Meinvill og slúðrið

Slúður af netinu um tímasetningar sem upplýsingar berast frá Kína Okkar LID er 14 nóvember 2005

26 desember 2006

Nýju reglurnar

Ég er búin að vera að vandræðast með hvernig ég setja þessar nýju reglur upp. Ég nenni alls ekki að þýða þær og á endanum ákvað ég að best væri bara að ég gerði smá úrdrátt og setti svo allt draslið á sér tengil þannig að hægt sé að skoða þær hvenær sem er. Hann er hér til hliðar

Úrdráttur: Í lið I og II kemur fram eftirfarandi: Umsækjendur verða að vera hjón, maður og kona, og hafa verið gift í 2 ár ef um fyrsta hjónaband er að ræða og 5 ár ef annað hjónaband er hjá öðrum eða báðum. Bæði verað að vera orðin 30 ára og undir 50 ára. Ef um barnið er með sérþarfir þurfa bæði að vera orðin 30 ára og undir 55 ára. Síðan eru talin upp ýmis læknisfræðileg skilyrði í lið III og endað á því að segja að BMI verður að vera 40 eða lægra (hægt er að sjá t.d. á doktor.is hvaða BMI maður er með). Í lið IV er fjallað um eignir og tekjur. Liður V fjallar um lágmarksmenntun. Liður VI segir að börn í fjölskyldunni mega ekki vera fleiri en 5 (að meðtöldu ættleidda barninu) undir 18 ára aldri og það yngsta verður að vera orðið ársgamalt. Liður VII fjallar um sakaskrá og hvaða brot mega ekki vera þar á. Liður VIII fjallar um að þeir sem ættleiða verða að hafa getu til að veita hinu ættleidda barni eða börnum hjálp á öllum þroskastigum þess. Liður IX segir að þeir sem ættleiða verða að samþykkja að skila inn skýrslum eftir ættleiðinguna þar sem segir hvernig gengur og þetta verður að koma fram í sérstöku bréfi sem fylgir umsókninni. Liður X segir að dagsetning þessa bréfs verði að vera eftir að umsóknin er logguð inn hjá CCAA.