Meinvill og slúðrið

Slúður af netinu um tímasetningar sem upplýsingar berast frá Kína Okkar LID er 14 nóvember 2005

31 mars 2006

Með bros á vör

RumorQueen er búin að fá svar við fyrirspurn gærdagsins. Þar segir bréfritari að CCAA reikni ekki með að bið eftir upplýsingum frá LID degi verði lengri 12 mánuðir. Segir að CCAA finnst best að vinna með 8-12 mánaða tímaramma. Ó hvað þetta voru góðar fréttir. Auðvitað er þetta óstaðfest eins og allt annað en þetta er samt gott slúður ;) Það þýðir að við í hópi 16 ættum að fá okkar upplýsingar á bilinu október-nóvember (11-12 mánuðir).

Annað sem er á floti í slúðurheiminum er að ekki þurfi að bíða í mánuð eftir næstu upplýsingum frá CCAA heldur komi þær um leið og þær verði tilbúnar.. hvað svo sem það þýðir. Gæti auðveldlega þýtt vika eða 3 vikur..eða allt þar á milli. Spennandi að sjá hvaða dagsetnignar verða í því holli ;)

30 mars 2006

GÓÐAR FRÉTTIR LOKSINS

Já ég rakst á góðar fréttir loksins og það er fullyrt að þessar fréttir komi frá einhverjum MJÖG áreiðanlegum aðila með sambönd inn í CCAA. Þetta er á síðunni hjá Rumorqueen og hún segist hafa þurft að endurorða þetta mjög mikið til þess að öruggt væri að enginn gæti komist að því hver hefði sent þessar upplýsingar. En here it goes:

Í þessum upplýsingum kemur fram að CCAA gerir spá fram í tímann um það hversu margar skjalamöppur þeir þurfi frá hverju munaðarleysingjaheimili. Málið er að börnin sem eru ættleidd til erlendra landa (til okkar) þurfa að hafa allt aðrar upplýsingar frá byrjun heldur en þau börn sem ættleidd eru innanlands í Kína. Spáin er byggð á fyrri árum og fylgir þeirri hringrás að suma mánuði er minni eftirspurn og aðra mánuði er meiri eftirspurn. Svo virðist sem CCAA hafi vanmetið hversu margar umsóknir bárust seinni partinn í maí (hvernig áttu þeir líka að geta spáð um það fyrir fram..ég bara spyr) og þess vegna hafi ekki verið sendar fleiri upplýsingar síðast (26-30 maí) þar sem ekki hafi verið tilbúnir pappírar fyrir nógu mörg börn til erlendra ættleiðinga.
Síðan kemur að flutningum CCAA en þeir eru að skipta um húsnæði núna í apríl og það hefur verið að taka mjög mikinn tíma hjá þeim (ég get sko skilið það því fyrirtækið sem ég vinn í flutti fyrir ári í nýtt hús og það tekur tíma). Það er ekki vitað hvenær flutningunum á að vera lokið (ég hafði áður heyrt apríl í því sambandi) en þegar er búið að flytja húsgögnin og tölvurnar og starfsfólkið er byrjað að vinna á nýju skrifstofunni.

Hugleiðing út frá þessu:
Ef CCAA vanmat eftirspurnina ættu þeir ekki að hafa náð í skottið á sér svona í ágúst september kannski? Ég mundi halda það því þessi aðili sem er með þessar upplýsingar segir að hann hafi ekki þá tilfinningu að þeir séu vísvitandi að reyna að hægja á ferlinu. Segir að vísu það væri ekki víst að hann vissi ef svo sé En honum finnist það EKKI vera svo.

Rumorqueen sendi fyrirspurn á hann hvort hann héldi að biðtíminn yrði áfram innan við 12 mánuði og það er spennandi að sjá hverju hann svarar ef hann svarar.

Þetta eru mun betri fréttir en í gær og þær eru í takt við það sem ég hef áður heyrt: að pappírarnir fyrir erlendar ættleiðingar séu mun flóknari en innlendu þannig að það sé ljóst frá byrjun hvort tiltekið barn verði ættleitt erlendis eða innanlands. Og að það sé ekki hægt að kippa inn fleiri börnum til ættleiðingar erlendis nema með einhverjum fyrirvara. Þetta er allt svo flókið fyrirbæri en ég held ég sé að skilja þetta allt betur og betur. Ég verð orðin sérfræðingur í að túlka þessar upplýsingar áður en yfir lýkur thihihi

En mér líður bara miklu betur með þessar fréttir heldur en þessar í gær..phu

29 mars 2006

Þetta verður að vera með þó þetta sé hrollvekjandi...

Ókei. Nú er staðan sú að það er ekki alveg búið að fara yfir maí umsóknirnar, en það er einn dagur eftir 31.maí. Spurning af hverju hann fór ekki með? Ætli það séu svona margar umsóknir þennan eina dag eða eitthvað allt annað? Hver veit..

En.. það er búið að taka þrjá mánuði að fara yfir maí mánuð og nú koma ljótu fréttirnar (þetta er slúður og ALLS ekki staðfest)... Stóru samtökin í USA og Kanada eru mörg hver búin að hafa samband við sína skjólstæðinga sem eru að bíða og segjast reikna með að það muni líka taka þrjá (3) mánuði að fara yfir júní og síðan muni taka tvo (2) mánuði að fara yfir næstu mánuði eftir það. Þetta er skelfileg spá ef þetta gengur eftir. En þetta er jú auðvitað aðeins spá. Veit ekki hvort ég eigi að þora að setja niður mánuðina eftir þessu... Kínaferð í ljósára fjarlægð...

28 mars 2006

So far er slúðrið rétt.....

Loksins er búið að updeita síðuna hjá þeim og það virðist sem slúðrið hafi átt við rök að styðjast buhuhu.. það er bara verið að senda upplýsingar frá 26-30 maí....

27 mars 2006

Sjiiiiitttt

Suma daga rignir inn slúðri meðan aðrir dagar eru mun rólegri. Það allra heitasta kemur frá Hollandi en ég verð að viðurkenna að hollenskan mín er EKKI mjög góð, ég reyndi þó að merast í gegnum síðuna þeirra til að fá staðfestingu á þessum hræðilega orðrómi og þó ég skilji ekki mikið þá skildi ég samt þetta: Hollensku samtökin, Wereldkinderen, heimsóttu CCAA og BLAS núna í mars og birta fréttatilkynningu á heimasíðunni 25.mars fréttin Þeir segja þar eftirfarandi: Eins og staðan er í dag þá berast um 2000 umsóknir á mánuði til Kína (Duidelijk is geworden dat het CCAA maandelijks circa 2000 nieuwe adoptieaanvragen ontvangt uit diverse landen) en börnin sem eru ættleidd erlendis eru um 13.000 á ári (In 2005 zijn voor ongeveer 13.000 kinderen gezinnen in het buitenland gevonden). Þessi tala, 13.000 á ári verði stöðug í bili en muni fækka á næstu árum þar sem fleiri og fleiri börn eru ættleidd innanlands í Kína eftir því sem hagvöxtur eykst hjá þeim. Í dag séu innleiddar ættleiðingar þegar orðnar fleiri en þær sem fara erlendis. og auðvitað eru innlendar ættleiðingar alltaf besti kosturinn fyrir börnin. Þetta muni hafa þær afleiðingar að þar sem fjöldi umsókna eykst en fjöldi barna sé sá sami þá muni biðtíminn aukast (alveg það sama og kemur fram á síðustu bloggfærslu). Í dag sé biðtíminn 11 mánuðir en CCAA búist við að hann fari að lengjast!!!!

Nei nei nei.. ekkis strax plís.. auðvitað er ég bara að hugsa um sjálfa mig þegar ég segi þetta..... Hinsvegar held ég að það sé rétt hjá rumorqueen að það geti ekki verið stöðugt 2000 umsóknir, þetta hlýtur frekar að vera einskonar meðaltal, t.d. ef maí var svona risastór.. eigum við ekki að vona að sumarmánuðurnir séu litlir því þá er fólk í fríum og kannski ekki að sækja um að ættleiða barn? Ég er farin að grípa í hálmstrá. Það verður hinsvegar spennandi að sjá hvort Spánn fær svar við sinni fyrirspurn og hvort hún stemmir við þessa hollensku. Ef svo er þá getum við bara farið að panta okkur ferðir til Spánar í sumar og helgarferðir til einhverrar borgar í haust.. og búa okkur undir Kínaferð eftir áramót hehe mér er ekki hlátur í hug.. en svo er eitt.. þetta eru auðvitað allt ágiskanir. Enginn veit þetta fyrir víst nema CCAA og þeir birta ekki þessar upplýsingar neinstaðar. Þannig að hverju er að treysta.. en ef einhver kann hollensku betur en ég þá plís reynið að lesa eitthvað MJÖG jákvætt út úr fréttatilkynningunni þeirra!

Spennandi

Spánn birtir á heimasíðu sinni bréf sem þeir sendu til Kína 25.mars. Þar spyrja þeir hvort það sé einhver möguleiki að fá upplýsingar um stöðu mála í dag þ.e.a.s hversu langur áætlaður biðtími sé í dag Spánarbréf. Þetta er spennandi og spurning hvort því verður svarað og við fáum þá einhverja hugmynd um hvenær við getum reiknað með ferðalögum okkar ;) Annars er allt að verða vitlaust á slúðursíðunum og núna vill fólk meina að júní sé líka svona stór eins og maí og það komi til með að verða þriggja mánaða törn að fara yfir hann. En ég held að fólk sé bara að verða histerískt út af þessari löng törn sem nú er loks að verða lokið.. eða haldið þið þaggi bara líka?? Við verðum jú að að halda bjartsýninni..

Mér finnst þetta allavega mjög uppörvandi tölur:
Skoðun á júní lauk opinberlega 19.jan og tók því um 51 dag
Skoðun á júlí lauk opinberlega 6. mars og tók því 46 daga
Skoðun á ágúst lauk opinberlega 24.mars og tók því bara 18 daga.

Mér finnst þetta skemmtilegar tölur.. gaman að sjá hvernig september reiðir af.

Spegulasjónir
Menn eru búnir að vera velta mikið fyrir sér ástæðunni fyrir því hversu langan tíma það hefur tekið að fara yfir maímánuð og alveg miljón samsæriskenningar á lofti. Allar virka þær sennilegar, dæmi: 1. Mjög mikil aukning í umsóknum 2. Málið sem kom upp í Hunan (þar sem kom upp að börnum hafði verið rænt frá foreldrum sínum og þau seld til munaðarleysingjahæla og þar er málaferlum að ljúka). 3. DHL týndi bunka af upplýsingum sem send voru til tilvonandi foreldra með upplýsingum um börnin.

Ein af ástæðunum sem er fyrir auknum fjölda umsókna er sú að biðtími í Kína hefur verið mjög stuttur til þessa eða 6-8 mánuðir. En um leið og fleiri umsóknir fara að berast þá óhjákvæmilega lengist biðtíminn.. aha gamla góða orsakakeðjan...

Hunanmálið hefur þau áhrif að nú eru pappírar yfir hvert og eitt barn skoðað mikið betur en áður (og var samt vel skoðað). Sem er gott fyrir okkur líka því þá getum við verið viss um að börnin okkar eru ekki komin til okkar á óheiðarlegan hátt, alla vega verð ég að viðurkenna að ég vil frekar bíða aðeins lengur og vera viss um að allt sé rétt og heiðarlegt heldur en vera í vafa um hvort barninu hafi verið rænt.. úff get bara ekki klárað þá hugsun til enda hún er svo hræðileg...

og DHL málið varð til þess að það þurfti að búa til nýjar upplýsingar um börnin og senda þeim foreldrum sem í hlut áttu (held að þau hafi öll verið í USA). Þetta fólk fékk því bara ljósrit af öllum upplýsingum, myndum og fleira. Og það hefur farið nokkur tími í að gera þetta því þarna var nokkuð stór hópur. Rakst einmitt á heimasíðu einnar fjölskyldunnar um daginn og þau sátu bara og grétu loksins þegar þau fengu upplýsingarnar sínar, mánuði eftir að þær týndust í póstinum og þau búin að bíða milli vonar og ótta allan tímann. Úff það er svooooo margt sem getur skeð á þessari leið.. og svo hélt ég í fávisku minni aað þetta væri auðveldari meðganga heldur en þessi "klassíska" hehe ekki rétt!!!!

26 mars 2006

Athyglisverð grein í NewYork Times

Á flandrinu um netið rakst ég á athyglisverða grein. Hún fjallar um áhuga manna í Ameríkunni á því að rannsaka hvernig fyrstu börnunum sem ættleidd voru frá Kína (1991) gengur að samasama sig við uppruna sinn og lífið í nýja landinu. Með greininni eru slideshow með myndum af stelpunum sem rætt er við í greininni. Fyrir forvitna konu eins og mig sem allt þarf að vita þá er þetta skemmtileg viðbót við allt hitt sem ég er að draga upp um ævintýrið sem í vændum er: Greinin

24 mars 2006

Þetta lítur ekki vel út

...nei alls ekki... það eru fleiri og fleiri sem segjast hafa fengið það staðfest hjá umboðunum sínum að næstu upplýsingar nái yfir 26-30 maí.. 5 daga. Upplýsingarnar eru víst í pósti núna þannig að síðan hjá þeim ætti að uppfærast eftir helgi og þá fæst þetta staðfest.. þangað til getum við krossað putta um að upplýsingarnar nái yfir lengra tímabil..buhuhuh.. en sagan segir einnig að þetta séu um 400 umsóknir sem þeir eru að afgreiða. maí hefur greinilega verið risa, risa stór ef það er rétt..

Góðu fréttirnar eru hinsvegar þær að ágúst er officially kominn úr review herberginu (þar sem umsóknirnar eru skoðaðar). Ég heyrði sagt að þeir setji ekki staðfestinguna á vefsíðuna sína fyrr en búið sé að fá svar við öllum spurningum sem þeir kunna að hafa óskað eftir.. þannig að ef um leið og þeir setja þetta á vefsíðuna þá er maður pottþétt sloppinn í gegnum allt mat ;)

Nú er sem sagt verið að skoða september, síðan er það október og í júní ca ættu okkar pappírar að fara í skoðun.. HOW DOES THAT SOUND???? Svo fer það bara eftir hvaða hraði er í gangi í matching room (þar sem börnin eru pöruð við okkur) og það er þar sem allt er í hægagangi ;(
En ég heyrði líka að þeir séu að vinna eins hratt og þeir geta þannig að það er bara að halda ró sinni.. Eins og þið sjáið er ég í stóisku skapi í dag.. ekki víst ég verði það á morgun haha

STAÐFEST:
The CCAA has finished the review of the adoption application documents registered with our office before August 31, 2005.

The CCAA has finished the placement of children for the families whose adoption application documents were registered with our office before May 25, 2005.

22 mars 2006

Blót blót blót

Já nú er ég að blóta. Nota alla vestfirskuna sem ég fékk með móðurmjólkinni. Ég reyni að halda bjartsýninni en og EN það eru búnar að vera rosa umræður í gangi á þessum stöðum þar sem ég er að reyna að hlera upplýsingar og það eru flestir sammála um það að hversu pirrandi sem það er, þá lítur út fyrir að það séu 12 mánuðir sem sé eðlilegur biðtími núna. TÓLF mánuðir. Mér finndist allt í lagi að bíða í 12 mánuði EF ég vissi 100% að það væru 12 mánuðir. Ekki þessar eilífu pælingar um hvað sé að gerast. Ég verð rekin úr vinnunni fyrir hangs og slór ef þessu heldur áfram. Það er eins gott að fara að byrja að plana gott sumarfrí því það lítur allt úr fyrir að sumarfríið líði með okkur ekki á leiðinni til Kína. Ég veit, ég veit... þetta er svartsýnisraus og barlómur en stundum er bara ekki hægt annað. Stundum er bara ekki neitt annað í stöðunni en tuða við sjálfan sig. Ég sá mynd á einhverri amerískri síðu af barnaherbergi sem bíður eftir barninu og fataskápnum sem er orðinn fullur af fötum. Hvernig verður minn fataskápur eftir átta mánuði til viðbótar? Hann verður sko löngu sprunginn og samt er ég að reyna að hemja mig og kaupa bara eina flík í mánuði (nema þegar ég missi mig og kaupi eitthvað eitt lítið sem mig bráðvantar). Næsta vika verður óendanlega lengi að líða meðan beðið er eftir næstu upplýsingum frá Kína, hvort þeir birti bara til loka maí eins og verstu hrakspárnar segja eða hvort það nær fram yfir 10 júní eða lengra....

commenting and trackback have been added to this blog.

21 mars 2006

Enn meira slúður

Það mætti halda að ég gerði ekki annað en liggja yfir slúðrinu (rétt). En enn eitt slúðrið var að koma heitt inn og slúðurmaskínurnar fullyrða að þetta sé ekki slúður heldur staðreynd. Einhver Breti sem ekki er með LID númer bað vini sína í Kína að hringja í CCAA og forvitnast um LID númerið. Þeim var sagt að þau væru með LID snemma í september og þau mættu búast við upplýsingum í júlí. Mér skilst að UK hafi ekki ættleiðingarumboð og fái því sjaldnast að vita um LID númerin sín nema í gegnum BLAS sem ekki gat hjálpað í þessu tilfelli og þau hringdu því upp á von og óvon í CCAA. En getur verið að þetta sé rétt þar sem UK er t.d. miklu stærra en Ísland og við erum með umboð???? Og hvernig er það með CCAA, ég hélt að það mætti ekki hringja í þá.. þetta er allt saman mjög furðulegt.

Allt að verða vitlaust: Hverju á að trúa?

Já nú fór slúðrið af stað og nú er allt að verða vitlaust. Það virðast allir vera sannfærðir um að það sé alveg að koma að því að Kína sendi út næsta skammt af upplýsingum; annað hvort alveg síðast í mánuðnum eða fyrstu dagana í apríl. Það er gott og blessað en fólk er að fara á límingunum við að reyna að giska á hverjir komi til með að fá upplýsingar. Það virðist sem umboðið sem alltaf er að tala um að allur júní komi næst sé bara með eina LID dagsetningu í júní og það er 9 júní þannig að það er spurning hvort það sé aftur verið að deila út svona fáum dögum (26maí-9júní).

Spánn á víst að vera með mjög áreiðanlegar upplýsingar og hefur yfirleitt verið mest að marka það sem þeir segja. Hinsvegar segja þeir núna að það verði BARA restin af maí sem komi næst. Það bara getur ekki verið satt, það bara getur ekki verið. Þeir höfðu víst rangt fyrir sér með síðasta slúður (fyrir þann tíma sem ég byrjaði að fylgjast með) og nú er bara að VONA að þeir hafi aftur ragnt fyrir sér.

En skemmtilegar fréttir svona í restina. Það eru víst að berast TA (travel approvals) til þeirra sem fengu upplýsingar 27. feb. Það þýðir að þeir hafa verið örfljótir að vinna úr þeim gögnum og senda leyfin, kannski bara rétt um þrjár vikur. Það þarf að senda svörin til baka til Kína og síðan þurfa þeir að vinna úr þeim og senda þessi TA. Ekki er hægt að panta ferðir fyrr en þessi TA berast til okkar.

20 mars 2006

Nýjasta slúðrið

Það er ekki mikið í gangi núna, en gæti komið nýtt slúður inn í dag samkvæmt einhverjum pælingum. Ekki veit ég hvernig fólk fer að því að reikna út hvenær slúðrið gætis birst en þetta eru greinilega háþróuð vísindi ;)

Hins vegar voru tvenn skilaboð í yahoo grúpunni og annað er frá aðila sem er að ættleiða í gegnum Living Hope sem er bandarískt og hún segist hafa fengið bréf frá þeim þar sem þeir reikna með að biðin sé í dag 39 vikur. Önnur kona svarar þessu og segir að sín samtaök tali um 6 mánaða bið fyrir okkur í viðbót.

OK ef þetta eru 39 vikur þá mundi það þýða..hmm í kringum 14 ágúst?? Hin talan er 6 mánuðir í viðbót og þá er það upp úr miðjum september... Þannig að samkvæmt báðum þessum spám þá erum við í kringum þann tíma sem ég er alltaf að tauta um að ég fari út.. eða 15 sept ;) Ég get alveg lifað með því en fer hinsvegar örugglega yfir um ef það er mikið lengri tími...

15 mars 2006

Matching room í Kína

Ég fann hér mynd sem ég bara verð að deila með ykkur. Þetta er mynd af pappírum í matching room (þar sem börning eru pöruð við foreldra sína). Hvert ættleiðingarumboð hefur sinn eiginn lit þannig að það er hægt að sjá hvaða fjölskyldur koma frá sama umboðinu með því að skoða litina. Mér skilst að hver mappa sé ein fjölskylda. Þetta er ekkert smáræðis magn


Þegar maður hefur séð svona mynd þá fer maður að skilja aðeins hvað umfangið er gífurlegt. Ég var einu sinni með einhverjar aðrar myndir líka ég ætla að reyna að finna þær og pota þeim hingað inn.

Næsta holl?

Æi, ég var að vona að það hefðu komið fram upplýsingar frá CCAA í dag. Það er nefnilega búinn að vera sterkur orðrómur á kreiki um að þeir myndu birta upplýsingar um miðjan mánuðinn og í dag er náttúrulega nákvæmlega miður mánuður.

14 mars 2006

Nýtt kommentakerfi

Setti inn kommentakerfi frá haloskan því það er svo leiðinlegt að nota þetta frá blogger sjálfum. En um leið duttu út þau komment sem komin voru, sorry ;)

11 mars 2006

Fyrsta slúðrið!

Staðfest:
CCAA er búið að skoða allar júlíumsóknir (review room) og búið að afgreiða allar umsóknir sem eru LID til og með 25. maí 2005 (sjá tilkynningu hér neðar sem tekin var af heimasíðu CCAA).

Óstaðfest:
Fyrst er það jákvæðar sögusagnir:
Þetta eru sögusagnir sem eru búnar að ganga í ca eina viku. Sagan segir að núna sé september mánuður kominn í Review Room! Ef það er satt þá virðist sem Kína sé að vinna á fullu við að vinna upp tímann sem hefur verið að lengjast að undanförnu. Og ef það er satt þá eru bara tveir mánuðir í að okkar pappírar fari í skoðun hipphipp húrra

Síðan er það neikvæða sagan:
Annað slúður sem er nýlega farið af stað er hinsvegar öllu verra fyrir okkur EF það reynist satt sem ég vil alls ekki trúa. Sem sagt, það er einhver aðili í Feb LID yahoo póstslistanum sem segir að þeim hafi verið sagt af sænska ættleiðingarfélaginu þeirra að CCAA hafi sagt þeim og öðru sænsku ættleiðingarfélagi að biðtíminn muni fljótlega fara að lengjast í 18 mánuði. Þetta er náttúrulega skelfilegt EF það er satt en common afhverju lætur CCAA bara Svíana vita? Er það ekki frekar ótrúlegt? Mundu þeir ekki setja þetta á heimasíðuna sína ef það væri svona mikil lenging á tímanum?

Ég vil frekar trúa þessu fyrra, alla vega þangað til við sjáum næstu birtingu upplýsinga!

Review room: Pappírarnir okkar fara fyrst þangað til skoðunar
Matching room: Þar eru við pöruð saman við börnin sem okkur eru ætluð



Fyrsta ágiskun um tíma

Þetta er fyrsta ágiskun um áætlaðan tíma. Eins og sést er ég bara bjartsýn um að okkar upplýsingar berist í ágúst og við við færum þá út ca. átta vikum seinna. En þetta er auðvitað bara hrein og klár ágiskun sem getur þess vegna breyst á morgun. Tíminn hefur hinsvegar klárlega verið að lengjast. Til þess að sjá myndina betur er nóg að smella á hana.

Tilgangurinn

Þessi síða er eingöngu ætluð í einum tilgangi: Að halda utan um slúðrið af Netinu varðandi tímasetningar sem við getum vonast eftir upplýsingum frá Kína um barnið okkar sem þar bíður. Það skal tekið fram að hér er ekki um staðfestar upplýsingar að ræða heldur er hér eingöngu slúður og getgátur. Einu upplýsingarnar sem eru staðfestar eru þær sem þegar hafa borist.