Meinvill og slúðrið

Slúður af netinu um tímasetningar sem upplýsingar berast frá Kína Okkar LID er 14 nóvember 2005

13 febrúar 2007

Kínverska nýjaárið

Nýtt ár hefst 18 febrúar og þá er ýmis hjátrú í gangi. Það má t.d. ekki klippa hár sitt þann dag og helst ekki þvo það. Ef það er gert þá er hætta á að maður skoli burt heppninni. Það er hinsvegar talið gæfuríkt fyrir árið að klippa sig rétt fyrir nýjaárið og þess vegna er ég búin að panta klippingu í lok vikunnar hehe Það á ekki að vera mikill þvottur þennan dag því vatn skolar burtu. Gott að fá einn dag frí frá hreingerningum! þennan dag fá lika öll börn í kínverskum(asíksum) fjölskyldum nýja peningaeðla í rauðum umslögum. Það er líka tengt heppninni. það eru einhverjar tölur tengdar þessu sem ég kann ekki alveg skil á. Þannig að fólk gefur ekki þá upphæð sem talin er óheilla.