Meinvill og slúðrið

Slúður af netinu um tímasetningar sem upplýsingar berast frá Kína Okkar LID er 14 nóvember 2005

03 september 2007

Erfiður gleðidagur

Dagurinn í dag rann upp með mígandi rigningu að íslenskum hætti en þó með öllu meiri raka en fylgir þeirri íslensku. Og það er búið að rigna í allan dag bæði inni og úti.

Þetta var heilmikill gleðidagur hjá okkur 30menningunum en litlu dömurnar voru vægast sagt skelfingu lostnar. Það er mikið búið að gráta í allan dag og enn heyrist grátur á stöku stað ef maður röltir eftir ganginum. Auðvitað er ekki bara grátur, inn á milli hafa þær leikið sér og almennt séð horft á heiminn undrunaraugum. Held það sé rétt hjá mér að þær hafi allar grátið nema ein, sú er hörkugrallaraspói og er búin að vera á hlaupum á eftir bolta um alla ganga.

Við foreldrarnir erum búin að vera á þessum típísku foreldragangafundum þar sem við stöndum eða sitjum með börnin og þau sem treysta sér til þess skoppa og leika sér saman. Það eru þó ekki allar sem eru svo burðugar.

Ég er ekki með neinar myndir, frá því í dag því það fór allt í upplausn þegar átti að taka myndirnar því gráturinn og lætin voru svo mikil að við vissum ekki fyrr en við vorum öll komin aftur út í rútu með fullt af grátandi börnum. 'UFF, erfitt en nú eru flestar sofnaðar og bara spurning hvort þær vakni fyrir allar aldir til að vekja okkur stressforeldrana.

Set hér inn linkinn á kynningarsíðuna sem er á hópasíðunni sem upphaflega átti að vera. Þessi síða var tilbúin og þess vegna get ég hent henni út þó ekkert frontpage sé til staðar :) Þessarmyndir verða að duga þar til á morgun en þá er stefnan að taka nýjar myndir af þeim öllum. Dæturnar kynning