Breytt plan
Anna Kristín eyddi nærri þremur tímum sunnudaginn fyrir brottför í að færa yfir öll forrit sem þurfti til að skrifa hópasíðuna sem er búin að vera tilbúin í tvö ár. Klikkaði síðan á því að tékka á því að Frontpage væri á tölvunni sem aftur varð til þess að öll skipulagning flaug út í bláinn. Þetta er því plan B. Og kannski bara skemmtilegra að það fari ekki allt eins og ætlað er.
Stokkhólmur
Fyrsti hluti ferðarinnar var til Stokkhólms á mánudagsmorgni. Snjólaug, Ragnar og börn fóru að vísu aðeins fyrr og nutu samvista við fjölskyldu sína sem býr í Stokkhólmi. Aðrir flugu á mánudagsmorgni og strax á Leifsstöð kom fyrsta babbið í bátinn. Nefnilega að flestir voru með skráð á sig INFANT sem ekki var með í för og átti ekki að vera með nema í heimferð. Misjafnlega vel gekk að vinna úr þessu og voru tvær fjölskyldur settar í gífurlega spennu meðan unnið var úr þeirra málum en í fyrstu yppti starfsfólk Leifsstöðvar bara öxlum og sagðist ekkert geta gert. Á meðan biðu hinir sem komnir voru inn í taugakasti hvað yrði úr þessu. Það tókst að redda málunum en þessar tvær fjölskyldur voru bókaðar alla leið til Beijing meðan hinir sem höfðu sloppið betur inn þurftu að skrá sig aftur inn í Stokkhólmi og þá kom téður INFANT aftur upp á skjáinn hjá flestum. Ekki alveg gott fyrir taugakerfið í fyrstu lotu.
Fyrsti hluti ferðarinnar var til Stokkhólms á mánudagsmorgni. Snjólaug, Ragnar og börn fóru að vísu aðeins fyrr og nutu samvista við fjölskyldu sína sem býr í Stokkhólmi. Aðrir flugu á mánudagsmorgni og strax á Leifsstöð kom fyrsta babbið í bátinn. Nefnilega að flestir voru með skráð á sig INFANT sem ekki var með í för og átti ekki að vera með nema í heimferð. Misjafnlega vel gekk að vinna úr þessu og voru tvær fjölskyldur settar í gífurlega spennu meðan unnið var úr þeirra málum en í fyrstu yppti starfsfólk Leifsstöðvar bara öxlum og sagðist ekkert geta gert. Á meðan biðu hinir sem komnir voru inn í taugakasti hvað yrði úr þessu. Það tókst að redda málunum en þessar tvær fjölskyldur voru bókaðar alla leið til Beijing meðan hinir sem höfðu sloppið betur inn þurftu að skrá sig aftur inn í Stokkhólmi og þá kom téður INFANT aftur upp á skjáinn hjá flestum. Ekki alveg gott fyrir taugakerfið í fyrstu lotu.
Við áttum nokkra tíma í Stokkhólmi og fóru flestir í íbúðina til Snjólaugar og hennar fjölskyldu og fengu að geyma töskur og dót. Fóru þaðan í ýmsar áttir, sumir í gönguferð niður í gamla Stannen, aðrir í garð með börnin og síðan í smá (SMÁ) HM ferð sem vakti mikla öfund hjá þeim sem ekki fóru. Þeir sem ekki fóru til Snjólaugar brugðu sér í Junibakken sem er skemmtigarður Astrid Lindgren. Allir áttu glaðan dag en voru samt bara með hálfan hugann við það sem fram fór. Hugurinn var kominn til Kína og við mættum eldsnemma á völlinn og biðum þar og biðum.
Flugið gekk vel og var á undan áætlun og við reyndum nú að sofa í vélinni en gekk misvel. Það voru því allmargir framlágir á flugvellinum í Beijing í steikjandi hita en þar biðu William og Ivy eftir okkur skælbrosandi og glöð. Ekki að sjá á þeim að þau hefðu misst úr nokkurn svefn nýlega. Þau skutluðu okkur á hótelið og lögðu okkur einhverjar lífsreglur varðandi næsta dag sem er Kínamúrsdagur.
Hótelherbergin reyndust vera risastór og nær því að vera íbúð hjá sumum. Sumir eru með hornbaðkar meðan aðrir eru með einhver dýryndis nuddkör. Sumir hafa tvö sjónvörp og svo framvegis. Og um sexleytið mætir þjónustufraukan og dregur af rúmunum og stillir upp inniskóm fyrir framan rúmin og Anna Kristín sem lá í sófa fékk þá extra þjónustu að fraukan stökk og dró frá sjónvarpinu og rétti henni fjarstýringuna svo hún þyrfti örugglega ekkert að hreyfa sig. VERY NÆS!!!!!
Fyrsta kvöldið fóru allflestir saman á veitingastað í nágrenninu þar sem voru bara myndir á matseðlinum. Þetta var heilmikil upplifun og t.d. reyndust núðlurnar vera smokkfiskur og eitthvað fleira svona smávegis sem allir gátu hlegið að. EN Þetta reyndist heilmikil veisla og síðan fóru Allir að SOFA enda klukkan orðin 20.30 og ekki gott að vera lengi á fótum haha…. Meira síðar...
<< Home