Meinvill og slúðrið
Slúður af netinu um tímasetningar sem upplýsingar berast frá Kína Okkar LID er 14 nóvember 2005
30 nóvember 2006
29 nóvember 2006
Ef upplýsingar eru lagðar af stað
Þá ættum við að vita á morgun hversu langt þær ná. Það eru nokkrir með LID 15 sept. búnir að fá að vita að þeir hafi ekki verið með og upplýsingar muni ná til og með 8sept. En það ætti að koma í ljós á morgun.
Stork alert?????
Það er eitt umboð búið að tilkynna að búið sé að senda næstu upplýsingar af stað. Það hefur ekki heyrst neitt frá fleirum þannig að maður veit ekki alveg hvort hægt sé að leggja trúnað á það.
Það eru heilmiklar umræður núna um biðtímann og hversu mikið hann hefur lengst og hvernig ekki lítur neitt út fyrir að hann sé að styttast. Það er meira segja byrjað að vitna í Dr. Phil sem segir: Ef fortíðin er svona, nútíðin er líka svona hvers vegna í ósköpunum ætti framtíðin að vera öðruvísi? Hvað eða hvers vegna ætti hún að breytast?"
Ég byrjaði að fylgjast með slúðrinu í mars. Og í hverjum einasta mánuði er reiknað með að NÚ gerist það, NÚ fari hlutirnir að breytast aftur, en ekkert gerist. Meira segja þegar það tók þennan óratíma að fara yfir maí (4 eða 5 mánuði man það ekki alveg) þá voru allir bjartsýnir og sögðu...NÆST gerist það..og á endanum voru allir farnir að segja..þetta breytist í júní, þá kemur minni mánuður.. en það gerðist ekki, það tók fjóra mánuði að fara yfir júní. Það er núna búið að taka þrjá mánuði að fara yfir ágúst. Og ef þeir ná bara til 7-15 sept þá tekur að minnsta kosti tvo mánuði að fara yfir hann. Ég er ekki í neinu svartsýniskasti heldur er ég bara í raunsæisskapi. Ég hlakka til að sjá hversu langt þeir komast með upplýsingarnar núna og svo ætla ég að leggjast aðeins í raunsæisspá fyrir afganginn af þessu ári. Þeir sem eru með mér í einum hópnum og eru með LID síðast í nóvember segjast vera farnir að reikna með tveggja ára bið. Ef biðin verði styttri þá verði það bara gleðilegt en ef ekki þá séu þau alla vega andlega viðbúin. Ég er ekki alveg tilbúin til að fara svo langt á þessari stundu en kannski verður það útkoman þegar ég er búin að leggjast aðeins yfir þetta.
Það eru heilmiklar umræður núna um biðtímann og hversu mikið hann hefur lengst og hvernig ekki lítur neitt út fyrir að hann sé að styttast. Það er meira segja byrjað að vitna í Dr. Phil sem segir: Ef fortíðin er svona, nútíðin er líka svona hvers vegna í ósköpunum ætti framtíðin að vera öðruvísi? Hvað eða hvers vegna ætti hún að breytast?"
Ég byrjaði að fylgjast með slúðrinu í mars. Og í hverjum einasta mánuði er reiknað með að NÚ gerist það, NÚ fari hlutirnir að breytast aftur, en ekkert gerist. Meira segja þegar það tók þennan óratíma að fara yfir maí (4 eða 5 mánuði man það ekki alveg) þá voru allir bjartsýnir og sögðu...NÆST gerist það..og á endanum voru allir farnir að segja..þetta breytist í júní, þá kemur minni mánuður.. en það gerðist ekki, það tók fjóra mánuði að fara yfir júní. Það er núna búið að taka þrjá mánuði að fara yfir ágúst. Og ef þeir ná bara til 7-15 sept þá tekur að minnsta kosti tvo mánuði að fara yfir hann. Ég er ekki í neinu svartsýniskasti heldur er ég bara í raunsæisskapi. Ég hlakka til að sjá hversu langt þeir komast með upplýsingarnar núna og svo ætla ég að leggjast aðeins í raunsæisspá fyrir afganginn af þessu ári. Þeir sem eru með mér í einum hópnum og eru með LID síðast í nóvember segjast vera farnir að reikna með tveggja ára bið. Ef biðin verði styttri þá verði það bara gleðilegt en ef ekki þá séu þau alla vega andlega viðbúin. Ég er ekki alveg tilbúin til að fara svo langt á þessari stundu en kannski verður það útkoman þegar ég er búin að leggjast aðeins yfir þetta.
28 nóvember 2006
Niðuuuuurrrrrrrrr rússibani....
Já það hlaut að koma að niðurferðinni, erum búin að vera á uppleið svo lengi. Fyrsta umboðið til að koma með ákveðna dagsetningu segir 7.sept. Ætla rétt að vona að það sé bara rugl því það væri hræðilega svekkjandi og stutt.
Og svona til að auka leiðindin aðeins frekar þá er enn verið að spá lenginu á biðtímanum og eitt umboð var að senda bréf til mars umsækjenda og láta vita að þeir reiknuðu með að biðtími fyrir vars verði 20-24 mánuðir. Ég veit að þetta er ekki það sem þið viljið heyra ;(
Og svona til að auka leiðindin aðeins frekar þá er enn verið að spá lenginu á biðtímanum og eitt umboð var að senda bréf til mars umsækjenda og láta vita að þeir reiknuðu með að biðtími fyrir vars verði 20-24 mánuðir. Ég veit að þetta er ekki það sem þið viljið heyra ;(
Ég yrði ekki eldri
ef þetta kæmi fyrir okkur: Tvær fjölskyldur sem ég hef verið að fylgjast með, önnur í Nýfundnalandi og hin í Wisc. í USA fengu að vita rétt fyrir upplýsingar að þau væru með vitlaust LID. Þessi í Nýfundnalandi fengu í upphafi að vita sitt LID sem 3.sept 05 en fengu bréf síðasta föstudag sem segir að "því miður voru gerð mistök og þið eruð með LID 13 sept og skuluð því ekki reikna með að fá upplýsingar núna heldur næst". Halló, halló þetta er ógeð. Fjölskyldan í Wisc. var með LID 25. ágúst og hefði því átt að vera með síðast en fengu bréf rétt fyrir upplýsingar sem sagði.."sorry þið eruð ekki með 25. ágúst heldur 5.sept".
Ég skal viðurkenna það að ég vissi ekki að þetta væri eitt af því sem gæti komið upp í þessari bið. Ég er búin að heyra allan tímann að LID-ið er það sem maður horfir á og það fer allt eftir því, en nei svo kemur bara í ljós að það er alveg til í dæminu að maður fái vitlaust LID. GOSH... Og þarna erum við að tala um tvær fjölskyldur sem eru á sitt hvorum staðnum í heiminum þannig að ekki er hægt að kenna því um að þarna sé eitt og sama umboðið.
og annað..takið eftir því að umboðið í Wisc reiknar ekki með að 13 sept. verði með í þessum upplýsingum...
Ég skal viðurkenna það að ég vissi ekki að þetta væri eitt af því sem gæti komið upp í þessari bið. Ég er búin að heyra allan tímann að LID-ið er það sem maður horfir á og það fer allt eftir því, en nei svo kemur bara í ljós að það er alveg til í dæminu að maður fái vitlaust LID. GOSH... Og þarna erum við að tala um tvær fjölskyldur sem eru á sitt hvorum staðnum í heiminum þannig að ekki er hægt að kenna því um að þarna sé eitt og sama umboðið.
og annað..takið eftir því að umboðið í Wisc reiknar ekki með að 13 sept. verði með í þessum upplýsingum...
27 nóvember 2006
Ferðaleyfin
... hljóta að fara að detta inn hjá hópi 15 því þau eru að detta inn í löndunum hér í kring.
Nýjasta slúðrið segir að þeir muni ekki ná til 12 sept í þetta skiptið. En þetta er ekki staðfest þetta er enn bara slúður.
Nýjasta slúðrið segir að þeir muni ekki ná til 12 sept í þetta skiptið. En þetta er ekki staðfest þetta er enn bara slúður.
26 nóvember 2006
LID dagsetningar
Ég er búin að fá nokkrar fyrirspurnir um það hvort ég viti langt er á milli DTC til LID að undanförnu (LID - Log in Date DTC - Dossier to China) hjá öðrum en okkur. Ég skal viðurkenna að ég hef ekki hugmynd um það en ég lagðist í smá rannsóknir og tókast að grafa upp nokkrar dagsetningar og þær sýna svo sem ekki neitt. Þær eru allt frá því að þarna séu bara örfáir dagar upp í það að vera rúmlega mánuðir eins og var hjá hópi 20. Ég sá eina skýringu sem er svo ekkert ósennilegri en hver önnur (það eru allir að reyna að finna skýringar bara til að reyna að skilja hvernig kerfið vinnur). Hún er að pappírarnir komi í stöflum og það sé misjafnt á hvaða borði hver stafli lendir og blalabla... ef maður er heppinn líður stutt á milli og maður er óheppinn þá er langt á milli. Ég veit ekkert hvort þetta er svona en ef maður lítur á dagsetningarnar á myndinni þá er þetta alls ekki ósennileg skýring því sumar dagsetningarnar eru hreint út sagt fáránlegar (smellið á myndina til að stækka hana). Það eru þó flestir sammála um að umsóknir DTC um miðjan sept fái LID um miðjan okt. Neðsta dagsetningin hefur lika fengið nokkuð umtal því hún þykir alveg með eindæmum ótrúleg sérstaklega í ljósi þess að CCAA var í fríi á þessum tíma, en þetta er samt upplýsingarnar sem þetta fólk fékk. Ég setti löndin þar sem tekið var fram hvað LIDin væru hin er sennilega flest frá USA.
23 nóvember 2006
Næsta vika?
Jæja þá eru tvö umboð búin að spá næstu viku. Það kemur nú ekkert á óvart því samkæmt öllu ættu upplýsingar að berast í lok næstu viku eða byrjun þarnæstu. Þannig að ég held að þeir séu ekki að spá neinu þarna heldur bara byggja á sögunni eins og hún hefur verið fram að þessu.
Það eru að detta inn Lid hjá íslensku hópunum okkar og það sem kemur mest á óvart er hvað það er rosalega langur tími frá því pappírarnir koma til Kína og þar til þeir eru loggaðir inn hjá CCAA. Nærri einn og hálfur mánuður fyrir hóp 20 og einn mánuður hjá hópi 22. Ég hef séð að fólk er að vandræðast yfir þessu erlendis, veit að vísu ekki hvort það er þetta sama tímabil en ætla að leggjast í smá rannsóknarvinnu yfir helgina og athuga hvað ég finn.
Óska samt þessum hópum til hamingju með LID-in sín því þarna er næsti steinn í biðinni löngu. Næst er að bíða eftir review herberginu ;). Febrúar ætti að taka skamman tíma en mars gæti tekið óratíma því mér sýnist að það séu hryllilega margir með LID í þeim mánuði. RQ hefur samt ekki gert neina könnun sem er marktæk og nær þetta langt og spurning hvort hún geri það því nú fer að líða að því að hún fái sitt barn því hún er með LId seint í sept 2005. Hún hefur ekki viljað gefa upp hvaða dag það er og segist heldur ekki ætla að birta hver hún er og það verður því áfram á huldu. Ég ætla rétt að vona að einhver taki við svæðinu hennar því það er þvílíkt magn af upplýsingum sem hún fær sent og vandséð hvernig hægt er að finna þetta út ef hún hættir. En það er seinni tíma vandamál.
Það eru að detta inn Lid hjá íslensku hópunum okkar og það sem kemur mest á óvart er hvað það er rosalega langur tími frá því pappírarnir koma til Kína og þar til þeir eru loggaðir inn hjá CCAA. Nærri einn og hálfur mánuður fyrir hóp 20 og einn mánuður hjá hópi 22. Ég hef séð að fólk er að vandræðast yfir þessu erlendis, veit að vísu ekki hvort það er þetta sama tímabil en ætla að leggjast í smá rannsóknarvinnu yfir helgina og athuga hvað ég finn.
Óska samt þessum hópum til hamingju með LID-in sín því þarna er næsti steinn í biðinni löngu. Næst er að bíða eftir review herberginu ;). Febrúar ætti að taka skamman tíma en mars gæti tekið óratíma því mér sýnist að það séu hryllilega margir með LID í þeim mánuði. RQ hefur samt ekki gert neina könnun sem er marktæk og nær þetta langt og spurning hvort hún geri það því nú fer að líða að því að hún fái sitt barn því hún er með LId seint í sept 2005. Hún hefur ekki viljað gefa upp hvaða dag það er og segist heldur ekki ætla að birta hver hún er og það verður því áfram á huldu. Ég ætla rétt að vona að einhver taki við svæðinu hennar því það er þvílíkt magn af upplýsingum sem hún fær sent og vandséð hvernig hægt er að finna þetta út ef hún hættir. En það er seinni tíma vandamál.
22 nóvember 2006
Loksins slúður
Slúðrið segir að CCAA sé byrjað að para saman fyrir næstu upplýsingar. Og það eru þegar komnar þrjár tillögur að lokadagsetningu;
- allur sept eða mestur hluti
- allur sept
- næstu upplýsingar munu koma ánægjulega á óvart
Já nú fara rússibana ferðirnar að byrja. Samt skárra en þessi þögn sem er búin að vera. Það er samt mjög ólíklegt að allur sept verði næst því síðustu dagarnar í ágúst eru frekar stórir. Á móti kemur að september er frekar lítill alveg þar til í lok mánaðarins.
21 nóvember 2006
Ekkert enn...
Það er nákvæmlega ekkert slúður á ferðinni ennþá. Veit ekki hvort þetta þýðir að upplýsingar koma ekki fyrr en í byrjun des. Þetta er samt óeðlilega þögult.
17 nóvember 2006
Ný heimasíða
Í tilefni af árs LID afmæli þá er hópur 16 kominn með nýja heimasíðu. Það er eins gott að við þurfum ekki að bíða í mörg ár því þá verða komnar margar heimasíður fyrir þennan óþolinmóða hóp.
16 nóvember 2006
Nada
Suma daga nennir maður ekki einu sinni að leita að slúðri. Suma daga vill maður helst kúra sig undir sæng og ekkert þurfa að horfast í augu við raunveruleikann þarna úti. Enda er kalt úti og ekki gott að vera að þvælast neitt.
15 nóvember 2006
Allt er tíðindalaust...
Nú fer að líða að þeim tíma sem við getum farið að búast við einhverju slúðri. Það er búið að vera alveg ískyggilega þögult og lítið að frétta. Í gær fór að vísu að stað einhver histeríubylgja á yahoo grúbbunni þar sem vitnað var í einhverja aðila með desember LID sem hefu fengið þær fréttir frá umboðum sínum að þeir fengju upplýsingar í febrúar. Þetta var mjög óljóst eitthvað og t.d. ekki ljóst hvort þessir aðilar kæmu af sömu skrifstofu eða hvað. Til þess að það gæti gerst (des í feb) þá þurfa hlutirnir því miður að breytast all illilega. Til þess að það væri möguleiki þyrfti að klára restina af ágúst og allan sept núna næst. Taka allan október í desember og nóvember í janúar. Ég get ekki alveg séð að það gangi upp.
September er ekki svo stór þannig að hann væri ok en október og nóvember eru því miður þeim mun stærri. Ef við lítum til baka og skoðum maí og júní sem voru stórir mánuðir þá tók það FJÓRA mánuði að merast þar í gegn. Ég er ekki að segja að okt- og nóv verði svo lengi. Ég held að aðstæður séu aðrar núna heldur en voru snemma í vor. Þeir voru að flytja og fólki sem hefur einhverja innsýn í störfin hjá þeim ber saman um að þessir flutningar hafi hægt alveg ótrúlega mikið á öllu ferlinu. Nokkuð sem enginn hafi reiknað með í upphafi og þessi seinkun sé ekki að ganga til baka fyrr en núna fyrst. Það er að segja að það sé núna fyrst sem þeir séu farnir að vinna aftur á fullum afköstum.
Við erum búin að vona frá því í maí að í hverjum mánuði sé komin tímapunkturinn þar sem þetta snúi við aftur og þeir fari að afgreiða hraðar. Málið er hinsvegar að þetta er ekki einu sinn stopp ennþá, ferlið er enn að lengjast. Einhvern tíma í sumar héldu allir í vonina að þeir mundu halda sér í 12 mánuðum því CCAA hafði látið hafa eftir sér við fjölskyldu í Denver með LID í des að þeir gætu reiknað með fá upplýsingar í janúar. Ef þetta stæðist þá fengjum við upplýsingar í desember... í næsta mánuði og ég held það séu allir sammála um að fyrr snjói í helvíti en það gerist. Því miður. Hins vegar er hægt að láta sig dreyma um að í næstu upplýsingum nái þeir að halda við tímann, þannig að hann nái að standa í stað.
Upplýsingarnar komu seint í síðasta mánuði en þá var líka viku frí í byrjun mánaðarins (eða ég held það hafi verið vika). Eitthvað virtist líka hafa komið upp á (prentarinn bilað??) haha ég veit ég er ekki fyndinn en eina leiðin til að halda sönsum í þessu öllu er að reyna að gera smá grín að þessu. En það sem ég er að reyna að segja er að næstu upplýsingar ættu ef allt fer eins og það hefur verið að gera, að koma einhverstaðar í viku 48-49 (27.nóv-8.des). Við erum hálfnuð með viku 46 þannig að það ætti að fara að heyrast eitthvað smá slúður hvað úr hverju.
September er ekki svo stór þannig að hann væri ok en október og nóvember eru því miður þeim mun stærri. Ef við lítum til baka og skoðum maí og júní sem voru stórir mánuðir þá tók það FJÓRA mánuði að merast þar í gegn. Ég er ekki að segja að okt- og nóv verði svo lengi. Ég held að aðstæður séu aðrar núna heldur en voru snemma í vor. Þeir voru að flytja og fólki sem hefur einhverja innsýn í störfin hjá þeim ber saman um að þessir flutningar hafi hægt alveg ótrúlega mikið á öllu ferlinu. Nokkuð sem enginn hafi reiknað með í upphafi og þessi seinkun sé ekki að ganga til baka fyrr en núna fyrst. Það er að segja að það sé núna fyrst sem þeir séu farnir að vinna aftur á fullum afköstum.
Við erum búin að vona frá því í maí að í hverjum mánuði sé komin tímapunkturinn þar sem þetta snúi við aftur og þeir fari að afgreiða hraðar. Málið er hinsvegar að þetta er ekki einu sinn stopp ennþá, ferlið er enn að lengjast. Einhvern tíma í sumar héldu allir í vonina að þeir mundu halda sér í 12 mánuðum því CCAA hafði látið hafa eftir sér við fjölskyldu í Denver með LID í des að þeir gætu reiknað með fá upplýsingar í janúar. Ef þetta stæðist þá fengjum við upplýsingar í desember... í næsta mánuði og ég held það séu allir sammála um að fyrr snjói í helvíti en það gerist. Því miður. Hins vegar er hægt að láta sig dreyma um að í næstu upplýsingum nái þeir að halda við tímann, þannig að hann nái að standa í stað.
Upplýsingarnar komu seint í síðasta mánuði en þá var líka viku frí í byrjun mánaðarins (eða ég held það hafi verið vika). Eitthvað virtist líka hafa komið upp á (prentarinn bilað??) haha ég veit ég er ekki fyndinn en eina leiðin til að halda sönsum í þessu öllu er að reyna að gera smá grín að þessu. En það sem ég er að reyna að segja er að næstu upplýsingar ættu ef allt fer eins og það hefur verið að gera, að koma einhverstaðar í viku 48-49 (27.nóv-8.des). Við erum hálfnuð með viku 46 þannig að það ætti að fara að heyrast eitthvað smá slúður hvað úr hverju.
14 nóvember 2006
LID EINS ÁRS
Við eigum afmæli í dag, við eigum afmæli í dag... við eigum eins árs LID afmæli
Þetta er sungið með grátklökkum rómi því þetta er ekki beint ánægjulegasta afmæli í heimi. En samt er þetta einn áfanginn enn á leiðinni þannig að þetta er ekki bara leiðinlegt.... sem sagt SÆTSÚRT eða SÚRSÆTT afmæli.
Nú er bara styttra þangað til við förum, alla vega einu ári styttra..... dansi dans...
Þetta er sungið með grátklökkum rómi því þetta er ekki beint ánægjulegasta afmæli í heimi. En samt er þetta einn áfanginn enn á leiðinni þannig að þetta er ekki bara leiðinlegt.... sem sagt SÆTSÚRT eða SÚRSÆTT afmæli.
Nú er bara styttra þangað til við förum, alla vega einu ári styttra..... dansi dans...
11 nóvember 2006
Smá tiltekt
Ég lagaði aðeins útlitið og upplýsingarnar sem birtast undir hópunum. Ég er svo fljót að gleyma að ég gleymi öllum dagsetningum um leið og þarf svo að eyða rosa tíma í að leita ef ég þarf að leita aftur í tímann. Setti þetta upp þannig að við sjáum hvenær hópur 15 er að fá sínar upplýsingar. Þá getum við betur gert okkur grein fyrir hvaða tíma við getum reiknað á okkar hópa. Hah... upplýsingaöldin er yndislegur tími til að lifa á.
09 nóvember 2006
Meira um biðtímann
Besta að halda sig bara við þetta efni þar sem það er mér efst í huga þessa dagana. Það er ein síða sem ég hef reynt að forðast en fer þó inn á annað slagið. Þessi síða byggir á reikniformúlu um hvenær upplýsingar berast frá Kína og umreiknar í mögulegan tíma fyrir það LID sem maður er með. Áætlun breytist því í hverjum mánuði. Þetta er hræðileg síða en hún fer skánandi. Fyrst þegar ég fór inn á hana sýndi hún mögulegan mánuð sem var ár fram í tímann, í dag gefur hún mér þessar upplýsingar:
Our prediction for LID 2005-11-14
Our best guess - a weighted average of recent CCAA velocities, guessing that CCAA will perform about as well in the future as they are performing now, but might return to previous trends: 2007-04-08.
Sem sagt mánaðarmótin mars/apríl. Eftir fjóra til fimm mánuði. Ég get lifað með því. Þessi síða veitir líka mjög fínar upplýsingar ef maður nennir að lesa í gegnum annað en bara dagsetninguna sem hún gefur. Hún segir t.d. að miðað við að síðustu upplýsingar náðu til 25 ágúst þá er núverandi staða: 431 dagur sem á eftir að fara yfir. Það er vel rúmlega eitt ár. Í september 2005 þegar biðin var 6-7 mánuðir þá voru þetta 187 dagar. Og hefur aukist um nokkra daga í hverjum mánuði síðan. Þannig að þetta hefur meira en tvöfaldast.
Það er mjög upplýsandi að lesa hlutann sem heitir about this website. Þar er lýst hvernig tíminn hefur lengst og hvers vegna. Þar er horft á þá staðreynd að Kína afgreiðir um það bil 7-800 umsóknir á mánuði en umsóknir eru um 2000. Sem augljóslega gerir það að verkum að röðin heldur áfram að lengjast. Þeir minnast líka á að fjöldi starfsfólks sem vinnur við að afgreiða umsóknir byggist á "budget" frá ríkinu bara rétt eins og hjá okkur. Það er svo auðvelt fyrir okkur að segja "af hverju ráða þeir ekki bara fleira fólk"... við vitum að það er ekki gert svo auðveldlega hér hjá okkur þannig að afhverju ætti það frekar að virka í Kína af öllum stöðum?
Our prediction for LID 2005-11-14
Our best guess - a weighted average of recent CCAA velocities, guessing that CCAA will perform about as well in the future as they are performing now, but might return to previous trends: 2007-04-08.
Sem sagt mánaðarmótin mars/apríl. Eftir fjóra til fimm mánuði. Ég get lifað með því. Þessi síða veitir líka mjög fínar upplýsingar ef maður nennir að lesa í gegnum annað en bara dagsetninguna sem hún gefur. Hún segir t.d. að miðað við að síðustu upplýsingar náðu til 25 ágúst þá er núverandi staða: 431 dagur sem á eftir að fara yfir. Það er vel rúmlega eitt ár. Í september 2005 þegar biðin var 6-7 mánuðir þá voru þetta 187 dagar. Og hefur aukist um nokkra daga í hverjum mánuði síðan. Þannig að þetta hefur meira en tvöfaldast.
Það er mjög upplýsandi að lesa hlutann sem heitir about this website. Þar er lýst hvernig tíminn hefur lengst og hvers vegna. Þar er horft á þá staðreynd að Kína afgreiðir um það bil 7-800 umsóknir á mánuði en umsóknir eru um 2000. Sem augljóslega gerir það að verkum að röðin heldur áfram að lengjast. Þeir minnast líka á að fjöldi starfsfólks sem vinnur við að afgreiða umsóknir byggist á "budget" frá ríkinu bara rétt eins og hjá okkur. Það er svo auðvelt fyrir okkur að segja "af hverju ráða þeir ekki bara fleira fólk"... við vitum að það er ekki gert svo auðveldlega hér hjá okkur þannig að afhverju ætti það frekar að virka í Kína af öllum stöðum?
08 nóvember 2006
Og þá er það aftur í alvöruna
Þá tekur áframhaldandi bið við að nýju. Fyrir nokkrum vikum voru umboð erlendis að ræða um að það virtist vera að tíminn færi að styttast aftur. Núna eru þær fréttir orðnar gamlar og núna er umræðan um að mjög líklega fari bið frá LID alveg í tvö ár. Þetta eru alls ekki nýjar fréttir því evrovsk umboð eru búnin að segja þetta lengi, þau hafa talað um tímann 18-24 mánuði. Hópur 15 beið í 14 mánuði og þrjár vikur. Það er rétt tæplega 15 mánuðir. það er vika í árið hjá okkur í hópi 16... HVERNIG EIGUM VIÐ AÐ HALDA UPP Á ÞAÐ???? hehe á maður ekki að halda upp á alla þessa litlu atburði sem klárast... Það er þá ári minna í bið, eða hvað? Í dag er ég Pollíanna með blítt skap og bros...
07 nóvember 2006
Nú fer þetta að gerast
Ég veit að hópur 15 er alveg að fara yfir um. Ætli þetta fari ekki að skila sér? Ég mundi halda að þetta kæmi seinni partinn í dag eða á morgun. Það eru tveir helgardagar inni í þessari bið og þá gerist ekkert, hvorki hjá okkur eða Kínverjunum. Þannig að eftir daginn í dag, EF upplýsingar hafa komið á fimmtudag sem alls ekki er víst, kannski komu þær ekki til landsins fyrr en á föstudag, þá er þetta bara annar eð þriðji vinnudagurinn frá því þær bárust. Rosalega er erfitt að bíða svona. Ég væri farin að naga þröskuldinn hjá ÍÆ. Þær mundu detta um mig í hvert sinn þegar þær færu út úr skrifstofunni ... ekki góð tilhugsun...
Koma svo koma svo...
Koma svo koma svo...
05 nóvember 2006
LID hópar
Ég prufaði að setja LID hópana hér til hliðar og þyrfti að fá komment hvort þið fílið að hafa þetta svona. Það er soldið skemmtilegt að sjá hversu margir hópar eru komnir en bara vonandi að biðtíminn fari eitthvað að minnka svo fólk þurfi ekki að bíða svona lengi.
Það er alveg að detta í árið hjá okkur. Eftir 9 daga eigum við árs LID afmæli. Ekki það sem ég reiknaði með í upphafi þessarar ferðar ;) Reiknaði ekki með að þetta blogg yrði nema 3-4 mánuði en ég byrjaði í mars og ætlaði að skrifa þar til í ágúst/september þegar við færum út!!!! Það hefur heldur en ekki breyst. Ég hef verið spurð að því hversu lengi ég ætli að halda áframog ég skal bara vera alveg heiðarleg með að ég hef bara ekki hugmynd um það. Þá lofa ég engu og svík engan ;))))
Það er alveg að detta í árið hjá okkur. Eftir 9 daga eigum við árs LID afmæli. Ekki það sem ég reiknaði með í upphafi þessarar ferðar ;) Reiknaði ekki með að þetta blogg yrði nema 3-4 mánuði en ég byrjaði í mars og ætlaði að skrifa þar til í ágúst/september þegar við færum út!!!! Það hefur heldur en ekki breyst. Ég hef verið spurð að því hversu lengi ég ætli að halda áframog ég skal bara vera alveg heiðarleg með að ég hef bara ekki hugmynd um það. Þá lofa ég engu og svík engan ;))))
Þessi furðulegi mánuður ætlar ekki að stoppa
Já það er svo margt sem virtist vera öðru vísi núna. Upplýsingarnar voru lengi að berast (eru samt enn innan eðlilegra CCAA marka), slúðrið var lítið, það virtist enginn vita með vissu lokadagsetningu og umræða kom upp um að kannski mundu einhver LID númer verða færð til. Nú eru upplýsingarnar flestar að berast til USA (við Evrópubúar eru aðeins á eftir og ekki hefur enn heyrst frá neinum þaðan) og það virðist sem enn sé eitthvað furðulegt á ferðinni. Það eru þó nokkrar fjölskyldur með LID 24 og 25 ágúst búnar að láta vita að þær hafi ekki verið með (þegar þetta er skrifað eru ca 25 fjölskyldur búnar að hafa samband við RQ og ég hef séð póst frá tveimur). Í öllum þessum tilfellum þurftu fjölskyldurnar að veita CCAA einhverjar viðbótar upplýsingar þegar þær voru í review herberginu. Þetta voru oftast spurningar varðandi eitthvað heilsutengt eða varðandi fjármálin. Það virðist vera svo að ef fjölskyldurnar þurftu að svara einhverju auka þá var skýrslan þeirra tekin til hliðar og þau duttu úr sinni röð, sem er samt soldið skrítið því ég hef alltaf heyrt að ekki sé hægt að klára review mánuð fyrr en allt er komið inn frá þeim mánuði. Þetta fólk veit sem sagt ekki í dag hvenær þær fær sínar upplýsingar; seinna í þessum mánuði, eða með næsta hópi eða jafnvel þarnæsta. Las bréf frá einni konu sem hafði lent í þessu árið 2001. Hún datt úr LID hópnum sínum og fékk svo upplýsingarnar sínar þremur mánuðum seinna. Sá líka bréf frá Frakklandi og þar var sama sagan. Viðkomandi beið þremur mánuðum lengur eftir upplýsingum heldur en hópurinn. En þetta virðist eingöngu eiga við fólk sem hefur þurft að svara viðbótar upplýsingum. Mér finnst þetta samt soldið scary.. verð að viðurkenna það.
03 nóvember 2006
02 nóvember 2006
Linkur
hah égh er búin að setja tengil inn á síðuna hjá hópi 15.. Nú fer þetta allt að koma og HALLÓ HÓPUR 16 VIÐ ERUM NÆST!!!!!
Fimmtudagur
.. og það er spennandi að sjá hvort fyrstu upplýsingar berast í dag. Það er ekki búið að uppfæra heimasíðuna þannig að við verðum að bíða og sjá hvernig USA hefur það í dag. Ef það er rétt að þeir hafi náð 24 ágúst líka þá eru þeir að afgreiða miklu fleiri umsóknir núna heldur en undanfarið. Eitt umboð sem ég veit um er með 66 umsóknir frá 10 ágúst til og með 24 ágúst og þeir hafa látið fólkið vita að það sé með í þessari umferð. Síðastliðna mánuði hefur þetta sama umboð verið að fá afgreidddar 15-20 umsóknir í hvert sinn. Og þetta er bara eitt umboð. Ef þetta er rétt þá gefur það vonarglætu um að það sé eitthvað að gerast og kannski, kannski verði farið að afgreiða stærri hópa en undanfarna mánuði....
Við ættum að heyra í kringum hádegi hvort eitthvað af upplýsingum sé farið að berast....
Við ættum að heyra í kringum hádegi hvort eitthvað af upplýsingum sé farið að berast....
01 nóvember 2006
Fimmtudagut til USA?
Það lítur út fyrir að fyrstu upplýsingar gætu borist til USA á fimmtudag. Þetta er ekki staðfest en.. og aftur EN.. það er eitthvað á leiðinni. Það er ekki búið að uppfæra heimasíðuna þannig að þetta er ekki staðfest en þeir uppfæra hana oft eftir að upplýsingar hafa borist.
Svo kom athugasemd í gær varðandi það að nú hafa þeir sleppt oktobérmánuði úr. Þetta er víst ekki svo einfalt því CCAA fer ekki eftir dagatalsmánuðum. Þeir senda upplýsingar á 30-38 daga fresti og þetta lendir því oftast á mánaðar millibili. Þetta getur þó færst yfir í næsta mánuð eins og gerist núna eða komið tvisvar í mánuði ef því er að skipta. Þetta er því allt innan marka ennþá þó þetta sé fúlt ;)
Svo kom athugasemd í gær varðandi það að nú hafa þeir sleppt oktobérmánuði úr. Þetta er víst ekki svo einfalt því CCAA fer ekki eftir dagatalsmánuðum. Þeir senda upplýsingar á 30-38 daga fresti og þetta lendir því oftast á mánaðar millibili. Þetta getur þó færst yfir í næsta mánuð eins og gerist núna eða komið tvisvar í mánuði ef því er að skipta. Þetta er því allt innan marka ennþá þó þetta sé fúlt ;)