Meinvill og slúðrið

Slúður af netinu um tímasetningar sem upplýsingar berast frá Kína Okkar LID er 14 nóvember 2005

22 mars 2007

Ekkert slúður

Það er sá tími mánaðarins þegar ekkert er að frétta. Heyrist ekki orð.

Meðal annarra orða þá er ég fegin að við erum ekki í Bretlandi. Mikið afskaplega eru þeir eitthvað aftarlega á merinni í ættleiðingarmálunum. Það tekur óratíma hjá þeim að fá samþykki til að ættleiða og svo virðast þeir þurfa að bíða óratíma eftir svörum líka. Hópurinn sem átti að fá upplýsingar síðast (14-23 okt) er t.d. ekki búinn að fá myndir eða upplýsingar enn og það er kominn 22. Púff. Ég yrði bara ekki eldri, ég skal bara viðurkenna það.

Og Holland, það eru svo flóknar reglurnar þar að það er ekki hemja. Fólk sem er með LID í nóv eins og við er búið að vera í ferlinu um 4 ár því það tekur um 2 ár að fá forsamþykkið úff og mér fannst þessir 4-5 mánuðir langir hér. Og þau eru með einhverjar flækjureglur um aldur barnsins miðað við aldur foreldrana og það varð t.d til þess að 4 hollenskar fjölskyldur fengu ekki upplýsingar síðast af því ekki voru nein börn á aldrinum sem þau verða að sækja um.

Þegar ég les svona verð ég bara nokkuð ánægð með flækjustigið hér ;)