Meinvill og slúðrið

Slúður af netinu um tímasetningar sem upplýsingar berast frá Kína Okkar LID er 14 nóvember 2005

13 ágúst 2007

Viðbrögð barna fyrsta daginn

Sagt er að gróflega megi skipta viðbrögum barnanna fyrsta daginn í fernt:
1. Hamingjusama barnið sem brosir strax og er ánægt með foreldrum sínum.
Þetta barn þarf að læra að brosa aðeins við foreldrum sínum og ekki til allra fullorðinna sem birtast nálægt. Á afhendingardaginn er þetta barn auðveldasta barnið fyrir nýju foreldrana. Það myndar tengsl auðveldlega þar sem þessi hegðun virkaði vel á barnaheimilinu þar sem brosin gátu gefið því auka athygli frá yfirkeyrðu starfsfólkinu.

2. Grátandi barnið sem lítur á foreldrana og byrjar að gráta um leið.
Þetta er erfitt barn fyrir foreldrana því það gæti grátið í nokkra daga. En þetta er barn sem veit sínu viti og þess vegna grætur það. Það veit að lífið hefur breyst og það hefur misst alla stjórn. Foreldrarnir verða að sanna sig fyrir þessu barni áður en þau fá verðlaunin í formi bros.

3. Alvarlega barnið sem skoðar foreldrana og íhugar nýju aðstæðurnar.
Barnið er tilbúið að verðlauna foreldri með brosum en er vart um sig um leið. Barnið gerir sér grein fyrir að miklar breytingar hafa átt sér stað en er rólegt meðan það íhugar aðstæður sínar. Þetta barn getur hrætt foreldra sína vegna þess hvernig það virðist vera inni í sér og bregðast illa við áreitum. En í rauninni er barnið eingöngu að átta sig á nýjum aðstæðum og er tilbúið að verðlauna fjölskyldu sína með brosi um leið og það finnur til öryggis.

4. "Velcro" barnið.
Að síðustu er það barnið sem veit það þarfnast ástar og umhyggju strax og hengir sig á annað foreldrið, yfirleitt pabbann. Þetta barn bregst við nýjum kringumstæðum með því að finna eina manneskju sem sér um þarfir þess og brosir því nær eingöngu til þeirrar manneskju. Þetta barn reynir mjög á tilfinningar þess foreldris sem er úti í kuldanum og þarfnast þolinmæði og skilnings þar til það ákveður að útvíkka heiminn sinn það mikið að hann rúmi tvo foreldra og stærri fjölskyldu.

Hljómar þetta sennilega? Þið sem hafið reynt þetta? Ég fann þetta á netinu og þetta er sagt koma frá "guide" í einni ferðinni.