Spánn birtir á heimasíðu sinni bréf sem þeir sendu til Kína 25.mars. Þar spyrja þeir hvort það sé einhver möguleiki að fá upplýsingar um stöðu mála í dag þ.e.a.s hversu langur áætlaður biðtími sé í dag
Spánarbréf. Þetta er spennandi og spurning hvort því verður svarað og við fáum þá einhverja hugmynd um hvenær við getum reiknað með ferðalögum okkar ;) Annars er allt að verða vitlaust á slúðursíðunum og núna vill fólk meina að júní sé líka svona stór eins og maí og það komi til með að verða þriggja mánaða törn að fara yfir hann. En ég held að fólk sé bara að verða histerískt út af þessari löng törn sem nú er loks að verða lokið.. eða haldið þið þaggi bara líka?? Við verðum jú að að halda bjartsýninni..
Mér finnst þetta allavega mjög uppörvandi tölur:
Skoðun á júní lauk opinberlega 19.jan og tók því um 51 dag
Skoðun á júlí lauk opinberlega 6. mars og tók því 46 daga
Skoðun á ágúst lauk opinberlega 24.mars og tók því bara 18 daga.
Mér finnst þetta skemmtilegar tölur.. gaman að sjá hvernig september reiðir af.
SpegulasjónirMenn eru búnir að vera velta mikið fyrir sér ástæðunni fyrir því hversu langan tíma það hefur tekið að fara yfir maímánuð og alveg miljón samsæriskenningar á lofti. Allar virka þær sennilegar, dæmi: 1. Mjög mikil aukning í umsóknum 2. Málið sem kom upp í Hunan (þar sem kom upp að börnum hafði verið rænt frá foreldrum sínum og þau seld til munaðarleysingjahæla og þar er málaferlum að ljúka). 3. DHL týndi bunka af upplýsingum sem send voru til tilvonandi foreldra með upplýsingum um börnin.
Ein af ástæðunum sem er fyrir auknum fjölda umsókna er sú að biðtími í Kína hefur verið mjög stuttur til þessa eða 6-8 mánuðir. En um leið og fleiri umsóknir fara að berast þá óhjákvæmilega lengist biðtíminn.. aha gamla góða orsakakeðjan...
Hunanmálið hefur þau áhrif að nú eru pappírar yfir hvert og eitt barn skoðað mikið betur en áður (og var samt vel skoðað). Sem er gott fyrir okkur líka því þá getum við verið viss um að börnin okkar eru ekki komin til okkar á óheiðarlegan hátt, alla vega verð ég að viðurkenna að ég vil frekar bíða aðeins lengur og vera viss um að allt sé rétt og heiðarlegt heldur en vera í vafa um hvort barninu hafi verið rænt.. úff get bara ekki klárað þá hugsun til enda hún er svo hræðileg...
og DHL málið varð til þess að það þurfti að búa til nýjar upplýsingar um börnin og senda þeim foreldrum sem í hlut áttu (held að þau hafi öll verið í USA). Þetta fólk fékk því bara ljósrit af öllum upplýsingum, myndum og fleira. Og það hefur farið nokkur tími í að gera þetta því þarna var nokkuð stór hópur. Rakst einmitt á heimasíðu einnar fjölskyldunnar um daginn og þau sátu bara og grétu loksins þegar þau fengu upplýsingarnar sínar, mánuði eftir að þær týndust í póstinum og þau búin að bíða milli vonar og ótta allan tímann. Úff það er svooooo margt sem getur skeð á þessari leið.. og svo hélt ég í fávisku minni aað þetta væri auðveldari meðganga heldur en þessi "klassíska" hehe ekki rétt!!!!