Stundum fer ekki allt eins og ætlað er
Ætla setja hér inn tvær sögur frá síðustu upplýsingum (ágúst) til að sýna að allt getur gerst. Fyrra dæmið er fjölskylda sem fékk engar upplýsingar og engar skýringar á því hversvegna. Það eru tvær aðrar fjölskyldur með sama LID hjá umboðinu hennar og þær fjölskyldur fengu sínar upplýsingar. Umboðið segist ekkert vita hvers vegna þeim var sleppt og vill ekki gera neitt til að tékka á því. Ég veit ekki hver er staðan hjá þeim núna en þau fengu veit ég upplýsingar hjá konunni sem var sleppt í mars um hvernig ætti að bera sig að við að tékka á því hvað væri að gerast.
Hitt dæmið er öllu verra og sorglegra. Fjölskylda með LID 18 nóv fékk upplýsingar um barn og fóru með upplýsingarnar til læknis áður en þau samþykktu og þar risu upp mörg rauð flögg sem varð til þess að leitað var eftir frekari upplýsingum og þá kom í ljós að barnið hefði átt að vera í SN en ekki í NSN. Þessi fjölskylda treysti sér ekki til að taka barnið þar sem þau eiga fyrir son sem er einhverfur og getur ekki tjáð sig. Þetta sýnir að það er eins gott að læknir les yfir allar okkar skýrslur vegna þess að við sem ekki eru þjálfuð til að lesa úr svona upplýsingum við sjáum ekki hvað getur verið athugavert. Þetta er náttúrulega voðalega sorglegt fyrir alla aðila en samt betra að svona komi upp áður en farið er til Kína og þar lendir fólk kannski í því að neita að taka við barninu. Það er víst alltaf að gerast og er víst skelfilegur process. Og ekki er víst að þau börn verði ættleidd því oft eru þau þá orðin of gömul til þess að flokkast sem NSN því pappírsvinnan er svo mikil ef þau lenda aftur inn í kerfið.
Þetta eru jú undantekningar, það eru miklu fleiri sem fara vel. Hinsvegar finnst mér athyglisvert að þessi bæði tilfelli eru úr sama mánuði.
Hitt dæmið er öllu verra og sorglegra. Fjölskylda með LID 18 nóv fékk upplýsingar um barn og fóru með upplýsingarnar til læknis áður en þau samþykktu og þar risu upp mörg rauð flögg sem varð til þess að leitað var eftir frekari upplýsingum og þá kom í ljós að barnið hefði átt að vera í SN en ekki í NSN. Þessi fjölskylda treysti sér ekki til að taka barnið þar sem þau eiga fyrir son sem er einhverfur og getur ekki tjáð sig. Þetta sýnir að það er eins gott að læknir les yfir allar okkar skýrslur vegna þess að við sem ekki eru þjálfuð til að lesa úr svona upplýsingum við sjáum ekki hvað getur verið athugavert. Þetta er náttúrulega voðalega sorglegt fyrir alla aðila en samt betra að svona komi upp áður en farið er til Kína og þar lendir fólk kannski í því að neita að taka við barninu. Það er víst alltaf að gerast og er víst skelfilegur process. Og ekki er víst að þau börn verði ættleidd því oft eru þau þá orðin of gömul til þess að flokkast sem NSN því pappírsvinnan er svo mikil ef þau lenda aftur inn í kerfið.
Þetta eru jú undantekningar, það eru miklu fleiri sem fara vel. Hinsvegar finnst mér athyglisvert að þessi bæði tilfelli eru úr sama mánuði.
<< Home