Gröfum upp hestinn
Nýjasta slagorðið hjá RQ er "finnum hestinn" og er það byggt á eftirfarandi sögu sem einhver lét fylgja:
Tveir drengir, tvíburabræður eru algjörlega á sitt hvorum skalanum; annar er ólæknandi bjartsýnismaður en hinn er svartsýnismaður. Foreldrarnir hafa áhyggjur af öfgunum hjá þeim báðum og fara með drengina til sálfræðings. Hann fylgist með þeim í smá tíma og segir svo að auðvelt sé að hjálpa þeim. Hann segir foreldrunum að fylla eitt herbergi af leikföngum og setja síðan svartsýnis drenginn þar inn og leyfa honum að leika sér að vild. Annað herbergi eigi að fylla af hrossaskít og þar inn eigi að setja bjartsýnisdrenginn. Síðan fylgjast þau með drengjunum í gegnum spegla sem sést í gegnum. Svartsýni drengurinn heldur áfram að vera svartsýnn og segist ekki geta leikið sér að dótinu því hann hafi engan til að leika við. Þau fara þá og fylgjast með bjartsýna drengnum og sjá sér til undrunar að hann er að moka á fullu í gegnum skítinn. Sálfræðingurinn hleypur inn í herbergið og spyr hvað í ósköpunum hann sé að gera. Drengurinn lítur á hann og segir “að á miðað við allan þennan skít þá sé hann viss um að það sé hestur þarna einhversstaðar”.
Og nú er ég á fullu við að grafa eftir hestinum og vonast eftir maí upplýsingum hehe... kondu kallinn, kondu kallinn
Tveir drengir, tvíburabræður eru algjörlega á sitt hvorum skalanum; annar er ólæknandi bjartsýnismaður en hinn er svartsýnismaður. Foreldrarnir hafa áhyggjur af öfgunum hjá þeim báðum og fara með drengina til sálfræðings. Hann fylgist með þeim í smá tíma og segir svo að auðvelt sé að hjálpa þeim. Hann segir foreldrunum að fylla eitt herbergi af leikföngum og setja síðan svartsýnis drenginn þar inn og leyfa honum að leika sér að vild. Annað herbergi eigi að fylla af hrossaskít og þar inn eigi að setja bjartsýnisdrenginn. Síðan fylgjast þau með drengjunum í gegnum spegla sem sést í gegnum. Svartsýni drengurinn heldur áfram að vera svartsýnn og segist ekki geta leikið sér að dótinu því hann hafi engan til að leika við. Þau fara þá og fylgjast með bjartsýna drengnum og sjá sér til undrunar að hann er að moka á fullu í gegnum skítinn. Sálfræðingurinn hleypur inn í herbergið og spyr hvað í ósköpunum hann sé að gera. Drengurinn lítur á hann og segir “að á miðað við allan þennan skít þá sé hann viss um að það sé hestur þarna einhversstaðar”.
Og nú er ég á fullu við að grafa eftir hestinum og vonast eftir maí upplýsingum hehe... kondu kallinn, kondu kallinn
<< Home