Meinvill og slúðrið

Slúður af netinu um tímasetningar sem upplýsingar berast frá Kína Okkar LID er 14 nóvember 2005

07 ágúst 2007

Allt er breytingum háð

Ég held að það sé alveg á hreinu að þessi síða er að breytast. Áhuginn á stöðu mála í Kína er aðeins minni í augnablikinu því það kemst ekkert annað að en staðan hjá okkur sjálfum ;). Ég ætla að halda henni opinni alla vega þar til eftir Kínaferð því ég veit ekki alveg hvernig okkur gengur að pósta á sameiginlega síðu hópsins og þessi verður því eins konar bakkupp fyrir ferðina. Síðan hugsa ég að hún lokist bara. Það eru allar upplýsingar á síðunni hjá RQ sem er óþreytandi að birta nýjar upplýsingar. T.d eru núna upplýsingar um líklega stærð desember o5 og janúar o6 og pælingar í áframhaldi af því. Læt henni því eftir þennan þátt mála en breyti þessari síðu í aðeins heimilislegri síðu eða almenna undirbúningssíðu fyrir Kína;)

Við erum að skoða pakklista og það er mikið fyndið að skoða þá suma. Sumir hafa nánast ekkert með sér meðan aðrir eru með með hluti sem virka stjarnfræðilega furðulegir í mínum augum. Ég hef hinsvegar aldrei pakkað fyrir barn fyrr og aldrei ferðast með barn, jú fyrir utan Flórens ferðina um daginn þegar Molinn kom með mér heim en þá sá mamma hans um pökkunina. Ég sá bara um að finna réttar leiðir. Það er því soldið undarlegt að horfa á pakklistana og reyna að hugsa hvað það nú er sem ég gæti komið til með að nota. Bleyjur og samfellur, huh? og pokann víðfræga? Nú er Yun orðin svo stór að það er ekkert víst að hún vilji neitt með svona kengúrupoka hafa en verð ég samt ekki að taka hann með svona in keis? Ég hugsa að ég geti nefnilega orðið all þreytt að bera þessi auka 10 kg (nærri 11 ef síðustu tölur eru réttar) um Kína. Hvað með pela? Hvað segið þið konur sem hafið fengið börn sem eru þetta gömul? (hún verður 16 mánaða þegar við fáum hana í fangið). Tókuð þið með pela og þá hvernig pela? haha þetta er eins og annað land fyrir mér, ég hef jú auðvitað séð þetta dót allt saman en þetta virkar allt mjög flókið, stærðir og mismunandi gerðir og útlit og allt það...

En spenningurinn er orðinn mikill!!!