Árlegur fundur CCAA partur 2 (lesið part 1 fyrst)
1. Aðeins gift fólk. 8% reglan fyrir einstaklinga gildir þar til 01. maí. Fólk verður að hafa verið gift í 2 ár ef þau hafa ekki verið gift áður en 5 ár ef fólk hefur verið gift áður. Ekki er þó tekið við umsóknum frá fólki sem hefur verið gift oftar en tvisvar. Það er ekki alveg á hreinu hvernig reglan um einstaklingana verður en þeir virðast ætla að orða hana á þann veg að ef börn sem vantar heimili eru fleiri en þeir sem vilja sækja um þá geti einstaklingar ættleitt en annars ekki.
2. Hvort foreldri verður að vera á bilinu 30-50 ára. Hvorugt má vera utan þess aldursbils. Þó geta efri mörk verið 55 ár fyrir fólk sem er að ættleiða börn með sérþarfir.
3. Einungis heilbrigðir foreldrar: Engir geðsjúkdómar, blinda, fötlun eða sjúkdómar (það eru bara tvö umboð sem nefna þetta hin gera það ekki)
4. Báðir foreldrar verða að hafa BMI undir 40.
5. Að minnsta kosti annað foreldri verður að hafa fasta vinnu. Tekjur verða að vera 10.000 usd á hvern meðlim fjölskyldunnar þar með talið barnið sem verið er að ættleiða og netto eignir fjölskyldunnar verða að vera yfir 80.000 usd.
7. Hvort foreldri verður að vera með "high school" menntun eða hærri .
8. Ekki fleiri en 5 börn á heimilinu þmt barnið sem verið er að ættleiða. Yngsta barn fjölskyldunnar verður að vera meira en ársgamalt. Undantekningar verða gerðar fyrir börn með sérþarfir.
9. Gjaldið hækkar úr USD 410 í USD 620 (og það virðist eiga að taka gildi 1 jan).
10. Nýr hópur: á milli barna með sérþarfa og hinna og í hann færu börn sem væru með einhverja þroskaseinkun og lága fæðingarþyngd. Biðtíminn svipaður og fyrir börnin með sérþarfir en gjaldið það sama og hjá börnum sem ekki eru með sérþarfir.
<< Home