Meinvill og slúðrið

Slúður af netinu um tímasetningar sem upplýsingar berast frá Kína Okkar LID er 14 nóvember 2005

13 febrúar 2007

Ferðatöskur og þyngd

Það er ekkert slúður. Og fáir reikna með að það verði sendar upplýsingar áður en nýaársfríið hefst um helgina. So be it og best að snúa sér að öðru.

Ég rakst á skemmtilegar umræður um þyngdina á ferðatöskunum í fluginu innanlands í Kína. Það virðist vera að þyngdin á handfarangri megi vera 10 pund (ekki er óalagengt að ferðatölvur séu 7 pund). Mér skilst að þeir vigti farangurinn ekki alltaf heldur líti á stærðina. Ef handfarangurinn lítur út fyrir að vera þungur eða er stærri en hann komist í hólfið þá skilst mér að gerðar séu athugasemdir. Það veit þetta kannski einhver betur en ég? Hinsvegar eru reglurnar líka orðnar mjög stífar í Evrópufluginu. Í flugi milli London og Frankfurt um daginn þá var ALLUR handfarangur vigtaður og ekki mátti fara með nema einn hlut um borð (eina tösku.. ekki tösku og myndavél eða tölvu og myndavél). Það er því eins gott að búa sig undir að ferðast létt eða þannig ;)