Meinvill og slúðrið

Slúður af netinu um tímasetningar sem upplýsingar berast frá Kína Okkar LID er 14 nóvember 2005

05 nóvember 2006

Þessi furðulegi mánuður ætlar ekki að stoppa

Já það er svo margt sem virtist vera öðru vísi núna. Upplýsingarnar voru lengi að berast (eru samt enn innan eðlilegra CCAA marka), slúðrið var lítið, það virtist enginn vita með vissu lokadagsetningu og umræða kom upp um að kannski mundu einhver LID númer verða færð til. Nú eru upplýsingarnar flestar að berast til USA (við Evrópubúar eru aðeins á eftir og ekki hefur enn heyrst frá neinum þaðan) og það virðist sem enn sé eitthvað furðulegt á ferðinni. Það eru þó nokkrar fjölskyldur með LID 24 og 25 ágúst búnar að láta vita að þær hafi ekki verið með (þegar þetta er skrifað eru ca 25 fjölskyldur búnar að hafa samband við RQ og ég hef séð póst frá tveimur). Í öllum þessum tilfellum þurftu fjölskyldurnar að veita CCAA einhverjar viðbótar upplýsingar þegar þær voru í review herberginu. Þetta voru oftast spurningar varðandi eitthvað heilsutengt eða varðandi fjármálin. Það virðist vera svo að ef fjölskyldurnar þurftu að svara einhverju auka þá var skýrslan þeirra tekin til hliðar og þau duttu úr sinni röð, sem er samt soldið skrítið því ég hef alltaf heyrt að ekki sé hægt að klára review mánuð fyrr en allt er komið inn frá þeim mánuði. Þetta fólk veit sem sagt ekki í dag hvenær þær fær sínar upplýsingar; seinna í þessum mánuði, eða með næsta hópi eða jafnvel þarnæsta. Las bréf frá einni konu sem hafði lent í þessu árið 2001. Hún datt úr LID hópnum sínum og fékk svo upplýsingarnar sínar þremur mánuðum seinna. Sá líka bréf frá Frakklandi og þar var sama sagan. Viðkomandi beið þremur mánuðum lengur eftir upplýsingum heldur en hópurinn. En þetta virðist eingöngu eiga við fólk sem hefur þurft að svara viðbótar upplýsingum. Mér finnst þetta samt soldið scary.. verð að viðurkenna það.