Fyrsta slúðrið fyrir næstu upplýsingar

Fyrsta slúðrið fyrir næstu upplýsingar. Það er eitt umboð sem segir að 5 nóv verði ekki með. En ég held nú að innst inni reikni fæstir með því hvort eð er þar sem það virðast vera svo rosalega margir með LID númer síðustu dagana í október. Segi samt eins og áður, það væri óskaplega skemmtilegt ef þeir næðu aðeins inn í nóvember því þá aukast líkurnar fyrir okkur í maí. En þetta er samt allt að koma.

14 mars 2007

Sextán mánuðir!!

Í dag eru komnir sextán mánuðir frá LID dagsetningu. Sextán mánuðir það er bara soldið langur tími en það gleðilega við þennan dag er að það er þá að verða stutt eftir því það er ekki möguleiki að þeir næðu að treina þessa 21 daga upp í aðra 16 mánuði haha Við erum því farin að sjá ljósið við endann á göngunum og það ekki bara smá týru heldur þarf að fara að setja upp gleraugu. Hugsið ykkur það!

RQ kom með fyrstu færlsuna sína í heilan mánuð og það er eins og við höfum verið að tala um. Bæði í í verstu spánni og miðspánni þá verðum við í júni en í þeirri bestu mundum við ná í maí. Maí verður því rosalega spennandi held ég bara og ég tala nú ekki um júní ef við náum ekki að troða okkur með maí. Anda rólega núna og klára páskana!

12 mars 2007

Þríburar

Þar sem ég hef bara ekkert að segja núna ákvað ég bara að setja linka á einu þríburana sem vitað er að hafi verið ættleiddir allir saman út úr Kína. Fyrri linkurinn er sagan þeirra og seinni linkurinn er einhverjum mánuðum seinna og þar eru myndir. Þetta er skemmtileg saga og í stuttu máli er hún þannig að 2004 fundust þrjár litlar stúlkur í Qinzhou. Það var miði á hverri og einni þeirra sem sagði að þær væru áttunda, níunda og tíunda dóttir Chen fjölskyldunnar en því miður væri ekki ekki hægt að sjá fyrir þeim. Fjölskyldan vonaði að einhver góð fjölskylda tæki við uppeldinu. Stuttu eftir að þær fundust komu Youtz fjölskyldan til að skoða barnaheimilið þar sem systurnar voru en dóttirin í fjölskyldunni hafði verið ættleidd þaðan árið 1995. Þau sáu litlu þríburana og ákváðu að athuga hvort þau gætu ættleidd þær og eftir eitthvað málavafstur og einhvern tíma þá var ættleiðingin samþykkt og fjölskyldan sótti þær. Endilega skoðið þessa linka, því þetta er skemmtileg og notaleg saga sem endar vel. Æðislegt að þær skuli vera saman áfram allar þrjár.
Linkur
Linkur 2

11 mars 2007

Ammæli..........

Já það er rétt, það er ammæli í dag. Þessi síða er eins árs í dag! Ótrúlegt en satt og hún ber aldurinn bara nokkuð vel held ég, sérstaklega í ljósi þess að upphaflega var ekki reiknað með að hún yrði eldri en fimm til sex mánaða.

Til hamingju með daginn

09 mars 2007

Hmmm

Þá hefst biðin fram að næstu upplýsingum. ætti kannski að setja upp einhverjar spár bara svona til að eyða tímanum... nenni því samt ekki alveg í augnablikinu sé til í dag eða á morgun.

08 mars 2007

Fín kynning

Það er búið að vera fín kynning á ættleiðingarmálum síðsutu daga. Ég veit ekki um aðra en við sátum allavega límd við sjónvarpið í gær að fylgjast með Fyrstu sporunum. Nú fer þetta alveg að koma hjá okkur líka.

Mér sýndist Sigrún spá því að næstu upplýsingar kæmu 4 apríl? eða var það ekki? Ég vona að það sé rétt því þá á Skakki afmæli og það væri flott afmælisgjöf að fá upplýsingar langt inn í nóvember (hey, glasið er hálffullt en ekki hálftómt). Bara 21 dagur eftir þar til kemur að okkur. Það er bara ekki neitt!

07 mars 2007

Uppfærsla

Það er hálftími síðan ég skrifaði síðasta póst og í millitíðinni er búið að uppfæra síðuna JEIJ og húrra.. og þeir uppfæra review room líka ;) það er sem sagt ekekrt að marka pælingarnar frá því í síðasta pósti.

Furðulegur mánuður

Ég er búin að reyna að fylgjast með hvað er að gerast þarna úti í heimi og verð að viðurkenna að ég næ ekki alveg utan um þetta. Eina sem er á hreinu er að þetta er allt öðru vísi en undanfarna mánuði. Stóra spurningin er hvort þeir séu hættir að fylgja LID dagsetningunum eins staðfastlega og áður. Því getur enginn svarað. Það er ekki búið að uppfæra heimasíðuna enn sem styður þá sem segja að það verði ekki gert lengur. En ef það verður ekki gert af hverju er þá ennþá kassinn með gömlu upplýsingunum? Ég myndi halda að kassinn yrði fjarlægður ef ekki á að uppfæra hann.

Almennt er fólk hrætt um að næstu upplýsingar muni ekki ekki ná lengra en til í mesta lagi 1-2 nóvember. Flestir halda meira segja að þær muni bara ná til loka október. En þar sem þeir virðast byrjaðir á að para einhverja af stærstu dögunum þá er ekki gott að segja. Ef þeir ná lengra næst t.d. til 5-7 nóv þá er séns að við fáum okkar í maí. Þetta miðast við að áfram sé farið eftir LID og gömlu reglunum. Ef reglunum hefur verið breytt gætum við alveg eins verið næst..hehe as if..

06 mars 2007

Smá uppfærsla

Sá póst frá einni úr 31.okt hópnum og hún fékk 17 mánaða dóttur ;) Þetta eru hennar orð "But we are just thrilled and totally stunned"

Mig skal ekki undra það. Það má sem sagt eiga von á öllu núna. Pappírarnir þeirra fóru til Kína 23.sept 05 en LId var ekki fyrr en 31.okt 05. Það eru uppi vangaveltur hvort það geti verið ástæðan? En hver veit, þetta eru alla vega gleði fréttir fyrir þau.

Helsta yfirlit slúðurs

Það er allt búið að vera kreisí í slúðrinu. Það er ekki búið að uppfæra síðuna hjá CCAA og ekki er vitað hvort það verður gert. Kannski eru þeir nú hættir því þar sem þeir eru nú búnir að taka í gagnið þetta nýja innra kerfi (þar sem skrifstofur borga fyrir að sjá upplýsingar) en þetta virðist vera fyrsti mánuðurinn sem það er notað. Það var vitað að það stóð til en ekki vitað hvenær þeir myndu byrja að nota það. Hvernig þeir halda að þetta MINNKI slúður veit ég ekki, í rauninni verður þetta bara til þess að ýta undir það ef eitthvað er. Furðulegt.

Aníveis, lokadagurinn virðist vera 24. okt. Allmörg umboð eru búin að tilkynna það. HINSVEGAR þá eru nokkrar tilkynningar um afbrigði sem passa ekki þarna inn í: Það er t.d eitthvað lítið umboð í USA sem fékk upplýsingar um nokkrar umsóknir 31.okt. Það er ekki vitað hversvegna eða hvort þetta fólk hafi verið með ranga LID dagsetningu. Síðan eru fréttir frá einu stóru Evrópuumboði sem fékk 100 umsóknir afgreiddar og þær eru allar með LID 26 okt. OG til að kóróna það, þá fengu þau ekki allar LID umsóknirnar sem voru þennan dag. Þetta umboð segist aldrei fyrr hafa vitað til þess að "cutoff" sé á miðjum degi. Mín spurning er hinsvegar, afhverju 26 okt????? Getur verið að þau hafi öll verið á rangri LID dagsetningu? Þetta umboð var ekki með nein LID milli 14. og 24. okt. Þannig að þetta verður alltaf furðulegra og furðulegra. Það eru líka fréttir af einni konu sem er með LID 17.okt og fékk ekki upplýsingar og engar skýringar á því hversvegna ekki. Umboðið hennar var með tvær umsóknir þennan dag og hin kom eins og reiknað var með en ekki hennar.

05 mars 2007

Ansans

Það er ekki búið að breyta dagsetningunni á heimasíðu CCAA og þar stendur ennþá 13.okt. Hinsvegar er fullyrt að þeir séu búnir að breyta á síðunni sem umboðin hafa aðgang að (þessari sem þarf að borga fyrir) og þar stendur að upplýsingar nái til 24. okt. Ef það er rétt þá er það heldur minna en ég vonaðist eftir ;( eða 11 dagar. Stuna... en við skulum bíða og sjá, þetta ætti að komast á hreint í dag

Update:
Upplýsingar hafa borist til Spánar þannig að það er á hreinu að þetta er að koma, þeir hafa samt ekki staðfest lokadaginn.

Þetta eru 224 umsækjendur samkvæmt könnunum RQ. Ef við höldum okkur við að þeir afgreiði svipað næst og aftur í maí þá er hæpið að hópur 16 sleppi með maí. Ég er ekki að fullyrða neitt en líkurnar eru meiri en minni að við séum þarna á mörkunum, "cutoff" dagur verði 13-14 nóv í maí ;((((( og það þýðir að við fengjum okkar í júní. Ég verð bara ekki eldri!

03 mars 2007

Spennandi?

Ég veit ekki hvort þetta er neitt spennandi lengur. Ég skil ekki af hverju ekki er hægt að senda út boð þegar upplýsingarnar hafa verið sendar af stað og þá eru allir glaðir. Staðan er sú að það er búið að staðfesta að það var sendur pakki frá Kína á föstudag en það er óstaðfest hvað er í honum. Sumir segja upplýsingar en aðrir segja að þetta séu ferðaleyfi fyrir síðasta hóp. Þó nokkur umboð segja að það sé ekki búið að para enn þá og þess vegna ekki búið að senda neitt. En ef ekki er búið að para hvernig geta þeir þá staðfest við fólk að það sé komið að þeim? Það er búið að staðfesta við nokkra sem eru með 19.okt að þau séu með og einnig er búið að láta 27.okt vita að þau séu ekki með. Af hverju í ósköpunum þarf þetta að vera svona leyndardómsfullt? Það er ekki eins og við komust ekki að þessu á endanum...

02 mars 2007

Getur það verið?

Evrópa fullyrðir að upplýsingar hafi verið sendar frá Kína í dag, en USA hefur ekki heyrt orð um það. Ef það er rétt ættum við að heyra meira á mánudag...

UPDATE: Það hafa fleiri látið vita að það sé búið að senda upplýsingar þannig að þetta er talið nokkuð öruggt. Það er líka búið að láta 27. okt vita að þeir séu ekki með ;( Þar fór það...

Ef og ef og ef og meira ef

Það er langt síðan ég hef skoðað excel þannig að það er kominn tími á smá skoðun. Ekki er ósennilegt að þegar þeir birta næstu upplýsingar, vonandi ekki síðar en í næstu viku, að þeir verði með sirka 15 daga skammt. Það er það sem þeir hafa birt að undanförnu. Þar sem við erum með LID í miðjum mánuði þá er ekkert ósennilegt að skiptingin verði öðru hvoru megin við okkar LID dagsetningu. Þetta eru hinsvegar bara 32 dagar að meðtöldum okkar LID degi þannig að ekki eru þetta neitt rosalega margir dagar. Hinsvegar eru þetta samkvæmt RQ mjög margar umsóknir eða yfir 700 og aðeins brot af umsækjendum fara inn á síðuna hennar. En ef og þetta er risa, risa stórt EF þeir myndu afgreiða 16 daga tvisvar í röð.... Þá erum við inni í apríl... smá stríðsdans af taugaveiklun... ég veit að það eru litlar líkur á að þeir geri svo mikið en má maður vona? Það eru farnar að heyrast dagsetningar um lokadag frá 19.okt-26.okt og mér skilst að þessir sem segja 26 okt séu nokkuð vissir í sinni sök og ef þeir teygja sig til 29. okt..þá eru það 16 dagar.. já ó já.. maður má leyfa sér að dreyma.

01 mars 2007

Nýtt video

Og svona til að minna okkur biðfólkið á það hversvegna við erum að bíða þá er hér nýtt video frá Holt umboðinu ameríska. Þetta er ekki langt, 3,5 mínútur en það er eins gott að hafa eitthvað til að þurrka sér um augun, alla vega fékk grenjupúkinn ég tár í augun og varð öll svona meir inni í mér ;) smella hér

Voðalega getur tíminn verið lengi að líða þó hann um leið fljúgi áfram...