Nýtt slúður
Tölvan mín er enn í böggi en ég get bara ekki staðist þetta slúður. Það nýjasta nýtt er að evrópsku umboðin eru farin að segja að CCAA ætli sér að skila öllum 2005 umsóknum í síðasta lagi í kringum 01 maí 2007. Það er að segja að þeir muni klára árið þá..okt-nóv og des.... það væri gjörsamlega frábært ef það er satt en þá verða þeir að birta stóran skammt næst því annars er þetta ekki möguleiki. Það virðist sem ekkert af USA umboðunum sé farið að segja þetta en alla vega tvö evrópsk. Flest umboðin eru sammála um að það komi ekkert frá þeim í þessari viku og reikna með næstu viku eins og búið er að tala um heillengi. Ég verð að viðurkenna að mér finnst næsta vika soldið spennandi í sambandi við þetta nýja slúður. Að vísu skil ég ekki alveg afhverju það ætti að vera keppikefli að klára fyrir 01 maí en hvað veit ég svo sem ;) kannski af því þá breytast reglurnar og þá væri gott að hafa bara 2006 umsóknir og það sem komið er af árinu 2007? Hvað finnst ykkur hinum? Finnst ykkur þetta vera sennilegt? Eða líklegt?
<< Home