Ýmislegt
Það er ýmislegt rætt þessa dagana. Eitt af því sem er að koma aftur upp á yfirborðið er hækkað gjald til barnaheimilanna. Sú umræða komst fyrst af stað í fyrrasumar rétt áður en hópur 16 fékk upplýsingar að til stæði að hækka gjaldið úr 3000 usd upp í 4000. Ekkert varð þó af því og smámsaman lognaðist umræðan út aftur. Þetta er hinsvegar komið aftur upp á yfirborðið og virðist sem sum fylki séu þegar búin að hækka og ekki í 4000 heldur í 5000. Þetta gjald hefur hinsvegar verið óbreytt í mörg ár, frá því 1990 og eitthvað skilst mér þannig að það ætti svo sem ekkert að koma neitt á óvart. Flestir virðast hins vegar sammála um að af hækkun verði varla fyrr en eftir Olympíuleikana. Það á greinilega allt að gerast þá.
Það virðist ekki hafa verið neitt stór bunki af umsóknum sem afgeiddur var núna síðast en það voru alls 8 dagar. Inni í því er væntanlega ein helgi. Menn eru eitthvað að vitna í fundi með CCAA þar sem þeir eiga að hafa sagt að árið 2009 þá fari allt af stað aftur. Já, já ábyggilega en þá eru líka Olympíuleikarnir búnir og þá er þetta eins og altalað hefur verið að hluti af seinkuninni sé þeim að kenna. En hver veit þetta kemur allt í ljós.
Kerfið varðandi SN börnin virðist einnig vera að breytast eitthvað og eru nokkrar skrifstofur farnar að vinna eftir nýja kerfinu en það byggist á því að það er allt rafrænt! Jáhá allt rafrænt bara, enginn pakki sendur og DHL og eitthvað vesen. Bara gamla góða yndislega Internetið. Það hefur enn ekki komið nein reynsla á það hvort þetta sé eitthvað fljótlegra þar sem það eru bara nokkar fjölskyldur í USA sem hafa prufað þetta kerfi. En það er óskandi því eins og staðan er í dag þá er biðin 100 dagar plús frá upplýsingum og þar til faraleyfi berst. það er svakalega langur tími þegar fólk er komið með mynd af barninu sínu og bíður þess að fara út. þannig að allt sem verður til þess að stytta þá bið er frábært ;)
Það virðist ekki hafa verið neitt stór bunki af umsóknum sem afgeiddur var núna síðast en það voru alls 8 dagar. Inni í því er væntanlega ein helgi. Menn eru eitthvað að vitna í fundi með CCAA þar sem þeir eiga að hafa sagt að árið 2009 þá fari allt af stað aftur. Já, já ábyggilega en þá eru líka Olympíuleikarnir búnir og þá er þetta eins og altalað hefur verið að hluti af seinkuninni sé þeim að kenna. En hver veit þetta kemur allt í ljós.
Kerfið varðandi SN börnin virðist einnig vera að breytast eitthvað og eru nokkrar skrifstofur farnar að vinna eftir nýja kerfinu en það byggist á því að það er allt rafrænt! Jáhá allt rafrænt bara, enginn pakki sendur og DHL og eitthvað vesen. Bara gamla góða yndislega Internetið. Það hefur enn ekki komið nein reynsla á það hvort þetta sé eitthvað fljótlegra þar sem það eru bara nokkar fjölskyldur í USA sem hafa prufað þetta kerfi. En það er óskandi því eins og staðan er í dag þá er biðin 100 dagar plús frá upplýsingum og þar til faraleyfi berst. það er svakalega langur tími þegar fólk er komið með mynd af barninu sínu og bíður þess að fara út. þannig að allt sem verður til þess að stytta þá bið er frábært ;)