Meinvill og slúðrið

Slúður af netinu um tímasetningar sem upplýsingar berast frá Kína Okkar LID er 14 nóvember 2005

13 janúar 2007

Uppsagnir og barneignarleyfi

Það er ljóst að kerfið stendur ekki með foreldrum ættleiddra barna að neinu leyti. Og þá er ég að tala um upphaf eða "fæðingu" barna okkar. Það hefur t.d. tekið mörg ár að fá ríkið til að samþykkja styrki til foreldra þrátt fyrir mikinn kostnað á meðan foreldrar barna sem fæðast á "eðlilegan" hátt greiða ekkert fyrir meðgönguskoðanir og fæðingu barna sinna. En það er búið að leiðrétta þetta.

Það er hinsvegar EKKI búið að leiðrétta það að lagaleg vernd sem segir að ekki megi segja upp konum á leið í barneignarfrí nær EKKI yfir konur í bið eftir ættleiðingu og konur í glasafrjóvgunarferlinu. Þar mega fyrirtæki hegða sér eins og þau vilja, lagaleg vernd eins og verkalýðsfélögin kalla það er engin. Sumar konur eru heppnar og vinna hjá fyrirtækjum sem trúa siðferðisskyldu sinni og láta jafnt yfir þessa hópa ganga. Önnur fyrirtæki eru eins og fyrirtækið sem ég hef unnið fyrir síðustu 8 ár og láta sig það engu skipta þó kona sé komin síðustu skrefin í sínu barneignarferli. Í mínu tilfelli hafa yfirmenn og samstarfsmenn fylgst með ferlinu frá upphafi og fagnað og syrgt með þegar við átti. Það virðist hins vegar ekki ná djúpt inn þegar atburðarásin er skoðuð. Og uppsagnarástæða? Samstarf við nýjan yfirmann, starfsþróunarstjóra, gengur ekki. Gaman að benda á það að hún er kona og vissi af áætluðu leyfi frá því hún hóf störf. Og hún er kona sem hefur eignast tvö börn á "eðlilegan" máta þannig að hún hefur væntanlega farið í sitt barneignarfrí þegar það kom upp!