Ég setti dagsetningarnar upp í excel til að sjá hvernig þetta liti allt út. Það er alveg sama hvernig ég reyni að skoða þetta þetta, ég fæ bara ekki neitt til að færast framar en febrúar í fyrsta lagi.
Slúðrið er allt frá því að segja að nú sé eitthvað að gerast og allt fari að taka stökk upp í að þetta muni taka 24 mánuði eða lengur. Alveg óþolandi. Og CCAA virðist aldrei segja það sama í tveimur löndum í röð, þannig að ekki er hægt að hengja sig á þær litlu upplýsingar sem þeir gefa frá sér. Claude hinn kanadíski segir að umboðið sitt sé enn með einhverja ofurbjartsýni og þeir halda fast í að hann muni fá sínar upplýsingar í lok árs 2006, eða nálægt þeim áramótum (held hann sé með 11 nóv). Hann segir líka að vinafólk sitt sé með LID í okt (8eða10) og þar hafði umboðið þeirra samband og bað það að fara að undirbúa sig undir ferðina til Kína. Þetta er sex vikna kúrs um lifnaðarhætti í Kína og umönnun barna. Og þetta verður að gerast áður en þau fara til Kína. Hmm veit einhver eitthvað meira en við hin?
En ef tíminn á ekki að halda áfram að lengjast þá verður eitthvað að fara að gerast. Mér skilst líka á slúðrinu að það ekki sé neitt á döfinni að setja frekari aðgangstakmarkanir. Einhleypir verða áfram með sama kvóta 8% og svo framvegis. Enda varla hægt að minnka þann kvóta nema taka hann alveg af, 8% er nú ekki há tala.
Hér í gamla daga (á tímum SARS) þá var settur kvóti. Þar sem þeir vilja ekki setja neinn kvóta núna er það ekki ábending um að þeir telji sig fara að geta ráðið við það sem kemur? Eða hvað? Ég er alveg frústereruð þessa dagana.