Meinvill og slúðrið

Slúður af netinu um tímasetningar sem upplýsingar berast frá Kína Okkar LID er 14 nóvember 2005

09 janúar 2007

Fjöldapóstur - mótmæli

Ég er búin að vera að fylgjast með nýjustu uppákomunni í USA. CNN sýndi þátt um ættleiðingar 5 janúar og allt varð vitlaust í ættleiðingarheiminum vestra. Í þættinum var gefið í skyn að fólk sem vildi ættleiða börn frá Kína væru upp til hópa rasistar sem vildu ekki ættleiða innanlands í Ameríku og alls ekki afrísk-amerísk börn. Ein af ástæðunum væri sú að þetta fólk tryði því að kínversk börn væru gáfaðari en önnur. Ættleiðingarheimurinn ameríski tók höndum saman og sendi mótmælabréf til CNN, bæði til stjórnandans og yfirmanna hennar. Og ekki nóg með það heldur sendu þau líka bréf á sponsora þáttarins og spurðu hvort það væri virkilega ætlun þeirra að styðja svona þætti. Í gær birti CNN annan þátt með sömu flytjendum þar sem reynt var að afsaka þennan þátt með því að tala við aðila sem vissu eitthvað um erlendar ættleiðingar og lesið var upp úr bréfum sem fólk hafði sent þáttunum. Það er mál manna að afsaökunarbeiðnin hafi ekki tekist mjög vel og að ef umfjöllun CNN sé svona léleg af efni sem fólk þekkir vel hvernig umfjöllunin sé þá varðandi önnur efni sem fólk þekkir ekki? Þeir virðast þó hafa brugðist snögglega við og mér finnst mjög athyglisvert að fólk skuli geta haft svona mikil áhrif á þáttastjórnendur.