Meinvill og slúðrið

Slúður af netinu um tímasetningar sem upplýsingar berast frá Kína Okkar LID er 14 nóvember 2005

03 mars 2007

Spennandi?

Ég veit ekki hvort þetta er neitt spennandi lengur. Ég skil ekki af hverju ekki er hægt að senda út boð þegar upplýsingarnar hafa verið sendar af stað og þá eru allir glaðir. Staðan er sú að það er búið að staðfesta að það var sendur pakki frá Kína á föstudag en það er óstaðfest hvað er í honum. Sumir segja upplýsingar en aðrir segja að þetta séu ferðaleyfi fyrir síðasta hóp. Þó nokkur umboð segja að það sé ekki búið að para enn þá og þess vegna ekki búið að senda neitt. En ef ekki er búið að para hvernig geta þeir þá staðfest við fólk að það sé komið að þeim? Það er búið að staðfesta við nokkra sem eru með 19.okt að þau séu með og einnig er búið að láta 27.okt vita að þau séu ekki með. Af hverju í ósköpunum þarf þetta að vera svona leyndardómsfullt? Það er ekki eins og við komust ekki að þessu á endanum...