Meinvill og slúðrið

Slúður af netinu um tímasetningar sem upplýsingar berast frá Kína Okkar LID er 14 nóvember 2005

27 september 2008

Hundar í Kína

Hér er fyrsti póstur á breyttu bloggi og það fjallar um hunda.

Í Kína eru strangar reglur um hundahald - þeas í borgunum. Eflaust allt öðru vísi í sveitunum. Þannig mega hundar í borgum ekki vera hærri en 20 cm og eiga alltaf að vera í ól þegar þeir eru úti. Í Bejing má ekki labba út með hundana nema fyrir klukkan 7 og eftir klukkan 18. Það fólk sem býr ekki í stórborgum þarf þó ekki að fara eftir þessum 20 cm reglum og þar á fólk allskonar hunda. Þeir verða þó að fá hundaæðissprautur og vera skráðir í næstu borg.

Í Beijing er fullt af stöðum sem sérhæfa sig í allskonar hlutum fyrir gæludýr fólks (allt frá dóti upp í sérhæfða snyrtingu). Þetta er vaxandi bisness þar sem einbarnareglan ýtir jafvel við fólki að eignast dýr, þannig verður hundurinn jafnvel að barni nr tvö.

Hundar mega ekki vera í görðum eða á opinberum svæðum þar sem margt fólk er samankomið. Eftirbreytnivert að mínu mati og alltaf í bandi.

Breytingar

Ég nenni ekki lengur að skrifa um stöðu mála hjá CCAA. Það eru allir hvort eð er að fylgjast með sjálfir þannig að þetta er eiginlega orðið óþarft. Ég tími samt ekki laveg að hætta með þetta blogg því mér finnst svo margt skemmtilegt í Kína og svo er tenginin auðvitað augljós ;)

Ég ætla því að breyta þessu í blogg þar sem er að finna hitt og þetta sem mér finnst athyglisvert og vonandi finnst það fleirum því það er ekki gaman að skrifa bara fyrir sig einann haha.

08 ágúst 2008

Lítur ekki vel út

Lítur ekki vel út fyrir næstu upplýsingar. Slúðrið segir að endadagur er 27.jan 2006 og það er tveimur dögum lengra en þeir komust í síðasta mánuði. Ekki gott! Næstu dagar á eftir (árið 2006) tilheyrðu kínverska nýa árinu og þá var allt lokað og því spurning hvort það eru einhver LID á þeim dögum... hefði því verið pólitískt mjög flott að láta endadag vera einhvern tíma á því tímabili bara svo þetta virtist ná yfir lengri tíma. En Kínverjar hugsa greinilega ekki eins og ég og fara eftir "rétt er rétt". Eins og ég hef áður sagt mun þetta ætla að taka forever að fara yfir janúar mánuð, þetta er að verða eins langur tími og tók að fara yfir risamánuðinn nóvember 2005. Skrítið!

07 júlí 2008

Frábært, heilir fimm

Eða þannig. Er víst samt spurning um hvort það séu heilir fimm þegar það er ein helgi með inni í þessum fimm dögum. Þrír vinnudagar! En sem sagt, slúðrið bendir til þess að 25.jan. 2006 sé lokadagur að þessu sinni. Ekki mjög gleðilegt fyrir þá sem eru að bíða...

13 júní 2008

Styttra en menn héldu....

Já tveimur dögum styttra... náði til 20 jan. en ekki 22 en eins og menn vonuðu. Þetta ætlar að dragast.

06 júní 2008

Slúðrið komið af stað

Og segir að upplýsingar muni verða til og með 22 jan. hmmm ekki er það nú neitt spes. Þá er búið að taka fjóra (4) mánuði að fara yfir það sem búið er af janúarmánuði. Niðurstaða verður því alla vega fimm mánuðir sem tekur að fara yfir þann mánuð. Sem er ekki neitt sérstaklega gott. reikni nú hver sem betur getur hversu lengi við erum að komast í gegnum árið ef það tekur, ja segjum bara 4 mánuði að fara yfir hvern mánuð. Það eru þá 4x12 sem gerir 48 mánuði. Nei það er ekki alveg í lagi eða þannig. En það hefur sem sagt komið á daginn að þetta með að það yrði farið að birta tvær vikur í hvert sinn strax eftir áramótin 2008 það hefur ekki staðist! Því miður. 4 feb var búið að fara yfir 27 des og í byrjun júní er nokkuð öruggt að þeir ná til 22 jan. JÆKES

04 maí 2008

Næsta lota hafin

Fyrstu myndir fóru að berast á föstudaginn var. Enn hefur enginn látið vita sem er með LID seinna en 12 jan 2006. Bömmer!

25 apríl 2008

Búið í review

Hey til hamingju hópur 23 með að vera loksins komnnir úr review en óstaðfestar fréttir segja að búið sé að breyta boxinu á innri síðu CCAA og tilkynna að búið sé að skoða allar umsóknir til og með 31.des 2006. Glimrandi gangur bara ;)