Langir mánuðir
það er ekki nóg með að janúar mánuður verði langur mánuður. Ég hef trú á því að það fari nokkrir langir mánuðir í hönd hjá mér. Fyrirtækið sem ég vann hjá sagði mér fyrirvararlaust upp störfum í fyrradag. Mér var jafnframt tjáð að ég þyrfti ekki að hafa miklar áhyggjur "því atvinnuástandið er það gott að þú hefur nógan tíma til að finna góða vinnu". Það er eflaust rétt en hver ræður ófríska konu í vinnu? Ég er ekki ófrísk en ég er á leið í barneignarfrí næsta sumar þannig að ég á ekki von á því að það verði slegist um mig í vinnu á þeim markaði sem ég hef unnið við. Réttindi kvenna sem eru að fara að ættleiða eru engin. Það er rétt rúmt ráð síðan annarri konu í þessari stöðu var einnig samt upp störfum og fór hún í barneignarfrí um þremur mánuðum síðar. Hefði mér verið sagt upp ef ég hefði verið sjáanlega ófrísk, komin um 5 mánuði á leið?
<< Home