Meinvill og slúðrið

Slúður af netinu um tímasetningar sem upplýsingar berast frá Kína Okkar LID er 14 nóvember 2005

27 september 2008

Hundar í Kína

Hér er fyrsti póstur á breyttu bloggi og það fjallar um hunda.

Í Kína eru strangar reglur um hundahald - þeas í borgunum. Eflaust allt öðru vísi í sveitunum. Þannig mega hundar í borgum ekki vera hærri en 20 cm og eiga alltaf að vera í ól þegar þeir eru úti. Í Bejing má ekki labba út með hundana nema fyrir klukkan 7 og eftir klukkan 18. Það fólk sem býr ekki í stórborgum þarf þó ekki að fara eftir þessum 20 cm reglum og þar á fólk allskonar hunda. Þeir verða þó að fá hundaæðissprautur og vera skráðir í næstu borg.

Í Beijing er fullt af stöðum sem sérhæfa sig í allskonar hlutum fyrir gæludýr fólks (allt frá dóti upp í sérhæfða snyrtingu). Þetta er vaxandi bisness þar sem einbarnareglan ýtir jafvel við fólki að eignast dýr, þannig verður hundurinn jafnvel að barni nr tvö.

Hundar mega ekki vera í görðum eða á opinberum svæðum þar sem margt fólk er samankomið. Eftirbreytnivert að mínu mati og alltaf í bandi.

Breytingar

Ég nenni ekki lengur að skrifa um stöðu mála hjá CCAA. Það eru allir hvort eð er að fylgjast með sjálfir þannig að þetta er eiginlega orðið óþarft. Ég tími samt ekki laveg að hætta með þetta blogg því mér finnst svo margt skemmtilegt í Kína og svo er tenginin auðvitað augljós ;)

Ég ætla því að breyta þessu í blogg þar sem er að finna hitt og þetta sem mér finnst athyglisvert og vonandi finnst það fleirum því það er ekki gaman að skrifa bara fyrir sig einann haha.