Meinvill og slúðrið

Slúður af netinu um tímasetningar sem upplýsingar berast frá Kína Okkar LID er 14 nóvember 2005

18 júní 2007

Og biðin lengist enn

CCAA eru búnir að vera á ferðalagi og heimsækja ýmis lönd (þeir virðast gera þetta á hverju ári, því þeir gerðu þetta í fyrra líka). Þeir eru búnir að heimsækja Ástralíu og Nýja Sjáland og eru núna í USA. Á báðum stöðum (Á og NS) er haft eftir þeim að biðin gæti farið í 2,5-3 ár. Jebb svo er nú það. Hinsvegar er það svo sem ekkert sem kemur á óvart á þessu stigi því um næstu mánaðarmót verður stór hópur búinn að bíða í nærri því 20 mánuði. Hinsvegar held ég að þeir viti ekki sjálfir hversu löng biðin gæti orðið því þeir segja að "biðin gæti farið í 2,5-3 ár".

RQ birti link á sjálfboðaverkefni sem fór á nokkur barnaheimili og setti upp hreinsibúnað fyrir vatn þannig að hægt væri að nota vatnið beint úr krönunum í stað þess að þurfa alltaf að sjóða það fyrst. Ef þið farið inn á linkinn og veljið Kína þá eru þar myndir frá verkefninu og myndir frá að því er ég held 7 eða 8 barnaheimilum. Mikið af börnum en sá sem tók myndirnar segir að þeim hafi fækkað mjög mikið. Hann segir forstöðumenn barnaheimilanna tala um að 30-60% færri börn séu á barnaheimilunum nú sem er mjög gott mál. Eitt heimilið sem þeir komu á er á 6 hæðum og nú er búið að loka 4 þeirra en fyrir 2 árum voru allar hæðir fullar. Á því tiltekna heimili eru helmingur eða rúmlega helmingur barnanna með sérþarfir.

Forstöðumennirnir fullyrða að skýringarnar séu þær að færri börn eru borin út (FRÁBÆRT) og mikil aukning sé í innanlandsættleiðingunum (sem er líka FRÁBÆRT). En hér er alla vega linkur á þessa síðu, það er alveg þess virði að verja smá tíma í að skoða hana:
Myndasíða veljið China 2007 og þá eru þarna um 200 myndir.