Ekkert slúður ennþá
Það er ekkert að frétta frá landinu mikla í austri (er það annars ekki í austri??). Það er hinsvegar kominn sá tími sem forsvarsmenn lofuðu að hlutirnir færu að ganga hraðar (eða lofuðu er kannski heldur sterkt til orða gripið). Talað var um að 2008 ættu þeir að fara að geta afgreitt allt að tveimur vikum í einu. Í síðasta mánuði voru það 8 dagar og það væri því ægilega gaman að sjá 15 núna. Eða þannig sko...
<< Home