Meinvill og slúðrið

Slúður af netinu um tímasetningar sem upplýsingar berast frá Kína Okkar LID er 14 nóvember 2005

02 janúar 2007

Útreikningar

Í gær setti RQ upp reiknilíkan til að reikna út biðtímann út frá stöðunni í dag. Þarna kemur t.d. fram að 3. okt. 2005 var búið að afgreiða umsóknir til og með 15.mars 2005. Í dag 2 jan. 2007 um 15 mánuðum seinna er búið að afgr. til og með 8.sept 2005. Eða samtals 5,8 mánuði á 15 mánuðum. Þetta er raunveruleikinn sem blasir við okkur í dag. Alveg sama þó við segjum "þetta fer að lagast" og "næsti mánuður er mánuðurinn sem allt snýst við".Þetta er veruleikinn. Ef þeir ná að afgreiða 29.sept. (og það er enn þá EF) á morgun eða hinn þá er alls búið að afgreiða 6 mánuði og 14 daga á 15 mánuðum eða sem samsvarar 198 dögum. 15 mánuðir eru 457 dagar og ef við deilum 198 dögunum í það þá fáum við út 2,3. Sem er þá meðaltalið sem tekur að ná að ljúka einum mánuði af umsóknum.
Ef við horfum til baka þá hefur það stundum tekið lengri tíma og stundum styttri sem gerir þetta að meðaltali 2,3 mánuði. Og hvað getur þetta sagt okkur? Við getum skoðað hversu langur tími er á milli LID dagsetningar sem við höfum og 29. sept (þá göngum við út frá því að 29. sé með sem enn er ekki víst) og margfaldað mánuðina með 2,3. Þar sem það er minna en tveir mánuðir frá 29 sept til 14 nóv þá er ekki víst að þetta virki fyrir hóp 16. Við þurfum að líta frekar á hvernig LID raðast á einstaka daga til að sjá hvar við gætum lent. RQ notar 29.des 2005 sem dæmi og best ég geri það líka því hópur 17 er nálægt þeim degi. Þetta eru 3 mánuðir og margfaldað með 2,3 er það nálægt 7 mánaða bið sem er ábyggilega ekkert fjarri lagi.