Meira um biðtímann
Besta að halda sig bara við þetta efni þar sem það er mér efst í huga þessa dagana. Það er ein síða sem ég hef reynt að forðast en fer þó inn á annað slagið. Þessi síða byggir á reikniformúlu um hvenær upplýsingar berast frá Kína og umreiknar í mögulegan tíma fyrir það LID sem maður er með. Áætlun breytist því í hverjum mánuði. Þetta er hræðileg síða en hún fer skánandi. Fyrst þegar ég fór inn á hana sýndi hún mögulegan mánuð sem var ár fram í tímann, í dag gefur hún mér þessar upplýsingar:
Our prediction for LID 2005-11-14
Our best guess - a weighted average of recent CCAA velocities, guessing that CCAA will perform about as well in the future as they are performing now, but might return to previous trends: 2007-04-08.
Sem sagt mánaðarmótin mars/apríl. Eftir fjóra til fimm mánuði. Ég get lifað með því. Þessi síða veitir líka mjög fínar upplýsingar ef maður nennir að lesa í gegnum annað en bara dagsetninguna sem hún gefur. Hún segir t.d. að miðað við að síðustu upplýsingar náðu til 25 ágúst þá er núverandi staða: 431 dagur sem á eftir að fara yfir. Það er vel rúmlega eitt ár. Í september 2005 þegar biðin var 6-7 mánuðir þá voru þetta 187 dagar. Og hefur aukist um nokkra daga í hverjum mánuði síðan. Þannig að þetta hefur meira en tvöfaldast.
Það er mjög upplýsandi að lesa hlutann sem heitir about this website. Þar er lýst hvernig tíminn hefur lengst og hvers vegna. Þar er horft á þá staðreynd að Kína afgreiðir um það bil 7-800 umsóknir á mánuði en umsóknir eru um 2000. Sem augljóslega gerir það að verkum að röðin heldur áfram að lengjast. Þeir minnast líka á að fjöldi starfsfólks sem vinnur við að afgreiða umsóknir byggist á "budget" frá ríkinu bara rétt eins og hjá okkur. Það er svo auðvelt fyrir okkur að segja "af hverju ráða þeir ekki bara fleira fólk"... við vitum að það er ekki gert svo auðveldlega hér hjá okkur þannig að afhverju ætti það frekar að virka í Kína af öllum stöðum?
Our prediction for LID 2005-11-14
Our best guess - a weighted average of recent CCAA velocities, guessing that CCAA will perform about as well in the future as they are performing now, but might return to previous trends: 2007-04-08.
Sem sagt mánaðarmótin mars/apríl. Eftir fjóra til fimm mánuði. Ég get lifað með því. Þessi síða veitir líka mjög fínar upplýsingar ef maður nennir að lesa í gegnum annað en bara dagsetninguna sem hún gefur. Hún segir t.d. að miðað við að síðustu upplýsingar náðu til 25 ágúst þá er núverandi staða: 431 dagur sem á eftir að fara yfir. Það er vel rúmlega eitt ár. Í september 2005 þegar biðin var 6-7 mánuðir þá voru þetta 187 dagar. Og hefur aukist um nokkra daga í hverjum mánuði síðan. Þannig að þetta hefur meira en tvöfaldast.
Það er mjög upplýsandi að lesa hlutann sem heitir about this website. Þar er lýst hvernig tíminn hefur lengst og hvers vegna. Þar er horft á þá staðreynd að Kína afgreiðir um það bil 7-800 umsóknir á mánuði en umsóknir eru um 2000. Sem augljóslega gerir það að verkum að röðin heldur áfram að lengjast. Þeir minnast líka á að fjöldi starfsfólks sem vinnur við að afgreiða umsóknir byggist á "budget" frá ríkinu bara rétt eins og hjá okkur. Það er svo auðvelt fyrir okkur að segja "af hverju ráða þeir ekki bara fleira fólk"... við vitum að það er ekki gert svo auðveldlega hér hjá okkur þannig að afhverju ætti það frekar að virka í Kína af öllum stöðum?
<< Home