Meinvill og slúðrið

Slúður af netinu um tímasetningar sem upplýsingar berast frá Kína Okkar LID er 14 nóvember 2005

05 mars 2007

Ansans

Það er ekki búið að breyta dagsetningunni á heimasíðu CCAA og þar stendur ennþá 13.okt. Hinsvegar er fullyrt að þeir séu búnir að breyta á síðunni sem umboðin hafa aðgang að (þessari sem þarf að borga fyrir) og þar stendur að upplýsingar nái til 24. okt. Ef það er rétt þá er það heldur minna en ég vonaðist eftir ;( eða 11 dagar. Stuna... en við skulum bíða og sjá, þetta ætti að komast á hreint í dag

Update:
Upplýsingar hafa borist til Spánar þannig að það er á hreinu að þetta er að koma, þeir hafa samt ekki staðfest lokadaginn.

Þetta eru 224 umsækjendur samkvæmt könnunum RQ. Ef við höldum okkur við að þeir afgreiði svipað næst og aftur í maí þá er hæpið að hópur 16 sleppi með maí. Ég er ekki að fullyrða neitt en líkurnar eru meiri en minni að við séum þarna á mörkunum, "cutoff" dagur verði 13-14 nóv í maí ;((((( og það þýðir að við fengjum okkar í júní. Ég verð bara ekki eldri!