Blessaður rússíbaninn
Já hann er að fara af stað loksins. Æi ég verð að segja eins og er að ég hef saknað hans soldið. Það er betra að fá rússíbanafréttir heldur en engar, eða það finnst mér alla vega. Maður er þó alla vega á lífi meðan maður finnur fyrir rússíbanum. Nú eru nokkur umboð sem segja að líklega verði næstu upplýsingar ekki eins slæmar og margir hafa talið, þeas muni ná lengra inn í október. Eitt umboð sem aldrei hefur heyrst frá fyrr segir að búið sé að para fyrir þennan mánuð og síðan eru það misvísandi upplýsingar varðandi hvenær upplýsingar geti komið. Allt frá síðstu viku í janúar til fyrstu viku í feb. En það er nú bara eins og í hverjum mánuði. Það er alltaf svona.. Hins vegar EF upplýsingar koma ekki fyrr en í fyrstu viku í feb þá er held ég borin von um að það komi upplýsingar fyrr en um miðjan mars næst. Nýja árið er í miðjum febrúar og þá er viku til tíu daga frí þannig að sá tími dettur út. Æi suma daga er bara ekki hægt að telja neitt en þetta er samt að styttast. Ég verð samt að viðurkenna að mitt í þessum ömurlegheitum yfir þessari lengdu bið þá er ógeðslega fyndið að líklega verðum við í hópi 16 í Kína akkúrat á þeim tíma sem okkur kveið sem mest fyrir að fara... bara akkúrat ári seinna. það þýðir sko ekki að deila við dómarann og örlögin thihihi
<< Home