Það er gaman að lesa slúðrið núna. Hjartað titrar pínulítið við hvern lestur en það hefur bara gott af því og það er komin spenna í magann. Það er miklu meiri spenna núna heldur en hefur verið síðsutu mánuði á sama tíma mánaðar. Haldiði að það geti kannski verið vegna þess að þetta er alveg að KOMA? hehe
Aníveis, slúður gærdagsins er skemmtilegt fyrir marga, ekki bara okkur heldur líka þá sem á eftir koma:
1. Evróvskt umboð heldur því fram að fólk með LID seint í nóvember fái upplýsingar í maí (jibbí)
2. Annað vel tengt umboð er búið að segja við feb-mars LIDS að þau skuli búast við upplýsingum innan 6 mánaða (meira jibbí)
3. Enn eru nokkrir sem segja að upplýsingar muni ná til 7. nóv en flestir eru á því að þeir sem þetta segi séu að telja dagana en ekki fjölda LID en það er samt ástæða til að segja jibbí
Finnst ykkur þetta ekki spennandi?? Ég ætla ekki að tala neitt um neinar líkur á því að þetta verði svona eða ekki... bara njóta vafans í dag ;)
Það kom tilkynning frá CCAA á heimasíðunni þeirra í gær. Það er búið að þýða hana og samkvæmt þýðingunni segir tilkynningin þetta í aðalatriðum: Öll umboð sem taka þátt í ættleiðingum frá Kína verða að skila inn árlegri skýrslu um framgang mála. 25 umboð skila frábærri skýrslu og þar með talið góðar eftirfylgniskýrslur frá foreldrum eftir heimkomu. 18 koma ekki nógu vel út og þar af eru 5 sem stóðu sig líka mjög illa á síðasta ári. CCAA vonar að erlend ættleiðingarumboð taki þessar skýrslur alvarlega. Þeir sem standa sig vel eru hvattir til að gera það áfram. Þeir sem standa sig illa og sérstaklega þeir sem hafa staðið sig illa 2 ár í röð verða að taka sig á og leiðrétta mistök sín
Í stuttu máli: Sumir eru að vinna frábært starf en aðrir ekki og er þeim best að taka sig á ef ekki á að fara illa fyrir þeim.