Meinvill og slúðrið

Slúður af netinu um tímasetningar sem upplýsingar berast frá Kína Okkar LID er 14 nóvember 2005

07 desember 2006

Review herbergið enn og aftur

Hér eru nokkur atriði sem ég vissi ekki um review herbergið en það er þar sem skjölin okkar fara í skoðun áður en þau eru send yfir í pörun. Þessi tvö stig (eða herbergi eða hvað við getum kallað þetta) vinna ekki á sama hraða og tengslin eru ekki önnur en þau að skjölin verða að fara þarna um á einhverju stigi ferilsins.

Svona virðist þetta virka:
Hver umboðsskrifstofa er með sinn eiginn fulltrúa í review. Umboðin vita hvernig á að setja saman skýrsluna okkar og fer það eftir fulltrúa þeirra í reivew hvað er samþykkt og hverju er hafnað. Þess vegna getur verið misjafnt á hvað mismunandi umboð leggja ofuráherslu meðan önnur segja að það þurfi ekkert að spá í þessu eða hinu.

Hver og einn review fulltrúi er með sín eigin umboð eða lönd (það er ekki klárt, ég gæti t.d. trúað að það væri hvoru tveggja). Suma mánuði er okkar fulltrúi með brjálað að gera á miðað við annað fólk sem hann/hún vinnur með og aðra mánuði er það minna. Fer eftir umsóknum frá þeim umboðum sem hann/hún sér um.

Og hvað þýðir þetta? Jú það þýðir að einn ákveðinn fulltrúi gæti verið nokkrum mánuðum á undan öðrum fulltrúa og hann gæti verið þar til hann fær rosa margar umsóknir einn mánuðinn og þá hægir aftur á honum. Þannig gæti einn fulltrúi verið að vinna við að skoða apríl meðan annar er enn að skoða febrúar. CCAA uppfærir ekki síðuna hjá sér um að mánuðurinn sé kominn úr review fyrr en ALLIR eru búnir með þann mánuð. Þess vegna erum við að heyra að verið sé að skoða apríl núna þó enn standi á síðunni hjá þeim að búið sé að skoða til og með 31. janúar.