Meinvill og slúðrið

Slúður af netinu um tímasetningar sem upplýsingar berast frá Kína Okkar LID er 14 nóvember 2005

26 nóvember 2006

LID dagsetningar

Ég er búin að fá nokkrar fyrirspurnir um það hvort ég viti langt er á milli DTC til LID að undanförnu (LID - Log in Date DTC - Dossier to China) hjá öðrum en okkur. Ég skal viðurkenna að ég hef ekki hugmynd um það en ég lagðist í smá rannsóknir og tókast að grafa upp nokkrar dagsetningar og þær sýna svo sem ekki neitt. Þær eru allt frá því að þarna séu bara örfáir dagar upp í það að vera rúmlega mánuðir eins og var hjá hópi 20. Ég sá eina skýringu sem er svo ekkert ósennilegri en hver önnur (það eru allir að reyna að finna skýringar bara til að reyna að skilja hvernig kerfið vinnur). Hún er að pappírarnir komi í stöflum og það sé misjafnt á hvaða borði hver stafli lendir og blalabla... ef maður er heppinn líður stutt á milli og maður er óheppinn þá er langt á milli. Ég veit ekkert hvort þetta er svona en ef maður lítur á dagsetningarnar á myndinni þá er þetta alls ekki ósennileg skýring því sumar dagsetningarnar eru hreint út sagt fáránlegar (smellið á myndina til að stækka hana). Það eru þó flestir sammála um að umsóknir DTC um miðjan sept fái LID um miðjan okt. Neðsta dagsetningin hefur lika fengið nokkuð umtal því hún þykir alveg með eindæmum ótrúleg sérstaklega í ljósi þess að CCAA var í fríi á þessum tíma, en þetta er samt upplýsingarnar sem þetta fólk fékk. Ég setti löndin þar sem tekið var fram hvað LIDin væru hin er sennilega flest frá USA.